Veröld sem er Drífa Snædal skrifar 15. júlí 2020 10:25 Félagar í Flugfreyjufélagi Íslands felldu nýgerðan kjarasamning með afgerandi hætti á dögunum. Samningurinn var þess eðlis að komið var til móts við þrönga stöðu Icelandair og dylst fáum þær erfiðu viðræður sem stóðu yfir vikum og mánuðum saman eftir að flugfreyjur og -þjónar höfðu reyndar verið kjarasamningslausar og án launahækkana í tvö ár (ólíkt öðrum flugstéttum). Af hendi Icelandair einkenndist ferlið af vanvirðingu gagnvart flugfreyjum og -þjónum og sjónarmiðum þeirra, stundum var komið með miklu offorsi og reynt að gera starfsfólk ábyrgt fyrir framtíð félagsins og svo heyrðist ekkert vikum saman. Undirliggjandi voru óljósar hótanir um „að leita annarra leiða“ sem má túlka sem hótanir um að ráða gerviverktaka eða semja við önnur félög en flugfreyjur og -þjónar hjá Icelandair eiga aðild að. Sem sagt að brjóta á bak aftur reglur íslenska vinnumarkaðarins, samstöðu heillar stéttar og fara í undirboð. Það er ekki síst þessi vanvirðing gagnvart eigin starfsfólki og heilli stétt sem gerir það að verkum að flugfreyjur og -þjónar voru treg til að samþykkja samninginn. Nú tekur steininn úr þegar aðstoðarframkvæmdastjóri SA ritar grein á Vísi og velur kaldhæðnislega að leita í smiðju mannvinarins Stefan Zweig eftir titli á greininni „Veröld sem var“. Tilgangurinn virðist vera að gera flugfreyjum og -þjónum grein fyrir því að kjaraskerðing sé nauðsynleg öllum til heilla. Enn kveður við yfirlætislegur tónn þar sem „útskýrt“ er hvernig hlutirnir ganga fyrir sig raunverulega. Sem svar við þessu vil ég segja: Stjórnendur Icelandair og SA myndu gera betur með því að setjast að samningaborðinu aftur, sýna viðsemjendum virðingu og meðtaka skilaboð félaga í Flugfreyjufélaginu. Það þarf að gera betur! Ég hef fylgst með viðræðunum síðustu vikur og mánuði og get fullvissað viðsemjendur um að það stendur ekki á starfsfólki að leita lausna. Alþýðusamband Íslands stendur þétt við bakið á þeim og mun gera skýlausa kröfu um að stuðningur úr ríkissjóði eða aukið hlutafé úr lífeyrissjóðum sé háð því að farið sé að leikreglum á vinnumarkaði. Það er erfitt að bera saman laun flugstétta hér á landi við önnur lönd enda er launasamsetningin, álög og starfstengdar greiðslur mjög misjafnar eftir flugfélögum og löndum. Hér á landi er dýrt að lifa og laun almennt hærri. Að krefjast umtalsverðrar kjaraskerðingar einnar stéttar í ljósi ástandsins er ógn við allar stéttir hér á landi. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Tengdar fréttir Veröld sem var Icelandair rær nú lífróður. 14. júlí 2020 15:00 Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Sjá meira
Félagar í Flugfreyjufélagi Íslands felldu nýgerðan kjarasamning með afgerandi hætti á dögunum. Samningurinn var þess eðlis að komið var til móts við þrönga stöðu Icelandair og dylst fáum þær erfiðu viðræður sem stóðu yfir vikum og mánuðum saman eftir að flugfreyjur og -þjónar höfðu reyndar verið kjarasamningslausar og án launahækkana í tvö ár (ólíkt öðrum flugstéttum). Af hendi Icelandair einkenndist ferlið af vanvirðingu gagnvart flugfreyjum og -þjónum og sjónarmiðum þeirra, stundum var komið með miklu offorsi og reynt að gera starfsfólk ábyrgt fyrir framtíð félagsins og svo heyrðist ekkert vikum saman. Undirliggjandi voru óljósar hótanir um „að leita annarra leiða“ sem má túlka sem hótanir um að ráða gerviverktaka eða semja við önnur félög en flugfreyjur og -þjónar hjá Icelandair eiga aðild að. Sem sagt að brjóta á bak aftur reglur íslenska vinnumarkaðarins, samstöðu heillar stéttar og fara í undirboð. Það er ekki síst þessi vanvirðing gagnvart eigin starfsfólki og heilli stétt sem gerir það að verkum að flugfreyjur og -þjónar voru treg til að samþykkja samninginn. Nú tekur steininn úr þegar aðstoðarframkvæmdastjóri SA ritar grein á Vísi og velur kaldhæðnislega að leita í smiðju mannvinarins Stefan Zweig eftir titli á greininni „Veröld sem var“. Tilgangurinn virðist vera að gera flugfreyjum og -þjónum grein fyrir því að kjaraskerðing sé nauðsynleg öllum til heilla. Enn kveður við yfirlætislegur tónn þar sem „útskýrt“ er hvernig hlutirnir ganga fyrir sig raunverulega. Sem svar við þessu vil ég segja: Stjórnendur Icelandair og SA myndu gera betur með því að setjast að samningaborðinu aftur, sýna viðsemjendum virðingu og meðtaka skilaboð félaga í Flugfreyjufélaginu. Það þarf að gera betur! Ég hef fylgst með viðræðunum síðustu vikur og mánuði og get fullvissað viðsemjendur um að það stendur ekki á starfsfólki að leita lausna. Alþýðusamband Íslands stendur þétt við bakið á þeim og mun gera skýlausa kröfu um að stuðningur úr ríkissjóði eða aukið hlutafé úr lífeyrissjóðum sé háð því að farið sé að leikreglum á vinnumarkaði. Það er erfitt að bera saman laun flugstétta hér á landi við önnur lönd enda er launasamsetningin, álög og starfstengdar greiðslur mjög misjafnar eftir flugfélögum og löndum. Hér á landi er dýrt að lifa og laun almennt hærri. Að krefjast umtalsverðrar kjaraskerðingar einnar stéttar í ljósi ástandsins er ógn við allar stéttir hér á landi. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar