Meistararnir í gjafa­stuði gegn Arsenal

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arsenal-menn fagna síðari markinu í dag.
Arsenal-menn fagna síðari markinu í dag. vísir/getty

Englandsmeistarar Liverpool eiga ekki möguleika á að ná stigameti Manchester City eftir 2-1 tap gegn Arsenal á útivelli í kvöld.

Sadio Mane kom Liverpool yfir á tuttugustu mínútu eftir snarpa sókn en gestirnir jöfnuðu tólf mínútum síðar eftir mistök í vörn Liverpool.

Virgil van Dijk ætlaði að senda boltann til baka á Alisson en það heppnaðist ekki betur en svo að hann gaf boltann beint á Alexandre Lacazette sem lék á Alisson og skoraði.

Á 44. mínútu voru heimamenn í Arsenal komnir yfir og það aftur eftir mistök Liverpool. Alisson átti ömurlega sendingu út á vinstri kantinum sem Lacazette komst inn í. Hann var fljótur að koma boltanum á Reiss Nelson sem skoraði með góðu skoti.

Liverpool reyndi allt allt hvað þeir gátu til þess að jafna metin í síðari hálfleik en leikmenn Arsenal vörðust fimlega. Lokatölur 2-1.

Liverpool átti níu skot á mark Arsenal en heimamenn skutu tvisvar á mark Liverpool og bæti skotin enduðu í netinu.

Arsenal er eftir sigurinn með 53 stig í 9. sætinu en þetta var þriðji tapleikur ensku meistaranna á þessari leiktíð sem geta því ekki náð stigameti Manchester City.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira