Edu og Marcos taka við af Sæmundi hjá Borgun Andri Eysteinsson skrifar 15. júlí 2020 17:20 Mannabreytingar hafa orðið hjá Borgun í kjölfar kaupa Salt Pay. Borgun Sæmundur Sæmundsson, forstjóri Borgunar hefur ákveðið að stíga til hliðar og munu þeir Eduardo Pontes og Marcos Nunes taka sameiginlega við starfi forstjóra. Stjórn Borgunar gaf frá sér tilkynningu þess efnis í dag. Breytingarnar í forystu fyrirtækisins sem á sér fjörutíu ára sögu verða í kjölfar þess að alþjóðlega greiðslumiðlunin Salt Pay hefur verið samþykkt af Seðlabanka Íslands sem nýr rekstraraðili Borgunar. Markaðurinn greindi frá því í gær að kaupverðið hafi verið samtals 27 milljónir evra eða um 4,3 milljarðar króna fyrir 96% hlut í Borgun. Lækkaði verðið því nokkuð frá undirritun kaupsamnings en þá var gengið útfrá því að kaupverð næmi 35 milljónum evra. Sæmundur segist stoltur að hafa leitt fyrirtækið í gegnum breytingartímabil og kveðst ánægður um að Borgun fái eigendur sem ætla að byggja á öflugum grunni byggður hefur verið upp undanfarin ár. „„Ég er ákaflega spenntur, fyrir hönd starfsfólks Borgunar, fyrir þessum næsta kafla þar sem ég veit að Salt Pay hyggst sækja fram af krafti á alþjóðavísu,“ segir Sæmundur. Nýju forstjórarnir tveir, Eduardo Pontes og Marcos Nunes hafa báðir reynslu úr geiranum en Pontes starfaði áður sem forstjóri brasilísks fjártæknifyrirtækisins Stone Co og Nunes var framkvæmdastjóri alþjóðlegrar færsluhirðingar og ytri vaxtar hjá sænska greiðslumiðlunarfyrirtækinu Bambora. „Við ætlum að byggja upp öflugt félag á Íslandi sem geti orðið stökkpallur fyrir okkur til að þróa verðmætar lausnir fyrir söluaðila um alla Evrópu. Ekki aðeins í gegnum greiðslumiðlun heldur einnig með því að hjálpa söluaðilunum að vaxa og ná fram aukinni skilvirkni í rekstri sínum,“ segir Marcos Nunes annar af tveimur nýjum forstjórum Borgunar. Vistaskipti Markaðir Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Sjá meira
Sæmundur Sæmundsson, forstjóri Borgunar hefur ákveðið að stíga til hliðar og munu þeir Eduardo Pontes og Marcos Nunes taka sameiginlega við starfi forstjóra. Stjórn Borgunar gaf frá sér tilkynningu þess efnis í dag. Breytingarnar í forystu fyrirtækisins sem á sér fjörutíu ára sögu verða í kjölfar þess að alþjóðlega greiðslumiðlunin Salt Pay hefur verið samþykkt af Seðlabanka Íslands sem nýr rekstraraðili Borgunar. Markaðurinn greindi frá því í gær að kaupverðið hafi verið samtals 27 milljónir evra eða um 4,3 milljarðar króna fyrir 96% hlut í Borgun. Lækkaði verðið því nokkuð frá undirritun kaupsamnings en þá var gengið útfrá því að kaupverð næmi 35 milljónum evra. Sæmundur segist stoltur að hafa leitt fyrirtækið í gegnum breytingartímabil og kveðst ánægður um að Borgun fái eigendur sem ætla að byggja á öflugum grunni byggður hefur verið upp undanfarin ár. „„Ég er ákaflega spenntur, fyrir hönd starfsfólks Borgunar, fyrir þessum næsta kafla þar sem ég veit að Salt Pay hyggst sækja fram af krafti á alþjóðavísu,“ segir Sæmundur. Nýju forstjórarnir tveir, Eduardo Pontes og Marcos Nunes hafa báðir reynslu úr geiranum en Pontes starfaði áður sem forstjóri brasilísks fjártæknifyrirtækisins Stone Co og Nunes var framkvæmdastjóri alþjóðlegrar færsluhirðingar og ytri vaxtar hjá sænska greiðslumiðlunarfyrirtækinu Bambora. „Við ætlum að byggja upp öflugt félag á Íslandi sem geti orðið stökkpallur fyrir okkur til að þróa verðmætar lausnir fyrir söluaðila um alla Evrópu. Ekki aðeins í gegnum greiðslumiðlun heldur einnig með því að hjálpa söluaðilunum að vaxa og ná fram aukinni skilvirkni í rekstri sínum,“ segir Marcos Nunes annar af tveimur nýjum forstjórum Borgunar.
Vistaskipti Markaðir Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Sjá meira