Bráðnauðsynlegt að grípa til aðgerða ef ekki á illa að fara Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. júlí 2020 20:00 Spáð er allt að níu prósenta atvinnuleysi í ágúst og óttast er að útlitið á vinnumarkaði muni dökkna á haustmánuðum. Forseti ASÍ segir bráðnauðsynlegt að grípa til aðgerða ef ekki eigi illa að fara. Í júnímánuði nam atvinnuleysi 7,5 prósentum og er mjög svipað nú í júlí, eða á bilinu 7,3-7,7 prósent, samkvæmt nýrri skýrslu Vinnumálastofnunar. Útlit er fyrir að atvinnuleysi muni aukast nokkuð skarpt í ágúst og með haustinu þegar áhrifa hópuppsagna fer að gæta, en alls hefur 7.400 verið sagt upp störfum í hópuppsögnum síðustu mánuði. Atvinnuleysi í landinu gæti þá numið frá 8-9%, samkvæmt skýrslunni. „Það er fullt tilefni til að hafa miklar áhyggjur af stöðunni. Við vissum það strax þegar Covid kom upp að þetta gæti orðið mjög erfið staða,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. Það séu góðar og slæmar fréttir í skýrslunni. „Slæmu fréttirnar eru þær að atvinnuleysi er að raungerast og góðu fréttirnar eru þær að auglýsingar eftir starfsfólki eru fleiri samkvæmt þessari skýrslu en var á sama tíma í fyrra,“ segir Drífa. Fólk á aldursbilinu 30 til 50 ára er fjölmennast á skrá hjá Vinnumálstofnun. Fjörutíu prósent af þeim sem eru á atvinnuleysisská eru útlendingar. „Í fyrsta lagi eru óvissuþættirnir töluverðir. Við vitum ekki hvað verður með ferðaþjónustuna í haust og við vitum ekki heldur hlutfall erlendra ríkisborgara sem fara aftur til síns heima,“ segir Drífa Snædal. Ef ekki eigi illa að fara í haust sé bráðnauðsynlegt að hækka atvinnuleysisbætur. „Og lengja í tekjutengdu tímabili atvinnuleysisbóta. Þetta höfum við verið að benda stjórnvöldum á síðan þessi staða kom upp. Við gerum þá kröfu að það verði hlustað á það en við höfum ekki séð þess merki enn þá að það eigi að grípa til aðgerða. Það er orðið mjög aðkallandi,“ segir Drífa. Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Spáð er allt að níu prósenta atvinnuleysi í ágúst og óttast er að útlitið á vinnumarkaði muni dökkna á haustmánuðum. Forseti ASÍ segir bráðnauðsynlegt að grípa til aðgerða ef ekki eigi illa að fara. Í júnímánuði nam atvinnuleysi 7,5 prósentum og er mjög svipað nú í júlí, eða á bilinu 7,3-7,7 prósent, samkvæmt nýrri skýrslu Vinnumálastofnunar. Útlit er fyrir að atvinnuleysi muni aukast nokkuð skarpt í ágúst og með haustinu þegar áhrifa hópuppsagna fer að gæta, en alls hefur 7.400 verið sagt upp störfum í hópuppsögnum síðustu mánuði. Atvinnuleysi í landinu gæti þá numið frá 8-9%, samkvæmt skýrslunni. „Það er fullt tilefni til að hafa miklar áhyggjur af stöðunni. Við vissum það strax þegar Covid kom upp að þetta gæti orðið mjög erfið staða,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. Það séu góðar og slæmar fréttir í skýrslunni. „Slæmu fréttirnar eru þær að atvinnuleysi er að raungerast og góðu fréttirnar eru þær að auglýsingar eftir starfsfólki eru fleiri samkvæmt þessari skýrslu en var á sama tíma í fyrra,“ segir Drífa. Fólk á aldursbilinu 30 til 50 ára er fjölmennast á skrá hjá Vinnumálstofnun. Fjörutíu prósent af þeim sem eru á atvinnuleysisská eru útlendingar. „Í fyrsta lagi eru óvissuþættirnir töluverðir. Við vitum ekki hvað verður með ferðaþjónustuna í haust og við vitum ekki heldur hlutfall erlendra ríkisborgara sem fara aftur til síns heima,“ segir Drífa Snædal. Ef ekki eigi illa að fara í haust sé bráðnauðsynlegt að hækka atvinnuleysisbætur. „Og lengja í tekjutengdu tímabili atvinnuleysisbóta. Þetta höfum við verið að benda stjórnvöldum á síðan þessi staða kom upp. Við gerum þá kröfu að það verði hlustað á það en við höfum ekki séð þess merki enn þá að það eigi að grípa til aðgerða. Það er orðið mjög aðkallandi,“ segir Drífa.
Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira