Hægt að hjálpa Jóni Arnóri að komast inn í EuroBasket-draumalið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júlí 2020 09:00 Jón Arnór Stefánsson kvaddi eftir hundraðast landsleikinn sinn. Vísir/Bára Jón Arnór Stefánsson er einn af þeim sem koma til greina í fimm manna úrvalslið frá minni þjóðunum sem hafa komist í úrslitakeppni EM, EuroBasket, á 21. öldinni. Alþjóða Körfuknattleikssambandið, FIBA, er að velja draumalið fyrir úrslitakeppni EM á árinum 2000 til 2020 en í þetta umrædda lið eru aðeins gjaldgengir leikmenn frá litlu þjóðunum sem hafa komist alla leið í úrslitakeppnina. FIBA stendur fyrir kosningunni á heimasíðu sinni en sambandið hafði áður valið úrvalslið EuroBasket á þessari öld en tuttugu fyrstu ár hennar eru nú að baki. Can you build a championship 5 from these guys? #EuroBasket https://t.co/KehQ47NTdc pic.twitter.com/NFLi5dccpY— FIBA EuroBasket (@EuroBasket) July 13, 2020 Ísland er ein af þessum minni þjóðum sem hafa sett mikinn svip á úrslitakeppni EM í körfubolta á síðustu tveimur áratugum. Íslenska landsliðið komst tvisvar á Eurobasket á þessum tíma, fyrst spilaði liðið í Berlín í Þýskalandi árið 2015 og svo í Helsinki í Finnlandi árið 2017. Sextán leikmenn eru tilnefndir og er Jón Arnór Stefánsson fulltrúi íslenska landsliðsins í þessari kosningu og ekki að ástæðulausu. Jón Arnór var algjör lykilmaður í báðum Eurobasket liðum Íslands. Jón Arnór var með 11,9 stig og 3,8 stoðsendingar að meðaltali í þessum tveimur úrslitakeppnum. Iceland qualified for next year s EuroBasket and will be among the underdogs!Read more: http://t.co/Q6cK1nRs6C pic.twitter.com/4pQpAJr7B9— FIBA (@FIBA) November 20, 2014 Íslendingar sem og aðrir fá möguleika á að velja sér sitt úrvalslið og geta því gefið Jóni Arnóri atkvæðið sitt. Jón Arnór er í baráttunni því samkvæmt síðustu tölum hafði hann fengið fimm prósent atkvæða og var í sjöunda sæti. Jón þarf þó mun fleiri atkvæði því hann er sex prósentustigum frá fimmta og síðasta sætinu inn í liðið. Það er hægt að kjósa með því að smella hér. Körfubolti Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson er einn af þeim sem koma til greina í fimm manna úrvalslið frá minni þjóðunum sem hafa komist í úrslitakeppni EM, EuroBasket, á 21. öldinni. Alþjóða Körfuknattleikssambandið, FIBA, er að velja draumalið fyrir úrslitakeppni EM á árinum 2000 til 2020 en í þetta umrædda lið eru aðeins gjaldgengir leikmenn frá litlu þjóðunum sem hafa komist alla leið í úrslitakeppnina. FIBA stendur fyrir kosningunni á heimasíðu sinni en sambandið hafði áður valið úrvalslið EuroBasket á þessari öld en tuttugu fyrstu ár hennar eru nú að baki. Can you build a championship 5 from these guys? #EuroBasket https://t.co/KehQ47NTdc pic.twitter.com/NFLi5dccpY— FIBA EuroBasket (@EuroBasket) July 13, 2020 Ísland er ein af þessum minni þjóðum sem hafa sett mikinn svip á úrslitakeppni EM í körfubolta á síðustu tveimur áratugum. Íslenska landsliðið komst tvisvar á Eurobasket á þessum tíma, fyrst spilaði liðið í Berlín í Þýskalandi árið 2015 og svo í Helsinki í Finnlandi árið 2017. Sextán leikmenn eru tilnefndir og er Jón Arnór Stefánsson fulltrúi íslenska landsliðsins í þessari kosningu og ekki að ástæðulausu. Jón Arnór var algjör lykilmaður í báðum Eurobasket liðum Íslands. Jón Arnór var með 11,9 stig og 3,8 stoðsendingar að meðaltali í þessum tveimur úrslitakeppnum. Iceland qualified for next year s EuroBasket and will be among the underdogs!Read more: http://t.co/Q6cK1nRs6C pic.twitter.com/4pQpAJr7B9— FIBA (@FIBA) November 20, 2014 Íslendingar sem og aðrir fá möguleika á að velja sér sitt úrvalslið og geta því gefið Jóni Arnóri atkvæðið sitt. Jón Arnór er í baráttunni því samkvæmt síðustu tölum hafði hann fengið fimm prósent atkvæða og var í sjöunda sæti. Jón þarf þó mun fleiri atkvæði því hann er sex prósentustigum frá fimmta og síðasta sætinu inn í liðið. Það er hægt að kjósa með því að smella hér.
Körfubolti Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira