Efast um að Ísland sé góður urðunarstaður öskra Jakob Bjarnar skrifar 16. júlí 2020 10:48 Hugmyndin um að gefa ferðamönnum kost á að öskra í óbyggðum, dömpa þar ergelsi tengdu Covid-19, fellur í grýttan jarðveg. Í gær furðaði Egill Helgason sig á þessu uppátæki og í dag biðlar Guðmundur Andri til Íslandsstofu: Hættiði við. Guðmundur Andri Thorsson þingmaður bætist nú í hóp þeirra fjölmörgu sem leyfa sér að efast um að hugmynd sem Íslandsstofa er að útfæra sé góð, sú sem felst í því að koma hátölurum fyrir í náttúrunni og magna þar upp örvæntingarfull covid-öskur. Guðmundur Andri skrifar snarpan pistil á Facebooksíðu sína sem þegar hefur vakið mikla athygli en í fyrirsögn hans er spurn: Urðunarstaður öskra? Að dömpa hér öllu ergelsi „Hugmyndin um Ísland sem urðunarstað öskra er soldið góð í tvær sekúndur en verður svo strax eiginlega ansi vond. Þetta gerist þegar fengin er til verka auglýsingastofa með lítil eða mjög lausbundin tengsl við Ísland – landið er þar en ekki hér í vitund fólksins sem þetta vinnur. Útkoman er næstum því eins og afurð heimsvaldastefnunnar,“ segir Guðmundur Andri. Vísir greindi frá því í gær að Egill Helgason sjónvarpsmaður vakti máls á þessu framtaki, hann spyr sig hvort hin stóra erlenda auglýsingastofa, sem þiggur stórfé fyrir að byggja upp ímynd Íslands erlendis, sé í tómu rugli? En sjö hátölurum hefur, af Íslandsstofu, verið komið upp víðsvegar um landið. Næstu tvær vikurnar munu þeir varpa út öskri fólks sem vill losa um streitu í kórónuveirufaraldrinum. Hugmyndin er ekki að falla í kramið hér. Líkt og Egill leyfir þingmaðurinn sér að efast um að þetta sé góð hugmynd: „Hugmyndin snýst um að hægt sé að dömpa hér öllu ergelsi, eins og heimsveldin urða kjarnorkuúrganginn sinn á eyjum þar sem býr varnarlaust fólk. Þú öskrar heima hjá þér og það kemur svo út um gulan – gulan! – risahátalara einhvers staðar í óbyggðunum hér.“ Kæra Íslandsstofa, ekki gera þetta Guðmundur Andri segir að sá sem hafi snefil af tilfinningu fyrir íslenskri náttúru, óbyggðunum, viti „að áhrifamáttur þeirra felst ekki síst í þögninni, þessari voldugu kyrrð. Hver sá sem vinnur með það að selja ferðir til Íslands hlýtur að byrja á því að vinna með þetta: þögn öræfanna – hina heilögu þögn öræfanna sem umlykur stórborgarbúann og afvopnar hann, strýkur honum ásamt golunni á vanga og knýr hann til að leita inn á við og horfast í augu við innri mann og allt sitt bauk í lífinu fram að því.“ Guðmundur Andri biðlar til Íslandsstofu: „Í guðanna bænum, kæra Íslandsstofa, ekki gera þetta. Segiði svo auglýsingastofunni að spyrja næst einhvern Íslending hvort þetta sé góð hugmynd.“ Auglýsinga- og markaðsmál Ferðamennska á Íslandi Stjórnsýsla Alþingi Tengdar fréttir Íslandsstofa býður útlendingum að öskra á íslenska náttúru Sjö hátölurum hefur verið komið upp víðsvegar um landið. 15. júlí 2020 10:14 Einn og hálfur milljarður í markaðsátak erlendis Ríkið mun verja einum og hálfum milljarði í markaðsátak erlendis til að kynna Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn. 13. maí 2020 07:37 Pipar kærir Ríkiskaup og krefst þess að eigin tillaga verði valin Auglýsingastofan Pipar/TBWA hefur kært Ríkiskaup vegna þeirrar ákvörðunar að velja tilboð bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchi í markaðsátakinu „Ísland – saman í sókn“. 20. maí 2020 09:01 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gosið gætið varið í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Sjá meira
Guðmundur Andri Thorsson þingmaður bætist nú í hóp þeirra fjölmörgu sem leyfa sér að efast um að hugmynd sem Íslandsstofa er að útfæra sé góð, sú sem felst í því að koma hátölurum fyrir í náttúrunni og magna þar upp örvæntingarfull covid-öskur. Guðmundur Andri skrifar snarpan pistil á Facebooksíðu sína sem þegar hefur vakið mikla athygli en í fyrirsögn hans er spurn: Urðunarstaður öskra? Að dömpa hér öllu ergelsi „Hugmyndin um Ísland sem urðunarstað öskra er soldið góð í tvær sekúndur en verður svo strax eiginlega ansi vond. Þetta gerist þegar fengin er til verka auglýsingastofa með lítil eða mjög lausbundin tengsl við Ísland – landið er þar en ekki hér í vitund fólksins sem þetta vinnur. Útkoman er næstum því eins og afurð heimsvaldastefnunnar,“ segir Guðmundur Andri. Vísir greindi frá því í gær að Egill Helgason sjónvarpsmaður vakti máls á þessu framtaki, hann spyr sig hvort hin stóra erlenda auglýsingastofa, sem þiggur stórfé fyrir að byggja upp ímynd Íslands erlendis, sé í tómu rugli? En sjö hátölurum hefur, af Íslandsstofu, verið komið upp víðsvegar um landið. Næstu tvær vikurnar munu þeir varpa út öskri fólks sem vill losa um streitu í kórónuveirufaraldrinum. Hugmyndin er ekki að falla í kramið hér. Líkt og Egill leyfir þingmaðurinn sér að efast um að þetta sé góð hugmynd: „Hugmyndin snýst um að hægt sé að dömpa hér öllu ergelsi, eins og heimsveldin urða kjarnorkuúrganginn sinn á eyjum þar sem býr varnarlaust fólk. Þú öskrar heima hjá þér og það kemur svo út um gulan – gulan! – risahátalara einhvers staðar í óbyggðunum hér.“ Kæra Íslandsstofa, ekki gera þetta Guðmundur Andri segir að sá sem hafi snefil af tilfinningu fyrir íslenskri náttúru, óbyggðunum, viti „að áhrifamáttur þeirra felst ekki síst í þögninni, þessari voldugu kyrrð. Hver sá sem vinnur með það að selja ferðir til Íslands hlýtur að byrja á því að vinna með þetta: þögn öræfanna – hina heilögu þögn öræfanna sem umlykur stórborgarbúann og afvopnar hann, strýkur honum ásamt golunni á vanga og knýr hann til að leita inn á við og horfast í augu við innri mann og allt sitt bauk í lífinu fram að því.“ Guðmundur Andri biðlar til Íslandsstofu: „Í guðanna bænum, kæra Íslandsstofa, ekki gera þetta. Segiði svo auglýsingastofunni að spyrja næst einhvern Íslending hvort þetta sé góð hugmynd.“
Auglýsinga- og markaðsmál Ferðamennska á Íslandi Stjórnsýsla Alþingi Tengdar fréttir Íslandsstofa býður útlendingum að öskra á íslenska náttúru Sjö hátölurum hefur verið komið upp víðsvegar um landið. 15. júlí 2020 10:14 Einn og hálfur milljarður í markaðsátak erlendis Ríkið mun verja einum og hálfum milljarði í markaðsátak erlendis til að kynna Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn. 13. maí 2020 07:37 Pipar kærir Ríkiskaup og krefst þess að eigin tillaga verði valin Auglýsingastofan Pipar/TBWA hefur kært Ríkiskaup vegna þeirrar ákvörðunar að velja tilboð bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchi í markaðsátakinu „Ísland – saman í sókn“. 20. maí 2020 09:01 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gosið gætið varið í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Sjá meira
Íslandsstofa býður útlendingum að öskra á íslenska náttúru Sjö hátölurum hefur verið komið upp víðsvegar um landið. 15. júlí 2020 10:14
Einn og hálfur milljarður í markaðsátak erlendis Ríkið mun verja einum og hálfum milljarði í markaðsátak erlendis til að kynna Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn. 13. maí 2020 07:37
Pipar kærir Ríkiskaup og krefst þess að eigin tillaga verði valin Auglýsingastofan Pipar/TBWA hefur kært Ríkiskaup vegna þeirrar ákvörðunar að velja tilboð bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchi í markaðsátakinu „Ísland – saman í sókn“. 20. maí 2020 09:01