Fótbolti

Sjáðu meistarafögnuð Real og furðuvítið

Sindri Sverrisson skrifar
Sergio Ramos smellir kossi á verðlaunagripinn. Hann hefur fimm sinnum orðið spænskur meistari með Real.
Sergio Ramos smellir kossi á verðlaunagripinn. Hann hefur fimm sinnum orðið spænskur meistari með Real. VÍSIR/GETTY

Zinedine Zidane og lærisveinar hans í Real Madrid fagna vel í kvöld eftir að hafa tryggt sér spænska meistaratitilinn. Real hefur nú orðið Spánarmeistari 34 sinnum, langoftast allra.

Karim Benzema skoraði bæði mörk Real í kvöld þegar liðið vann Villarreal 2-1 í næstsíðustu umferð, á meðan að Barcelona tapaði fyrir Osasuna á heimavelli. Sigur hefði alltaf dugað Real til að tryggja sér titilinn og því var ákaft fagnað þegar dómarinn flautaði til leiksloka, á Alfredo Di Stéfano vellinum sem Madrídingar hafa spilað á eftir hléið vegna kórónuveirufaraldursins.

Mörkin úr leiknum í kvöld og meistarafögnuð Real má sjá hér að neðan. Seinna mark Real kom úr hálfurðulegu víti á 77. mínútu, sem þurfti að taka tvisvar. Sergio Ramos tók fyrri spyrnuna, og rétt snerti boltann svo að Benzema gæti komið og skorað, en Benzema þótti hafa farið of snemma af stað inn í teiginn og því þurfti að endurtaka spyrnuna. Benzema tók þá vítið og skoraði.

Klippa: Real Madrid tryggði sér meistaratitilinn

Tengdar fréttir

Real Madrid spænskur meistari

Real Madrid varð í kvöld spænskur meistari í fótbolta í 34. sinn þegar liðið vann Villarreal 2-1 á heimavelli.

Barcelona þarf að sætta sig við silfrið

Eftir að hafa unnið spænska meistaratitilinn tvö síðustu ár verður Barcelona að sætta sig við silfur í ár en liðið tapaði í kvöld gegn Osasuna í næstsíðustu umferð, 2-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×