Getum við Íslendingar haft jákvæð áhrif á áfangastaðinn til framtíðar? Inga Hlín Pálsdóttir skrifar 17. júlí 2020 12:30 Í COVID19 hafa verið miklar umræður um áfangastaði og framtíðarþróun þeirra. Ferðaþjónusta mun í framtíðinni verða áfram mikilvæg fyrir efnahagslífið hvort sem það er á Íslandi eða í öðrum löndum heimsins. Flestir áfangastaðir hafa í dag sjálfbærni að leiðarljósi þar sem umhverfi, samfélag og efnahagur er í forgrunni. Í þeirri stefnu eru íbúar landsins, einir mikilvægustu hagaðilarnir. Sjálfbærni og ferðaþjónusta Sjálfbærni í ferðaþjónustu felst m.a. í því að hafa sem minnst áhrif á umhverfi og menningu áfangastaðarins. Ásamt því að tryggja jákvæða þróun fyrir íbúa, atvinnugreinina og ferðamennina sjálfa – hvort sem það eru innlendir eða erlendir ferðamenn. Í því felst að eiga samtal við hagaðilana um gildi og þróun áfangastaðarins sem staðar til þess að ferðast, búa og vinna. Samtal um innviði, upplifun, vöru og þjónustu sem ætti að bjóða upp á. Hagaðilar þurfa að vera sáttir við hvernig áfangastaðurinn er kynntur og markaðssettur í samræmi við þá uppbyggingu og ímynd sem vilji er til að standa fyrir. Mikil umræða var um offjölgun ferðamanna fyrir COVID19 á Íslandi og Íslendingar að einhverju leiti orðnir neikvæðir gagnvart atvinnugreininni. Þetta er oft á tíðum vegna þess að ekki hefur verið samtal um hvernig áfangastað eigi að byggja upp hvort sem það er Ísland allt eða einstaka landshlutar. Ábyrg ferðahegðun var einnig mikið til umfjöllunar og hvernig eigi að koma fram af virðingu við landið. Íslendingar sem ferðamenn Nú er komið fram á mitt sumar og við Íslendingar erum að njóta þess að ferðast um landið. Margir eru að upplifa Ísland sem ferðamannaland á nýjan máta eftir hraða fjölgun ferðamanna síðustu ára. Íslensk ferðaþjónusta hefur staðið sig gríðarlega vel í því að bregðast við breyttum aðstæðum og horft til innlendra ferðamanna – nánast í fyrsta skipti - með flottum tilboðum og markaðs- og kynningarefni um allt land. Um 90% Íslendinga sögðust í byrjun sumarsins ætla að ferðast um Ísland í sumar. Við vitum þó að ferðalög Íslendinga munu aldrei vega upp á móti þeim gríðarlega fjölda ferðamanna sem koma hingað fyrir COVID19. Í sumar erum þó margir ef til vill að fara eilítið til upprunans í ferðalögum og aðrir að sjá landið með nýjum augum. Nú er því tækifæri fyrir Íslendinga sem ferðamenn að velta fyrir sér hvernig Ísland eigi að þróast sem áfangastaður hvort sem það er fyrir erlenda ferðamenn eða okkur sjálf. Ferðamenn sem sögumenn Ferðamenn eru mikilvægir sögumenn þegar kemur að því að kynna áfangastaði og verða sífellt mikilvægari með tilkomu samfélagsmiðla, hvort sem um er að ræða innlenda eða erlenda ferðamenn. Það að deila sögum af áfangastöðum, upplifun og því sem staðurinn hefur fram að færa getur jafnframt haft áhrif á þróun áfangastaðarins – bæði neikvæð og jákvæð áhrif. Ég tel að við Íslendingar getum verið gríðarlega mikilvægir sögumenn fyrir okkar eigið land og höfum ef til vill vanmetið það síðustu ár. Við eigum að hafa skoðun á því hvernig landið okkar er kynnt og við eigum að taka þátt í því að vilja kynna landið okkar. Jákvæð áhrif á áfangastaðinn? Við ættum að nota tækifærið og deila góðum sögum á samfélagsmiðlum, sögum sem sýna þau gildi sem við viljum standa fyrir, hvert og hvernig við ferðumst um landið okkar og hvað við kjósum að gera á okkar ferðalögum. En hver er betri og hefur meiri skoðun á því hvernig við viljum að áfangastaðurinn sé, hvernig hann þróist á sjálfbæran máta og hvað sé viðeigandi ábyrg ferðahegðun? Hver veit meira um hvernig á að bera eigi virðingu fyrir náttúrunni? Við sjálf? Eða hvað? Ég tel að við höfum öll sögu að segja, góðar og áhugaverðar sögur. Sögur sem geta haft jákvæð áhrif á það hvernig áfangastaðurinn Ísland þróast í framtíðinni og eftir COVID19. Sögur af stöðum og upplifunum sem við viljum segja umheiminum. Með því getur myndast betri skilningur milli hagaðila þegar kemur að sjálfbærni áfangastaðarins. Þannig tökum við íbúar landsins líka öll þátt og höfum jákvæð áhrif á áfangastaðinn Ísland til framtíðar – eitt skref til meiri sjálfbærni. Höfundur er alþjóðlegur ráðgjafi í ferðamálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Hlín Pálsdóttir Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Í COVID19 hafa verið miklar umræður um áfangastaði og framtíðarþróun þeirra. Ferðaþjónusta mun í framtíðinni verða áfram mikilvæg fyrir efnahagslífið hvort sem það er á Íslandi eða í öðrum löndum heimsins. Flestir áfangastaðir hafa í dag sjálfbærni að leiðarljósi þar sem umhverfi, samfélag og efnahagur er í forgrunni. Í þeirri stefnu eru íbúar landsins, einir mikilvægustu hagaðilarnir. Sjálfbærni og ferðaþjónusta Sjálfbærni í ferðaþjónustu felst m.a. í því að hafa sem minnst áhrif á umhverfi og menningu áfangastaðarins. Ásamt því að tryggja jákvæða þróun fyrir íbúa, atvinnugreinina og ferðamennina sjálfa – hvort sem það eru innlendir eða erlendir ferðamenn. Í því felst að eiga samtal við hagaðilana um gildi og þróun áfangastaðarins sem staðar til þess að ferðast, búa og vinna. Samtal um innviði, upplifun, vöru og þjónustu sem ætti að bjóða upp á. Hagaðilar þurfa að vera sáttir við hvernig áfangastaðurinn er kynntur og markaðssettur í samræmi við þá uppbyggingu og ímynd sem vilji er til að standa fyrir. Mikil umræða var um offjölgun ferðamanna fyrir COVID19 á Íslandi og Íslendingar að einhverju leiti orðnir neikvæðir gagnvart atvinnugreininni. Þetta er oft á tíðum vegna þess að ekki hefur verið samtal um hvernig áfangastað eigi að byggja upp hvort sem það er Ísland allt eða einstaka landshlutar. Ábyrg ferðahegðun var einnig mikið til umfjöllunar og hvernig eigi að koma fram af virðingu við landið. Íslendingar sem ferðamenn Nú er komið fram á mitt sumar og við Íslendingar erum að njóta þess að ferðast um landið. Margir eru að upplifa Ísland sem ferðamannaland á nýjan máta eftir hraða fjölgun ferðamanna síðustu ára. Íslensk ferðaþjónusta hefur staðið sig gríðarlega vel í því að bregðast við breyttum aðstæðum og horft til innlendra ferðamanna – nánast í fyrsta skipti - með flottum tilboðum og markaðs- og kynningarefni um allt land. Um 90% Íslendinga sögðust í byrjun sumarsins ætla að ferðast um Ísland í sumar. Við vitum þó að ferðalög Íslendinga munu aldrei vega upp á móti þeim gríðarlega fjölda ferðamanna sem koma hingað fyrir COVID19. Í sumar erum þó margir ef til vill að fara eilítið til upprunans í ferðalögum og aðrir að sjá landið með nýjum augum. Nú er því tækifæri fyrir Íslendinga sem ferðamenn að velta fyrir sér hvernig Ísland eigi að þróast sem áfangastaður hvort sem það er fyrir erlenda ferðamenn eða okkur sjálf. Ferðamenn sem sögumenn Ferðamenn eru mikilvægir sögumenn þegar kemur að því að kynna áfangastaði og verða sífellt mikilvægari með tilkomu samfélagsmiðla, hvort sem um er að ræða innlenda eða erlenda ferðamenn. Það að deila sögum af áfangastöðum, upplifun og því sem staðurinn hefur fram að færa getur jafnframt haft áhrif á þróun áfangastaðarins – bæði neikvæð og jákvæð áhrif. Ég tel að við Íslendingar getum verið gríðarlega mikilvægir sögumenn fyrir okkar eigið land og höfum ef til vill vanmetið það síðustu ár. Við eigum að hafa skoðun á því hvernig landið okkar er kynnt og við eigum að taka þátt í því að vilja kynna landið okkar. Jákvæð áhrif á áfangastaðinn? Við ættum að nota tækifærið og deila góðum sögum á samfélagsmiðlum, sögum sem sýna þau gildi sem við viljum standa fyrir, hvert og hvernig við ferðumst um landið okkar og hvað við kjósum að gera á okkar ferðalögum. En hver er betri og hefur meiri skoðun á því hvernig við viljum að áfangastaðurinn sé, hvernig hann þróist á sjálfbæran máta og hvað sé viðeigandi ábyrg ferðahegðun? Hver veit meira um hvernig á að bera eigi virðingu fyrir náttúrunni? Við sjálf? Eða hvað? Ég tel að við höfum öll sögu að segja, góðar og áhugaverðar sögur. Sögur sem geta haft jákvæð áhrif á það hvernig áfangastaðurinn Ísland þróast í framtíðinni og eftir COVID19. Sögur af stöðum og upplifunum sem við viljum segja umheiminum. Með því getur myndast betri skilningur milli hagaðila þegar kemur að sjálfbærni áfangastaðarins. Þannig tökum við íbúar landsins líka öll þátt og höfum jákvæð áhrif á áfangastaðinn Ísland til framtíðar – eitt skref til meiri sjálfbærni. Höfundur er alþjóðlegur ráðgjafi í ferðamálum.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar