Ræsin hafa ekki undan á Suðureyri Sylvía Hall skrifar 17. júlí 2020 12:54 Víða rennur yfir vegi vegna veðursins en talsverð úrkoma er á svæðinu. Aðsend Appelsínugul viðvörun er í gildi á Vestfjörðum og var mikið vatnsveður í nótt, til að mynda á Suðureyri þar sem vatn flæðir um götur og höfnin orðin mórauð. Búist er við frekari úrkomu í dag og hefur Veðurstofan beint þeim tilmælum til fólks að fylgjast vel með veðurspá og aðvörunum. Páll Önundarson, sem búsettur er á Flateyri, átti leið um Suðureyri í dag þar sem mátti greinilega sjá ummerki vatnsveðursins í nótt. Víða rennur yfir vegi en staðan er þó skítsæmileg, eins og Páll orðar það sjálfur. „Á lægstu punktunum er vatn, það rennur yfir vegin og ræsin hafa ekki við,“ segir Páll í samtali við Vísi. Hann segir nóttina ekki hafa verið afgerandi slæma þó veðurguðirnir hafi látið finna fyrir sér. „Það var hviðótt og það rigndi helvíti hraustlega.“ Frá Suðureyri í dag.Aðsend Lögreglan á Vestfjörðum hefur gefið út tilkynningu þar sem segir að vatnsveðrið hafi aukið hættuna á aurskriðum og grjóthruni úr hlíðum á svæðinu. Ekki er talin mikil hætta á mannskæðum aurskriðum eða grjóthruni en íbúar eru hvattir til þess að fara varlega. Þá eru sérstaklega tiltekin hús nr. 7 og 9 við Hjallabyggð og hús nr. 10, 12 og 14 við Túngötu. Ekki er talin ástæða til þess að rýma þessi hús en opnuð hefur verið móttaka á veitingastaðnum Fisherman við Aðalgötu og eru íbúar velkomnir þangað. Páll birtir í dag myndir frá Suðureyri þar sem má sjá að nokkuð hraustlega hefur rignt á svæðinu í nótt. Til að mynda er vatnið í höfninni brúnt á lit og segir hann litinn nokkuð fallegan að sjá. „Þetta er bara drullan úr fjallinu. Það er bara að hreinsast lækir sem hafa ekki runnið í nokkur ár, svo allt í einu kemur vatn í þá og þá verður það bara brúnt.“ „Hún er fallega brún höfnin,“ segir Páll Önundarson.Aðsend Ísafjarðarbær Veður Tengdar fréttir Gestir á tjaldsvæðinu þurftu að færa sig þegar Buná flæddi yfir bakka sína Starfsmenn tjaldstæðisins í Tungudal þurftu að aðstoða gesti að færa sig eftir að áin Buná flæddi yfir bakka sína í gærkvöldi. 17. júlí 2020 08:55 Útivistarfólk fylgist með veðurspám og aðvörunum Vegfarendur og útivistarfólk er áfram beðið um að fylgjast vel með veðurspám, taka mark á aðvörunum Veðurstofunnar og kynna sér þær. 17. júlí 2020 07:13 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Appelsínugul viðvörun er í gildi á Vestfjörðum og var mikið vatnsveður í nótt, til að mynda á Suðureyri þar sem vatn flæðir um götur og höfnin orðin mórauð. Búist er við frekari úrkomu í dag og hefur Veðurstofan beint þeim tilmælum til fólks að fylgjast vel með veðurspá og aðvörunum. Páll Önundarson, sem búsettur er á Flateyri, átti leið um Suðureyri í dag þar sem mátti greinilega sjá ummerki vatnsveðursins í nótt. Víða rennur yfir vegi en staðan er þó skítsæmileg, eins og Páll orðar það sjálfur. „Á lægstu punktunum er vatn, það rennur yfir vegin og ræsin hafa ekki við,“ segir Páll í samtali við Vísi. Hann segir nóttina ekki hafa verið afgerandi slæma þó veðurguðirnir hafi látið finna fyrir sér. „Það var hviðótt og það rigndi helvíti hraustlega.“ Frá Suðureyri í dag.Aðsend Lögreglan á Vestfjörðum hefur gefið út tilkynningu þar sem segir að vatnsveðrið hafi aukið hættuna á aurskriðum og grjóthruni úr hlíðum á svæðinu. Ekki er talin mikil hætta á mannskæðum aurskriðum eða grjóthruni en íbúar eru hvattir til þess að fara varlega. Þá eru sérstaklega tiltekin hús nr. 7 og 9 við Hjallabyggð og hús nr. 10, 12 og 14 við Túngötu. Ekki er talin ástæða til þess að rýma þessi hús en opnuð hefur verið móttaka á veitingastaðnum Fisherman við Aðalgötu og eru íbúar velkomnir þangað. Páll birtir í dag myndir frá Suðureyri þar sem má sjá að nokkuð hraustlega hefur rignt á svæðinu í nótt. Til að mynda er vatnið í höfninni brúnt á lit og segir hann litinn nokkuð fallegan að sjá. „Þetta er bara drullan úr fjallinu. Það er bara að hreinsast lækir sem hafa ekki runnið í nokkur ár, svo allt í einu kemur vatn í þá og þá verður það bara brúnt.“ „Hún er fallega brún höfnin,“ segir Páll Önundarson.Aðsend
Ísafjarðarbær Veður Tengdar fréttir Gestir á tjaldsvæðinu þurftu að færa sig þegar Buná flæddi yfir bakka sína Starfsmenn tjaldstæðisins í Tungudal þurftu að aðstoða gesti að færa sig eftir að áin Buná flæddi yfir bakka sína í gærkvöldi. 17. júlí 2020 08:55 Útivistarfólk fylgist með veðurspám og aðvörunum Vegfarendur og útivistarfólk er áfram beðið um að fylgjast vel með veðurspám, taka mark á aðvörunum Veðurstofunnar og kynna sér þær. 17. júlí 2020 07:13 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Gestir á tjaldsvæðinu þurftu að færa sig þegar Buná flæddi yfir bakka sína Starfsmenn tjaldstæðisins í Tungudal þurftu að aðstoða gesti að færa sig eftir að áin Buná flæddi yfir bakka sína í gærkvöldi. 17. júlí 2020 08:55
Útivistarfólk fylgist með veðurspám og aðvörunum Vegfarendur og útivistarfólk er áfram beðið um að fylgjast vel með veðurspám, taka mark á aðvörunum Veðurstofunnar og kynna sér þær. 17. júlí 2020 07:13