Baráttan gegn heimsfaraldri ójöfnuðar: nýr samfélagssáttmáli í þágu nýrra tíma António Guterres skrifar 19. júlí 2020 08:00 Ójöfnuður í heiminum grefur undan velferð okkar og framtíð. Birtingarmyndir ójöfnuðar eru víðs vegar, hvort heldur sem er í beitingu valds á alþjóðavettvangi til kynþáttahyggju og mismununar kynjanna til ójafnrar tekjuskiptingar. Við þurfum átakanlega á nýrri hugsun að halda til að stöðva þessa þróun og snúa henni við. Við heyrum oft að háflóð hagvaxtar lyfti öllum bátsverjum upp. En í raun og veru hefur háflóð ójöfnuðar sökkt bátnum. Mikill ójöfnuður hefur ýtt undir þá veikleika heimsins sem COVID-19 hefur flett ofan af. Veiran hefur beint kastljósinu að ójöfnuði af ýmsum toga. Þeir sem höllustum standa fæti eru í mestri hættu. Félagslegar og efnahagslegar afleiðingar leggjast þyngst á þá sem síst eiga þess kost að bera hönd yfir höfuð sér. Ef við grípum ekki í taumana munu 100 milljónir manna til viðbótar verða sárustu fátækt að bráð og við gætum horft upp á hungursneyð af sögulegri stærðargráðu. Jafnvel áður en COVID-19 braust út hafði fólk hvarvetna tekið að fylkja liði gegn ójöfnuði. Frá 1980 til 2016 hafði ríkasta 1% heimsbyggðarinnar fengið í sinn hlut 27% allrar samanlagðrar tekjuaukningar. En tekjur eru ekki eini mælikvarðinn á ójöfnuð. Tækifæri fólks í lífinu eru háð kyni, fjölskyldu og uppruna, kynþætti, mögulegri fötlun og ýmsu öðru. Þegar margir slíkir þættir koma saman eflast þeir innbyrðis og erfast á milli kynslóða með þeim afleiðingum að líf og framtíðarhorfur milljóna manna hafa verið ákvarðaðar fyrir fæðingu. Tökum eitt dæmi: meir en helmingur tvítugra karla og kvenna í þróuðustu ríkjunum hafa sótt sér æðri menntun. Í ríkjum neðar í þróunarstiganum er þetta hlutfall aðeins 3%. Það sem verra er þá hafa nærri 17% barna sem fæddust fyrir 20 árum í síðarnefndu ríkjunum þegar týnt lífi. Sú reiði sem hefur birst í hreyfingum, annars vegar gegn kynþáttahyggju um allan heim í kjölfar dráps George Floyed, og hins vegar andófi hugrakkra kvenna gegn valdamiklum mönnum sem hafa misnotað þær, er enn eitt dæmi um djúpstæða óánægju með ríkjandi ástand. Og mestu breytingar sem við höfum kynnst á liðnum árum; stafræna byltingin og loftslagsbreytingar, kunna að festa ójöfnuð og óréttæti enn frekar í sessi. COVID-19 er mannlegur harmleikur. En faraldurinn hefur einnig skapað núverandi kynslóðum tækifæri til að byggja upp heim jöfnuðar og sjálfbærni á grundvelli tveggja miðlægra hugmynda: nýs samfélagssáttmála og nýrrar viðreisnar heimsins. Í nýjum samfélagssáttmála er gert ráð fyrir að ríkisstjórnir, almenningur, borgaralegt samfélag, atvinnulífið og aðrir taki höndum saman um sameiginlegan málstað. Menntun og stafræn tækni geta komið að notum til eflingar og jöfnunar með því að skapa tækifæri til símenntunar og greiða fyrir því að hver og einn geti aðlagast og öðlast nýja hæfni í hagkerfi sem byggist á þekkingu. Við þurfum á réttlátri skattlagningu á tekjur og auð að halda og stefnumörkun um félagslega vernd í takt við nýja tíma. Við þurfum á félagslegu öryggisneti að halda sem felur í sér heilsugæslu fyrir alla og möguleikanum á borgarlaunum sem nái til allra. Til þess að slíkur nýr samfélagssáttmáli geti orðið að veruleika þurfum við á sáttmála um viðreisn efnahagslífsins –“New deal” -að halda. Slík viðreisn felur í sér tryggingu fyrir því að völdum, auði og tækifærum sé dreift á jafnari og réttátari hátt á alþjóðavísu. Nýrri alheims-viðreisn ber að byggja á réttlátri hnattvæðingu, réttindum og reisn hverrar manneskju, á því að lifa í sátt og samlyndi við náttúruna, að virða réttindi komandi kynslóða og að mæla árangur fremur á mannlegan en hagfræðilegan hátt. Við þurfum á hnattrænum stjórnunarháttum að halda sem feli í sér að allir taki að fullu þátt og sitji við sama borð í stjórnun alþjóðastofnana. Þróunarríkjum ber að hafa sterkari rödd, hvort heldur sem er í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, stjórn Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, Alþjóða bankans og víðar. Við þurfum á stöðugri alþjóðlegu viðskiptakerfi að halda í þágu allra sem greiði fyrir því að þróunarríki færist upp á við í hnattrænnni virðiskeðju. Nýta ber uppstokkun skulda og aðgang að lánum á viðráðanlegum kjörum til þess að skapa fjárhagslegt svigrúm til aukinna fjárfestinga í grænu, sanngjörnu hagkerfi. Ný viðreisnaráætlun og nýr samfélagssáttmáli gerir heiminum kleift að komast að nýju á beinu brautina til að uppfylla loforð Parísarsamningsins um loftlagsbreytingar og Heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun – sameiginlega heimssýn okkar um frið og velmegun á heilbrigðri plánetu fyrir 2030. Heimur okkar er á heljarþröm. En með því að berjast gegn ójöfnuði á grundvelli nýs samfélagssáttmála og nýrrar hnattrænnar viðreisnar kunna betri dagar að vera framundan. Höfundur er aðalaframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Sjá meira
Ójöfnuður í heiminum grefur undan velferð okkar og framtíð. Birtingarmyndir ójöfnuðar eru víðs vegar, hvort heldur sem er í beitingu valds á alþjóðavettvangi til kynþáttahyggju og mismununar kynjanna til ójafnrar tekjuskiptingar. Við þurfum átakanlega á nýrri hugsun að halda til að stöðva þessa þróun og snúa henni við. Við heyrum oft að háflóð hagvaxtar lyfti öllum bátsverjum upp. En í raun og veru hefur háflóð ójöfnuðar sökkt bátnum. Mikill ójöfnuður hefur ýtt undir þá veikleika heimsins sem COVID-19 hefur flett ofan af. Veiran hefur beint kastljósinu að ójöfnuði af ýmsum toga. Þeir sem höllustum standa fæti eru í mestri hættu. Félagslegar og efnahagslegar afleiðingar leggjast þyngst á þá sem síst eiga þess kost að bera hönd yfir höfuð sér. Ef við grípum ekki í taumana munu 100 milljónir manna til viðbótar verða sárustu fátækt að bráð og við gætum horft upp á hungursneyð af sögulegri stærðargráðu. Jafnvel áður en COVID-19 braust út hafði fólk hvarvetna tekið að fylkja liði gegn ójöfnuði. Frá 1980 til 2016 hafði ríkasta 1% heimsbyggðarinnar fengið í sinn hlut 27% allrar samanlagðrar tekjuaukningar. En tekjur eru ekki eini mælikvarðinn á ójöfnuð. Tækifæri fólks í lífinu eru háð kyni, fjölskyldu og uppruna, kynþætti, mögulegri fötlun og ýmsu öðru. Þegar margir slíkir þættir koma saman eflast þeir innbyrðis og erfast á milli kynslóða með þeim afleiðingum að líf og framtíðarhorfur milljóna manna hafa verið ákvarðaðar fyrir fæðingu. Tökum eitt dæmi: meir en helmingur tvítugra karla og kvenna í þróuðustu ríkjunum hafa sótt sér æðri menntun. Í ríkjum neðar í þróunarstiganum er þetta hlutfall aðeins 3%. Það sem verra er þá hafa nærri 17% barna sem fæddust fyrir 20 árum í síðarnefndu ríkjunum þegar týnt lífi. Sú reiði sem hefur birst í hreyfingum, annars vegar gegn kynþáttahyggju um allan heim í kjölfar dráps George Floyed, og hins vegar andófi hugrakkra kvenna gegn valdamiklum mönnum sem hafa misnotað þær, er enn eitt dæmi um djúpstæða óánægju með ríkjandi ástand. Og mestu breytingar sem við höfum kynnst á liðnum árum; stafræna byltingin og loftslagsbreytingar, kunna að festa ójöfnuð og óréttæti enn frekar í sessi. COVID-19 er mannlegur harmleikur. En faraldurinn hefur einnig skapað núverandi kynslóðum tækifæri til að byggja upp heim jöfnuðar og sjálfbærni á grundvelli tveggja miðlægra hugmynda: nýs samfélagssáttmála og nýrrar viðreisnar heimsins. Í nýjum samfélagssáttmála er gert ráð fyrir að ríkisstjórnir, almenningur, borgaralegt samfélag, atvinnulífið og aðrir taki höndum saman um sameiginlegan málstað. Menntun og stafræn tækni geta komið að notum til eflingar og jöfnunar með því að skapa tækifæri til símenntunar og greiða fyrir því að hver og einn geti aðlagast og öðlast nýja hæfni í hagkerfi sem byggist á þekkingu. Við þurfum á réttlátri skattlagningu á tekjur og auð að halda og stefnumörkun um félagslega vernd í takt við nýja tíma. Við þurfum á félagslegu öryggisneti að halda sem felur í sér heilsugæslu fyrir alla og möguleikanum á borgarlaunum sem nái til allra. Til þess að slíkur nýr samfélagssáttmáli geti orðið að veruleika þurfum við á sáttmála um viðreisn efnahagslífsins –“New deal” -að halda. Slík viðreisn felur í sér tryggingu fyrir því að völdum, auði og tækifærum sé dreift á jafnari og réttátari hátt á alþjóðavísu. Nýrri alheims-viðreisn ber að byggja á réttlátri hnattvæðingu, réttindum og reisn hverrar manneskju, á því að lifa í sátt og samlyndi við náttúruna, að virða réttindi komandi kynslóða og að mæla árangur fremur á mannlegan en hagfræðilegan hátt. Við þurfum á hnattrænum stjórnunarháttum að halda sem feli í sér að allir taki að fullu þátt og sitji við sama borð í stjórnun alþjóðastofnana. Þróunarríkjum ber að hafa sterkari rödd, hvort heldur sem er í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, stjórn Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, Alþjóða bankans og víðar. Við þurfum á stöðugri alþjóðlegu viðskiptakerfi að halda í þágu allra sem greiði fyrir því að þróunarríki færist upp á við í hnattrænnni virðiskeðju. Nýta ber uppstokkun skulda og aðgang að lánum á viðráðanlegum kjörum til þess að skapa fjárhagslegt svigrúm til aukinna fjárfestinga í grænu, sanngjörnu hagkerfi. Ný viðreisnaráætlun og nýr samfélagssáttmáli gerir heiminum kleift að komast að nýju á beinu brautina til að uppfylla loforð Parísarsamningsins um loftlagsbreytingar og Heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun – sameiginlega heimssýn okkar um frið og velmegun á heilbrigðri plánetu fyrir 2030. Heimur okkar er á heljarþröm. En með því að berjast gegn ójöfnuði á grundvelli nýs samfélagssáttmála og nýrrar hnattrænnar viðreisnar kunna betri dagar að vera framundan. Höfundur er aðalaframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun