Innlent

Sauða­þjófarnir harð­svíruðu ganga enn lausir

Jakob Bjarnar skrifar
Lögreglu hefur ekki enn tekist að hafa hendur í hári sauðaþjófanna sem gerðu sér lítið fyrir og slátruðu lambi í Dritvík, gerðu að og átu þar í fjöruborðinu.
Lögreglu hefur ekki enn tekist að hafa hendur í hári sauðaþjófanna sem gerðu sér lítið fyrir og slátruðu lambi í Dritvík, gerðu að og átu þar í fjöruborðinu. visir/vilhelm

Sauðaþjófarnir sem gerðu strandhögg í hjörð Eddu Báru Sveinbjörnsdóttur á Snæfellsnesi ganga enn lausir. Þetta er samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Vesturlandi. En lögreglu um land allt hefur verið gert viðvart og eru lögreglumenn með augu opin. Málið er til rannsóknar.

Vísir greindi frá því í vikunni að einhverjir óprúttnir aðilar hafi gert sér lítið fyrir, drepið lamb, gert að því, eldað og étið. Maður sem átti leið um Snæfellsnesið, Dritvík nánar tiltekið, rakst á hræið í fjöruborðinu þar en að því hafði verið gert þannig að ekki var kjöttætla eftir; aðeins haus, gæra og hryggbeinið. Hann birti mynd af því í Facebook-hópi sauðfjárbænda sem voru slegnir óhug. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu þá hafði lambið verið drepið og það eldað á staðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×