Segir Icelandair sýna af sér „ótrúlega ósvífni“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. júlí 2020 14:54 Drífa Snædal er forseti ASÍ. Vísir/Vilhelm Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það „ótrúlega ósvífni“ af hálfu Icelandair að ganga frá yfirstandandi kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. Fyrr í dag gaf félagið út yfirlýsingu þar sem fram kom að félagið hefði slitið viðræðum við FFÍ og öllum flugfreyjum og flugþjónum á vegum félagsins verði sagt upp. „Þetta er gríðarleg vanvirðing gagnvart starfsfólki, og við munum leita leiða til að vinda ofan af þessu,“ segir Drífa í samtali við fréttastofu. Hún segir ASÍ núna ráða ráðum sínum með Flugfreyjufélaginu varðandi næstu skref í málinu. „Síðan áttum við fund í gær ásamt öðrum stéttarfélögum sem eiga starfsfólk hjá Icelandair og á flugvellinum. Við erum að sjálfsögðu að velta við öllum steinum um hvað hægt er að gera,“ segir Drífa. Eftir fundinn gaf ASÍ út yfirlýsingu þar sem sagt var að ekki mætti skilja orð Icelandair um að „leita annarra leiða“ í deilunni en þannig að Icelandair ætli sér að „virða að vettugi leikreglur íslenska vinnumarkaðarins og fara í félagsleg undirboð.“ Vert er að taka fram að þegar yfirlýsingin var gefin út lá ákvörðun Icelandair, um að slíta viðræðum við FFÍ, ekki fyrir. Í tilkynningu Icelandair sem gefin var út í dag segir að félagið geri ráð fyrir að hefja viðræður við annan samningsaðila á íslenskum vinnumarkaði um framtíðarkjör „öryggis- og þjónustuliða“ hjá félaginu. Telur að gengið sé í störf flugfreyja Í tilkynningu Icelandair kemur einnig fram að frá og með 20. júlí næstkomandi muni flugmenn starfa sem öryggisliðar um borð í vélum flugfélagsins. Telur Drífa að með þessu sé verið að ganga í störf flugfreyja og þjóna. „Ég myndi halda að þarna væri verið að ganga í störf annarra. Það er alveg ljóst að það á eftir að skera úr um fjölmörg ágreiningsmál í þessu.“ Greint hefur verið frá því að stjórn og samninganefnd FFÍ hafi gengist við mistökum við undirritun kjarasamnings félagsins við Icelandair í yfirlýsingu til félagsmanna sinna. Félaginu hafi yfirsést breytingar á orðalagi tveggja ákvæða í samningnum. Samningurinn var felldur með tæpum 73% atkvæða félagsmanna. Aðspurð segist Drífa ekki hægt að velta ábyrgðinni einhliða á Icelandair hvað það varðar. „En þetta fjallar auðvitað um samningsvilja. Það eru oft gerð mistök í kjarasamningum. Það er þá einhvers konar traust milli samningsaðila að greiða úr því. Það er því ekkert einsdæmi að slíkt verði,“ segir Drífa. Icelandair hafi sýnt flugfreyjum vanvirðingu Hún telji að samningurinn hafi þó einnig verið felldur vegna „þeirrar vanvirðingar sem Icelandair var að sýna flugfreyjum.“ „Með framferði þeirra öllu í þessum viðræðum. Við skulum hafa það í huga að flugfreyjur hafa verið samningslausar í tvö ár. Það var engin Covid-krísa sem gerir það að verkum að það var sest að samningaborðinu, heldur er þetta lengri deila en svo.“ Hún segir flugfreyjur hafa lagt mikinn metnað í að miðla málum gagnvart Icelandair, og að ríkur samningsvilji hafi verið innan þeirra raða. „Það er ekki samningsvilji af hendi Icelandair, og það er alvarlegt mál.“ Aðspurð segist Drífa ekki vera búin að útiloka nein viðbrögð eða aðgerðir af hálfi Alþýðusambandsins vegna málsins. Samúðarverkföll hafi til að mynda ekki verið slegin af borðinu. „Það kemur allt til greina.“ Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Sjá meira
Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það „ótrúlega ósvífni“ af hálfu Icelandair að ganga frá yfirstandandi kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. Fyrr í dag gaf félagið út yfirlýsingu þar sem fram kom að félagið hefði slitið viðræðum við FFÍ og öllum flugfreyjum og flugþjónum á vegum félagsins verði sagt upp. „Þetta er gríðarleg vanvirðing gagnvart starfsfólki, og við munum leita leiða til að vinda ofan af þessu,“ segir Drífa í samtali við fréttastofu. Hún segir ASÍ núna ráða ráðum sínum með Flugfreyjufélaginu varðandi næstu skref í málinu. „Síðan áttum við fund í gær ásamt öðrum stéttarfélögum sem eiga starfsfólk hjá Icelandair og á flugvellinum. Við erum að sjálfsögðu að velta við öllum steinum um hvað hægt er að gera,“ segir Drífa. Eftir fundinn gaf ASÍ út yfirlýsingu þar sem sagt var að ekki mætti skilja orð Icelandair um að „leita annarra leiða“ í deilunni en þannig að Icelandair ætli sér að „virða að vettugi leikreglur íslenska vinnumarkaðarins og fara í félagsleg undirboð.“ Vert er að taka fram að þegar yfirlýsingin var gefin út lá ákvörðun Icelandair, um að slíta viðræðum við FFÍ, ekki fyrir. Í tilkynningu Icelandair sem gefin var út í dag segir að félagið geri ráð fyrir að hefja viðræður við annan samningsaðila á íslenskum vinnumarkaði um framtíðarkjör „öryggis- og þjónustuliða“ hjá félaginu. Telur að gengið sé í störf flugfreyja Í tilkynningu Icelandair kemur einnig fram að frá og með 20. júlí næstkomandi muni flugmenn starfa sem öryggisliðar um borð í vélum flugfélagsins. Telur Drífa að með þessu sé verið að ganga í störf flugfreyja og þjóna. „Ég myndi halda að þarna væri verið að ganga í störf annarra. Það er alveg ljóst að það á eftir að skera úr um fjölmörg ágreiningsmál í þessu.“ Greint hefur verið frá því að stjórn og samninganefnd FFÍ hafi gengist við mistökum við undirritun kjarasamnings félagsins við Icelandair í yfirlýsingu til félagsmanna sinna. Félaginu hafi yfirsést breytingar á orðalagi tveggja ákvæða í samningnum. Samningurinn var felldur með tæpum 73% atkvæða félagsmanna. Aðspurð segist Drífa ekki hægt að velta ábyrgðinni einhliða á Icelandair hvað það varðar. „En þetta fjallar auðvitað um samningsvilja. Það eru oft gerð mistök í kjarasamningum. Það er þá einhvers konar traust milli samningsaðila að greiða úr því. Það er því ekkert einsdæmi að slíkt verði,“ segir Drífa. Icelandair hafi sýnt flugfreyjum vanvirðingu Hún telji að samningurinn hafi þó einnig verið felldur vegna „þeirrar vanvirðingar sem Icelandair var að sýna flugfreyjum.“ „Með framferði þeirra öllu í þessum viðræðum. Við skulum hafa það í huga að flugfreyjur hafa verið samningslausar í tvö ár. Það var engin Covid-krísa sem gerir það að verkum að það var sest að samningaborðinu, heldur er þetta lengri deila en svo.“ Hún segir flugfreyjur hafa lagt mikinn metnað í að miðla málum gagnvart Icelandair, og að ríkur samningsvilji hafi verið innan þeirra raða. „Það er ekki samningsvilji af hendi Icelandair, og það er alvarlegt mál.“ Aðspurð segist Drífa ekki vera búin að útiloka nein viðbrögð eða aðgerðir af hálfi Alþýðusambandsins vegna málsins. Samúðarverkföll hafi til að mynda ekki verið slegin af borðinu. „Það kemur allt til greina.“
Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent