Vonar að stór hluti flugfreyjanna snúi aftur til starfa Kristín Ólafsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 17. júlí 2020 16:11 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Vilhelm Forstjóri Icelandair segist vona að stór hluti þeirra flugfreyja sem Icelandair hefur sagt upp komi aftur til starfa hjá félaginu, þegar tekist hefur að semja við nýjan samningsaðila. Engar viðræður þess efnis séu þó hafnar. Þá hafi fundur stjórnenda Icelandair og forsvarsmanna flugfreyja sem haldinn var í dag verið „þungur“. Icelandair tilkynnti í dag að kjaraviðræðum félagsins við Flugfreyjufélag Íslands hefði verið slitið og öllum flugfreyjum sagt upp. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir í samtali við fréttastofu að ákvörðunin sem tekin var í dag hafi verið mjög þungbær. Aðdragandinn hafi verið „mjög stuttur“ en samningaviðræður síðustu daga hafi ekki skilað neinu. „Og við höfum ekki endalausan tíma og við verðum því miður að grípa til þessa ráðs sem við vorum að grípa til í dag,“ segir Bogi. Engar breytingar á flugfreyjustarfinu Í tilkynningu Icelandair frá í dag er talað um að gengið verði til samninga við annan samningsaðila um kjör „öryggis- og þjónustuliða“ hjá félaginu. Inntur eftir því hvort þetta feli í sér grundvallarbreytingu á starfi flugfreyja segir Bogi að svo sé ekki. „Nei, við höfum verið með mjög litla þjónustu um borð í okkar vélum síðan við hófum flug aftur í þessum faraldri sem nú ríkir. […] Flugmenn munu gegna þessu hlutverki næstu dagana þannig það er ekki verið að gera breytingar hvað það varðar.“ En til framtíðar, hvað verður um störf flugfreyja? „Ég held að til framtíðar verði það með svipuðum hætti og hefur verið til margra ára hjá félaginu og það er okkar stefna,“ segir Bogi. Engar viðræður byrjaðar Þá segir Bogi að það eigi eftir að koma í ljós hvort stofnað verði nýtt félag utan um starfsstétt öryggis- og þjónustuliða. Icelandair hafi ekki byrjað viðræður við neinn enn sem komið er. „Við erum ekki komin þangað. Við höfum ekki hafið viðræður við einn né neinn. Okkar markmið hefur verið að semja við flugfreyjufélag Íslands þannig nú þurfum við að skoða aðra valmöguleika hvað varðar viðsemjendur í þessu máli,“ segir Bogi. Þá liggur ekki fyrir hvort kjarasamningurinn sem felldur var í byrjun mánaðar verði lagður til grundvallar þegar samið verður við annað félag. Inntur eftir því hvort þær flugfreyjur sem sagt hefur verið upp hjá Icelandair fái forgang í störf hjá félaginu segir Bogi að hann vonist til þess að margar þeirra snúi aftur. „Okkar flugfreyjur eru frábærir starfsmenn og frábærir samstarfsmenn þannig að ég vona að stór hluti af okkar flugfreyjum sem hafa verið hjá okkur komi aftur til starfa hjá félaginu.“ „Þungur“ fundur í dag Þá segir hann hið nýja hlutverk flugmanna á næstu dögum rúmist innan starfslýsingar þeirra og samninga Icelandair við stéttina. En ætlið þið að greiða þessum öryggisliðum á flugmannatöxtum í staðinn fyrir flugfreyjutöxtum? „Eins og staðan er núna fram að næstu mánaðamótum þá erum við með, því miður, mjög marga flugmenn sem eru í uppsögn og á flugmannalaunum. Síðan frá og með 1. ágúst breytist það en eins og ég sagði áðan þá þurfum við væntanlega að fara í viðræður við annan mótaðila hvað varðar þessi störf til frambúðar.“ Bogi kveðst aðspurður ekki hafa rætt sjálfur við Guðlaugu Líneyju Jóhannsdóttur, starfandi formann FFÍ, í dag. En hljóðið í flugfreyjum virðist þungt. „Það var fundur hérna í dag og í hreinskilni sagt var hann frekar þungur, já,“ segir Bogi. Icelandair Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir Flugfreyjur undirbúa verkfall Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands undirbúa nú verkfallsboðun eftir ákvörðun Icelandair. 17. júlí 2020 15:49 „Hljótum að gera kröfu um að stjórnendum Icelandair verði skipt tafarlaust út“ VR mun beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst. 17. júlí 2020 15:39 Segir Icelandair sýna af sér „ótrúlega ósvífni“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það „ótrúlega ósvífni“ af hálfu Icelandair að ganga frá yfirstandandi kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. 17. júlí 2020 14:54 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Forstjóri Icelandair segist vona að stór hluti þeirra flugfreyja sem Icelandair hefur sagt upp komi aftur til starfa hjá félaginu, þegar tekist hefur að semja við nýjan samningsaðila. Engar viðræður þess efnis séu þó hafnar. Þá hafi fundur stjórnenda Icelandair og forsvarsmanna flugfreyja sem haldinn var í dag verið „þungur“. Icelandair tilkynnti í dag að kjaraviðræðum félagsins við Flugfreyjufélag Íslands hefði verið slitið og öllum flugfreyjum sagt upp. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir í samtali við fréttastofu að ákvörðunin sem tekin var í dag hafi verið mjög þungbær. Aðdragandinn hafi verið „mjög stuttur“ en samningaviðræður síðustu daga hafi ekki skilað neinu. „Og við höfum ekki endalausan tíma og við verðum því miður að grípa til þessa ráðs sem við vorum að grípa til í dag,“ segir Bogi. Engar breytingar á flugfreyjustarfinu Í tilkynningu Icelandair frá í dag er talað um að gengið verði til samninga við annan samningsaðila um kjör „öryggis- og þjónustuliða“ hjá félaginu. Inntur eftir því hvort þetta feli í sér grundvallarbreytingu á starfi flugfreyja segir Bogi að svo sé ekki. „Nei, við höfum verið með mjög litla þjónustu um borð í okkar vélum síðan við hófum flug aftur í þessum faraldri sem nú ríkir. […] Flugmenn munu gegna þessu hlutverki næstu dagana þannig það er ekki verið að gera breytingar hvað það varðar.“ En til framtíðar, hvað verður um störf flugfreyja? „Ég held að til framtíðar verði það með svipuðum hætti og hefur verið til margra ára hjá félaginu og það er okkar stefna,“ segir Bogi. Engar viðræður byrjaðar Þá segir Bogi að það eigi eftir að koma í ljós hvort stofnað verði nýtt félag utan um starfsstétt öryggis- og þjónustuliða. Icelandair hafi ekki byrjað viðræður við neinn enn sem komið er. „Við erum ekki komin þangað. Við höfum ekki hafið viðræður við einn né neinn. Okkar markmið hefur verið að semja við flugfreyjufélag Íslands þannig nú þurfum við að skoða aðra valmöguleika hvað varðar viðsemjendur í þessu máli,“ segir Bogi. Þá liggur ekki fyrir hvort kjarasamningurinn sem felldur var í byrjun mánaðar verði lagður til grundvallar þegar samið verður við annað félag. Inntur eftir því hvort þær flugfreyjur sem sagt hefur verið upp hjá Icelandair fái forgang í störf hjá félaginu segir Bogi að hann vonist til þess að margar þeirra snúi aftur. „Okkar flugfreyjur eru frábærir starfsmenn og frábærir samstarfsmenn þannig að ég vona að stór hluti af okkar flugfreyjum sem hafa verið hjá okkur komi aftur til starfa hjá félaginu.“ „Þungur“ fundur í dag Þá segir hann hið nýja hlutverk flugmanna á næstu dögum rúmist innan starfslýsingar þeirra og samninga Icelandair við stéttina. En ætlið þið að greiða þessum öryggisliðum á flugmannatöxtum í staðinn fyrir flugfreyjutöxtum? „Eins og staðan er núna fram að næstu mánaðamótum þá erum við með, því miður, mjög marga flugmenn sem eru í uppsögn og á flugmannalaunum. Síðan frá og með 1. ágúst breytist það en eins og ég sagði áðan þá þurfum við væntanlega að fara í viðræður við annan mótaðila hvað varðar þessi störf til frambúðar.“ Bogi kveðst aðspurður ekki hafa rætt sjálfur við Guðlaugu Líneyju Jóhannsdóttur, starfandi formann FFÍ, í dag. En hljóðið í flugfreyjum virðist þungt. „Það var fundur hérna í dag og í hreinskilni sagt var hann frekar þungur, já,“ segir Bogi.
Icelandair Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir Flugfreyjur undirbúa verkfall Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands undirbúa nú verkfallsboðun eftir ákvörðun Icelandair. 17. júlí 2020 15:49 „Hljótum að gera kröfu um að stjórnendum Icelandair verði skipt tafarlaust út“ VR mun beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst. 17. júlí 2020 15:39 Segir Icelandair sýna af sér „ótrúlega ósvífni“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það „ótrúlega ósvífni“ af hálfu Icelandair að ganga frá yfirstandandi kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. 17. júlí 2020 14:54 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Flugfreyjur undirbúa verkfall Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands undirbúa nú verkfallsboðun eftir ákvörðun Icelandair. 17. júlí 2020 15:49
„Hljótum að gera kröfu um að stjórnendum Icelandair verði skipt tafarlaust út“ VR mun beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst. 17. júlí 2020 15:39
Segir Icelandair sýna af sér „ótrúlega ósvífni“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það „ótrúlega ósvífni“ af hálfu Icelandair að ganga frá yfirstandandi kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. 17. júlí 2020 14:54