Fótbolti

Risarnir á Ítalíu sagðir horfa til Pochettino velji þeir að sparka þjálfurunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pochettino í stuði.
Pochettino í stuði. vísir/getty

Mauricio Pochettino, fyrrum stjóri Tottenham, er sagður ofarlega á lista tveggja risa á Ítalíu; Juventus og AC Milan en hann er án starfs þessa daganna.

Pochettino fékk sparkið frá Tottenham í nóvember á síðasta ári eftir að hafa starfað þar frá árinu 2014. Þar áður hafði hann þjálfað Southampton og Espanyol.

Það fór gott orð af Argentínumanninum hjá öllum þessum liðum og hann er því talinn eftirsóttur á markaðnum en Ítalía gæti orðið hans næsti áfangastaður ef marka má fréttir The Telegraph.

Pochettino er sagður á lista bæði Inter Milan og Juventus, fari það svo að þau ákveði að láta stjórana sína fjúka eftir tímabilið; þá Maurizio Sarri og Antonio Conte.

Báðir tóku þeir við liðunum síðasta sumar en Juventus er með sex stiga forskot á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar er fimm umferðir eru eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×