Stjórnarmönnum lífeyrissjóða óheimilt að taka við fyrirmælum utanaðkomandi aðila: Fjármálaeftirlitið verði að láta sig málið varða Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. júlí 2020 13:00 Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. vísir/vilhelm Stjórnarmönnum lífeyrissjóða er óheimilt að taka við fyrirmælum utanaðkomandi aðila að sögn framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Hann segir að Fjármálaeftirlitið verði að láta sig varða ummæli formanns VR, sem voru þess efnis að lífeyrissjóðir ættu að sniðganga frekari fjárfestingar í Icelandair Group og ættu að hans mati ekki að taka þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR hefur sagt að stjórn VR muni beita sér fyrir því að Lífeyrissjóður Verzlunarmanna sniðgangi frekari fjárfestingar í Icelandair Group og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ummælin ganga í berhögg við lög og reglur sem gilda um lífeyrissjóði landsins. „Mér finnst ummælin vera óviðurkvæmileg með öllu, en það sem er kannski meira um vert er að þau ganga í berhögg við lög og reglur sem gilda um lífeyrissjóði landsins. Það liggur fyrir að stjórnarmenn lífeyrissjóða eru algjörleg óháðir þeim aðilum sem skipa þá í stjórnina sem eru annars vegar verkalýðsfélögin og hins vegar Samtök atvinnulífsins,“ segir Halldór. „Stjórnarmönnum lífeyrissjóða er einfaldlega óheimilt að taka við fyrirmælum utanaðkomandi aðila sem formaður VR er í þessu tilviki.“ Halldór segir Fjármálaeftirlitið verða að láta sig málið varða. „Ég vænti þess að Fjármálaeftirlitið muni stíga fram af miklum krafti vegna þessa máls ella hljóta margir að hugsa hver sé tilgangur Fjármálaeftirlitsins í þessu. Næstu skref hvað varðar yfirlýsingar tengdar lífeyrissjóðunum, boltinn liggur þar hjá Fjármálaeftirlitinu og það verður fylgst vel með hver viðbrögð þeirra verða,“ sagði Halldór. Hann segir ákvörðun Icelandair löglega. „Það hefur ekki verið neinn skortur á gífuryrðum frá verkalýðshreyfingunni um atburði gærdagsins. Frá Samtökum atvinnulífsins er það alveg skýrt að hér er um lögmætar aðgerðir Icelandair að ræða enda hefði félagið aldrei farið í þessar aðgerðir ef við teldum að þetta væri brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur eða öðrum lögum sem gilda á íslandi“ sagði Halldór. Það sé dómstóla að skera úr um túlkun einstakra lagagreina, ekki verkalýðshreyfinga. „Það er siðaðra manna háttur að ef það eru deilur um túlkun einstakra lagagreina þá er hægt að vísa þessu til dómstóla sem skera úr um það og við munum ekki víkja okkur undan því og taka til fullra varna ef þörf krefur,“ sagði Halldór. Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Flugfreyja hjá Icelandair spyr: „Er engin mennska hinum megin?“ Eftir yfir þrjátíu og sjö ára feril sem flugfreyja hefur Sigurlaugu „Dillý“ Halldórsdóttur, líkt og öðrum flugfreyjum Icelandair, verið sagt upp störfum. 18. júlí 2020 10:49 Icelandair sleit kjaraviðræðum og flugfreyjur boða verkfall Icelandair sleit í dag kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. Öllum flugfreyjum félagsins verður því sagt upp. Þá hefur Flugfreyjufélagið boðað til allsherjarverkfalls og verður kosið um það þann 24. júlí næstkomandi. 17. júlí 2020 22:00 Flugfreyjur boða allsherjarverkfall Atkvæðagreiðsla um boðun vinnustöðvunar flugfreyja hefst klukkan 10 að morgni 24. júlí næstkomandi og mun henni ljúka klukkan 12 á hádegi þann 27. júlí. 17. júlí 2020 18:10 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Stjórnarmönnum lífeyrissjóða er óheimilt að taka við fyrirmælum utanaðkomandi aðila að sögn framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Hann segir að Fjármálaeftirlitið verði að láta sig varða ummæli formanns VR, sem voru þess efnis að lífeyrissjóðir ættu að sniðganga frekari fjárfestingar í Icelandair Group og ættu að hans mati ekki að taka þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR hefur sagt að stjórn VR muni beita sér fyrir því að Lífeyrissjóður Verzlunarmanna sniðgangi frekari fjárfestingar í Icelandair Group og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ummælin ganga í berhögg við lög og reglur sem gilda um lífeyrissjóði landsins. „Mér finnst ummælin vera óviðurkvæmileg með öllu, en það sem er kannski meira um vert er að þau ganga í berhögg við lög og reglur sem gilda um lífeyrissjóði landsins. Það liggur fyrir að stjórnarmenn lífeyrissjóða eru algjörleg óháðir þeim aðilum sem skipa þá í stjórnina sem eru annars vegar verkalýðsfélögin og hins vegar Samtök atvinnulífsins,“ segir Halldór. „Stjórnarmönnum lífeyrissjóða er einfaldlega óheimilt að taka við fyrirmælum utanaðkomandi aðila sem formaður VR er í þessu tilviki.“ Halldór segir Fjármálaeftirlitið verða að láta sig málið varða. „Ég vænti þess að Fjármálaeftirlitið muni stíga fram af miklum krafti vegna þessa máls ella hljóta margir að hugsa hver sé tilgangur Fjármálaeftirlitsins í þessu. Næstu skref hvað varðar yfirlýsingar tengdar lífeyrissjóðunum, boltinn liggur þar hjá Fjármálaeftirlitinu og það verður fylgst vel með hver viðbrögð þeirra verða,“ sagði Halldór. Hann segir ákvörðun Icelandair löglega. „Það hefur ekki verið neinn skortur á gífuryrðum frá verkalýðshreyfingunni um atburði gærdagsins. Frá Samtökum atvinnulífsins er það alveg skýrt að hér er um lögmætar aðgerðir Icelandair að ræða enda hefði félagið aldrei farið í þessar aðgerðir ef við teldum að þetta væri brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur eða öðrum lögum sem gilda á íslandi“ sagði Halldór. Það sé dómstóla að skera úr um túlkun einstakra lagagreina, ekki verkalýðshreyfinga. „Það er siðaðra manna háttur að ef það eru deilur um túlkun einstakra lagagreina þá er hægt að vísa þessu til dómstóla sem skera úr um það og við munum ekki víkja okkur undan því og taka til fullra varna ef þörf krefur,“ sagði Halldór.
Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Flugfreyja hjá Icelandair spyr: „Er engin mennska hinum megin?“ Eftir yfir þrjátíu og sjö ára feril sem flugfreyja hefur Sigurlaugu „Dillý“ Halldórsdóttur, líkt og öðrum flugfreyjum Icelandair, verið sagt upp störfum. 18. júlí 2020 10:49 Icelandair sleit kjaraviðræðum og flugfreyjur boða verkfall Icelandair sleit í dag kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. Öllum flugfreyjum félagsins verður því sagt upp. Þá hefur Flugfreyjufélagið boðað til allsherjarverkfalls og verður kosið um það þann 24. júlí næstkomandi. 17. júlí 2020 22:00 Flugfreyjur boða allsherjarverkfall Atkvæðagreiðsla um boðun vinnustöðvunar flugfreyja hefst klukkan 10 að morgni 24. júlí næstkomandi og mun henni ljúka klukkan 12 á hádegi þann 27. júlí. 17. júlí 2020 18:10 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Flugfreyja hjá Icelandair spyr: „Er engin mennska hinum megin?“ Eftir yfir þrjátíu og sjö ára feril sem flugfreyja hefur Sigurlaugu „Dillý“ Halldórsdóttur, líkt og öðrum flugfreyjum Icelandair, verið sagt upp störfum. 18. júlí 2020 10:49
Icelandair sleit kjaraviðræðum og flugfreyjur boða verkfall Icelandair sleit í dag kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. Öllum flugfreyjum félagsins verður því sagt upp. Þá hefur Flugfreyjufélagið boðað til allsherjarverkfalls og verður kosið um það þann 24. júlí næstkomandi. 17. júlí 2020 22:00
Flugfreyjur boða allsherjarverkfall Atkvæðagreiðsla um boðun vinnustöðvunar flugfreyja hefst klukkan 10 að morgni 24. júlí næstkomandi og mun henni ljúka klukkan 12 á hádegi þann 27. júlí. 17. júlí 2020 18:10