Hákon Örn stóð uppi sem sigurvegari eftir spennandi keppni Arnar Geir Halldórsson skrifar 19. júlí 2020 21:11 Hákon Örn Magnússon. Facebook Hákon Örn Magnússon, úr Golfklúbbi Reykjavíkur, sigraði í Hvaleyrarbikarnum í golfi á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði í dag eftir nokkrar sviptingar. Hákon lék holurnar 36 á samtals fjórum höggum undir pari. Hákon lék fyrri hringinn í morgun afar vel og var þá á 67 höggum og lék síðari hringinn á pari. Hákon sýndi seiglu á lokaholunum en á 17. braut vippaði hann í fyrir fugli eftir að hafa slegið illa af teig og þurfti að hafa fyrir parinu á 18. brautinni en setti gott pútt í fyrir sigrinum. „Þetta var rosalega tæpt en geggjað að hafa náð að klára dæmið. Þetta er minn fyrsti sigur,“ sagði Hákon og vísar þar til þess að sigurinn var hans fyrsti á stigamóti. „Boltinn hafði nokkrum sinnum verið alveg á brúninni hjá mér í dag og það hlaut að koma að því að pútt myndi detta í holu. Kannski átti þetta bara loksins að hafast hjá mér.“ Hákon tók daginn vægast sagt snemma í morgun, eða í nótt öllu heldur, eins og aðrir kylfingar í mótinu enda var ræst út á öllum teigum klukkan 6:30 í morgun. Hákon var skiljanlega afar ánægður með fyrri hringinn í morgun en þá lék hann á 67 höggum. „Það var bara geggjaður hringur en ég byrjaði reyndar illa því ég fékk skolla á fyrstu tveimur holunum. En komst þá á skrið þar sem ég fékk sex fugla á næstu átta holum.“ Gamla kempan Guðmundur Rúnar Hallgrímsson úr Golfklúbbi Suðurnesja var höggi á eftir Hákoni. Guðmundur Rúnar fór illa að ráði sínu en hann var með forystu á fimm undir pari eftir að hafa leikið afar vel. En hann fékk skolla á 16. og 18. holu og það náði Hákon að nýta sér. Heimamaðurinn Axel Bóasson var á tveimur undir pari eins og Andri Már Óskarsson úr Golfklúbbi Selfoss. Daníel Ísak Steinarsson úr Keili lék samtals á höggi undir pari og voru því fimm kylfingar í karlaflokki undir pari þegar uppi var staðið. Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Hákon Örn Magnússon, úr Golfklúbbi Reykjavíkur, sigraði í Hvaleyrarbikarnum í golfi á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði í dag eftir nokkrar sviptingar. Hákon lék holurnar 36 á samtals fjórum höggum undir pari. Hákon lék fyrri hringinn í morgun afar vel og var þá á 67 höggum og lék síðari hringinn á pari. Hákon sýndi seiglu á lokaholunum en á 17. braut vippaði hann í fyrir fugli eftir að hafa slegið illa af teig og þurfti að hafa fyrir parinu á 18. brautinni en setti gott pútt í fyrir sigrinum. „Þetta var rosalega tæpt en geggjað að hafa náð að klára dæmið. Þetta er minn fyrsti sigur,“ sagði Hákon og vísar þar til þess að sigurinn var hans fyrsti á stigamóti. „Boltinn hafði nokkrum sinnum verið alveg á brúninni hjá mér í dag og það hlaut að koma að því að pútt myndi detta í holu. Kannski átti þetta bara loksins að hafast hjá mér.“ Hákon tók daginn vægast sagt snemma í morgun, eða í nótt öllu heldur, eins og aðrir kylfingar í mótinu enda var ræst út á öllum teigum klukkan 6:30 í morgun. Hákon var skiljanlega afar ánægður með fyrri hringinn í morgun en þá lék hann á 67 höggum. „Það var bara geggjaður hringur en ég byrjaði reyndar illa því ég fékk skolla á fyrstu tveimur holunum. En komst þá á skrið þar sem ég fékk sex fugla á næstu átta holum.“ Gamla kempan Guðmundur Rúnar Hallgrímsson úr Golfklúbbi Suðurnesja var höggi á eftir Hákoni. Guðmundur Rúnar fór illa að ráði sínu en hann var með forystu á fimm undir pari eftir að hafa leikið afar vel. En hann fékk skolla á 16. og 18. holu og það náði Hákon að nýta sér. Heimamaðurinn Axel Bóasson var á tveimur undir pari eins og Andri Már Óskarsson úr Golfklúbbi Selfoss. Daníel Ísak Steinarsson úr Keili lék samtals á höggi undir pari og voru því fimm kylfingar í karlaflokki undir pari þegar uppi var staðið.
Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira