Af vendipunktum Davíð Egilsson skrifar 20. júlí 2020 08:30 Nokkrum dögum eftir að Georg Floyd lést við handtöku í Minneapolis fjallaði umræðuþáttur á BBC um mótmælabylgjuna sem varð um allan heim í kjölfarið undir heitinu „Black Lives Matter“. Þar sló einn viðmælanda því fram að Steve Jobs hafi verið meginorsakavaldur viðbragðanna og þeirrar mótmælaöldu sem reis upp. Aðra þátttakendur setti hljóða og horfðu á framsögumann spurnaraugum, enda féll Steve Jobs frá árið 2011. Viðkomandi brosti í kampinn og sagði: „Steve Jobs setti myndavél í síma.“ Nútímasíminn er orðinn gífurlega öflugt gagnaupplýsinga- og gagnaveitutól auk þess að vera beintengdur við samfélagsmiðla. Hann er víða orðinn óaðskiljanlegur hluti fólks og hefur gefið almenningi færi á að taka myndir, grípa augnablikið og deila því. Nú stendur ekki endilega lengur orð gegn orði, heldur tala myndir sem teknar eru á vettvangi sínu máli. Valdsmenn geta ekki lengur borið því við að viðkomandi hafi verið árásargjarn og átt frumkvæði að átökum. Rök Grana, lögreglumanns í Spaugstofunni á sinni tíð, gegn því að hann hafi barið höfði fórnarlambs í götuna voru: „Ég gerði ekki neitt. Hann setti bara höfuðið í höndina mína og lamdi því svo í götuna“ falla nokkuð flatt gegn myndbandi sem tekið er í rauntíma. Það er einfaldlega ekki hægt að rökstyðja að réttlætanlegt sé að setja hné á háls einhvers í átta mínútur. Þarna var unnt að sýna fram á óboðlega hegðun sem yfirvöld höfðu áður getað leitt hjá sér og varist með því að bera á móti ásökunum um valdbeitingu vegna skorts á sönnunum, og á stundum skapað „annars konar sannleika“. Þess eru ófá dæmi að við ákveðnar aðstæður getur eitthvað, til þess að gera einfalt og jafnvel lítilfjörlegt atriði, orsakað byltingarkennda breytingu og snúið atburðarásinni á óvæntar brautir. Tækninýjungar eins og sími, loftskeyti og svo ljósvakamiðlarnir í framhaldi af þeim hafa gjörbreytt aðgengi að upplýsingum og haft áhrif á skoðanamótun. Sams konar viðhorfs- og hegðunarbreyting verður þegar farsóttir eða plágur leggjast yfir stór svæði. Við slíkar breyttar aðstæður þarf stundum ekki annað en að barn hrópi „en hann er ekki í neinum fötum“ til þess að skilningur samfélagsins gjörbreytist. Þegar slíkt gerist er talað um þáttaskil eða vendipunkta. Orsakavaldar þeir sem sköpuðu vendipunktana geta haft áhrif langt utan þeirra svæða sem þeir komu fram á í upphafi. Því hefur t.d. verið slegið fram að Skaftáreldagosið 1783 hafi hugsanlega verið ein af frumorsökunum fyrir frönsku stjórnarbyltingunni 1789 sem hefur síðan haft gífurleg áhrif á samfélagsgerð nútímans úti um allan heim. Talið er að gosaskan, flúor og brennisteinssambönd sem gosinu fylgdu, hafi haft stórtæk áhrif á veðurfar um allt norðurhvel jarðar. Í kjölfarið varð uppskerubrestur samfara mikilli hungursneyð. Það sem skipti þó máli til viðbótar var að fólk hafði í kjölfar iðnbyltingarinnar flutt í stórum stíl til Parísar áratugina á undan í leit að vinnu og framfærslu. Verkafólkið bjó við bág kjör. Erfitt veðurfar og uppskerubrestur varð til þess að margir sultu. Hungursneyðin sem fylgdi slæmu árferði og bág lífskjör, óháð því hvort frumorsökin var Skaftáreldagosið eða ekki, varð að vendipunkti. Fjöldi fólks sem bjó í þéttbýli var orðinn svo mikill að hann var kominn yfir krítískan massa. Það skapaði aðstæður þar sem fólk gat safnast saman og gert uppreisn sem væntanlega hefði verið illmögulegt einhverjum áratugum fyrr meðan obbi verkafólks var dreifður um sveitir landsins. Með tilkomu snjallsímans varð klárlega vendipunktur varðandi gagnasöfnun, samskipti og skoðanamótun. Auk þess er næsta víst að Covid-19 verður mikill vendipunktur fyrir mannkynið allt í komandi framtíð. Einn af jákvæðu kostunum sem hugsanlega verður af þeirri farsótt er að átak var gert í fjarvinnslu, sem aftur getur haft áhrif á fjölskyldulíf – enda var fjarvinnsla víða eini kosturinn til að halda atvinnulífinu gangandi á tímum einangrunar. Sá vendipunktur grundvallast mikið á tilkomu netsins og snjallsímans og þeirri tækni sem þar er byggt á. Það er fróðlegt að horfa til sögunnar og skoða dæmi um vendipunkta sem hafa mótað þróun mannsins. Maðurinn hefur nýtt sér gæði jarðar frá örófi alda. Hann hefur reynt að móta náttúruna til að brauðfæða sig og afkomendur sína. Athafnasaga hans er engan veginn samfelld sigurganga heldur endurspeglar hún, líkt og önnur þróunarsaga í lífríkinu, sigra og ósigra. Þróun hefur ósjaldan lent í blindgötu en við breyttar aðstæður hafa skapast önnur tækifæri. Nálgun og aðferðir mannsins hafa verið í stöðugri endurskoðun og þeim verið breytt þar til betri ávinningur náðist. Mynd 1 sýnir tengsl tækniþróunar og fólksfjölda í gegnum tíðina. Þar kemur vel fram að í upphafi var viðleitni mannsins vanmáttug en smám saman varð honum meira ágengt við að móta náttúruna eftir sínu höfði. Þessu fylgdi aukin geta til að framfleyta sér og sínum. Eftir því sem léttara varð að vinna verkin varð afraksturinn meiri. Í fyrstu hefur hver tækninýjung sem kom fram haft staðbundin áhrif, enda takmörkuð samskipti yfir lönd og heimsálfur. Það gat tekið áratugi, jafnvel aldir, frá því að tækninýjung kom fram þar til hún var komin í almenn not. Fram undir 19. öld óx fólksfjöldinn fremur hægt og áföll eins og svartidauði hafa vel merkjanleg áhrif á hann. Mynd 1 Áhrif tækniþróunar og miðlun þekkingar á henni á fólksfjölda í heiminum. Það er almennt talið að iðnbyltingin, sem varð síðla á 18. öld, marki upphaf þeirra gríðarlegu breytinga sem síðan hafa átt sér stað. Með henni hófst vélvæðing sem jók afköst umtalsvert. Þá þegar var prenttæknin komin á það stig að upplýsingar bárust auðveldar en áður til almennings og milli samfélaga. Hluti af þessari hröðu þróun var að við landafundina opnuðust fjarlæg samfélög og miklir fólksflutningar urðu milli heimsálfa sem báru með sér þekkingu um breytta atvinnuhætti. Á 20. öld varð nánast stökkbreyting í því að laga umhverfið að þörfum okkar, þar sem saman fór gífurlega hröð fólksfjölgun og tæknibylting sem á sér enga hliðstæðu í sögu mannsins. Grundvöllurinn lá í því að vélar og hugvit leystu menn og dýr undan striti. Hún fór til þess að gera hægt af stað en stigmagnaðist þegar upplýsingar um framfarir og árangur fóru að berast hraðar yfir og um langan veg með fjarskiptum, auknum samgöngum og viðskiptum milli landa eins og sést á mynd 1. Veigamikil afleiðing af þessu varð umbreyting á samfélögunum þar sem fólk fluttist úr dreifbýli í þéttbýli. Færri urðu til að erja landið og það dró úr tengslum þorra fólks við náttúruna. Fram komu efni sem juku uppskeru lands til verulegra muna og drógu úr óværu og sóttkveikjum, en á kostnað líffræðilegs fjölbreytileika. Allt þetta orsakaði að unnt var að brauðfæða fleiri með minni mannafla. Um miðbik aldarinnar fór maðurinn að ráða yfir tækni og þekkingu til að móta og umbreyta náttúrunni með afgerandi hætti og því miður í sumum tilfellum með alvarlegum áhrifum á lífríkið, heilsufar og líklega afkomumöguleika framtíðarinnar. Eðlilega hafa margir haft vaxandi áhyggjur af þessari þróun, og víst er að afleiðingar tveggja heimsstyrjalda urðu mörgum tilefni til umhugsunar um hve nærri jörðinni mætti ganga. Áhrifin sáust einkar vel í hafinu við skipsskaða, og aðrar afleiðingar stríðs, og síðan við aukna skipaumferð. Sjórinn tekur líka við því sem kemur frá landi, hann er sameiginleg auðlind sem alla varðar en enginn hefur stjórn á. Á síðustu árum hafa sjónir manna beinst mikið að loftslagsvánni þar sem lofthjúpurinn er sameiginleg auðlind alls sem andann dregur. Viðfangsefnið er mjög flókið því það snýr að auðlindanýtingu almennt, svo sem iðnferlum, landnotkun, líffræðilegri fjölbreytni og mannfjölda. Allt eru þetta grundvallaratriði varðandi sjálfbæra þróun. Mannfjöldi í heiminum er enn að aukast og samfara því er breyting í búsetumynstri og atvinnuháttum. Sameinuðu þjóðirnar lýstu því yfir árið 2009 að fleiri byggju nú í þéttbýli í heiminum en dreifbýli. Álagið er ekki eingöngu bundið við aukinn mannfjölda, heldur að við aukna velmegun og breytt búsetumynstur hefur auðlindanotkun á einstakling vaxið til muna. Það eru endimörk á öllum vexti, þar með talinn sá fjöldi fólks sem jörðin getur borið og brauðfætt á viðunandi hátt. Ein áleitnasta spurning til komandi kynslóða er hvernig unnt sé að stuðla að sjálfbærum lífsháttum. Það verður annars vegar að draga úr vextinum og sveigja hann af, en samhliða að draga úr ósjálfbærri neyslu hvers einstaklings áður en alvarlegur skaði verður með tilkomu neikvæðs vendipunkts og kerfishruns. Markmiðið á að vera að fletja út vaxtakúrfuna í líka veru og aðgerðir gagnvart Covid-smitinu ganga út frá. Raunar er það svo að þessi þróun er þegar hafin þar sem dregið hefur verulega úr frjósemi um heim allan. Nýjustu spár benda til þess að hámarki verði náð í kringum 2065 þegar mannfjöldinn verður 9,7 milljarðar en hann hafi fallið niður í 8,8 milljarða undir lok aldarinnar. Helstu ástæður fyrir þessari breytingu eru taldar vera aukin menntun og atvinnuþátttaka kvenna; hvorutveggja einna mikilvægustu aðgerðir sem tiltækar eru til að berjast gegn fátækt. Þetta er þróun sem hófst upp úr 1970, en líkur eru á að um þessar mundir sé komið að afdrifaríkum vendipunkti og frjósemi minnki hratt, (https://www.bbc.com/news/health-53409521). Þessari breytingu munu fylgja miklar áskoranir þar sem að á meðan verið er að ná jafnvægi í aldursdreifingunni, verða eldri borgarar hlutfallslega mun fleiri en þeir sem yngri eru og ætlað er að halda hjólum atvinnulífsins gangandi og annast þá eldri. Í annan stað þarf samhliða að draga úr ósjálfbærri auðlindanotkun á einstakling. Í þessu felast áskoranir en einnig fjölmörg tækifæri þar sem í dag er mun auðveldara en áður til að ná til fólks og hafa áhrif á hegðun þess með því að gera því ljósa afleiðingu gerða sinna. Það skiptir miklu til framtíðar að breyta hegðun og draga úr sóun. Hins vegar er afar líklegt að það muni þurfa einn eða fleiri vendipunkta til viðbótar til að mannkynið sem heild horfist í augu við hve hart er gengið fram og hve mikil þörf er á breyta lifnaðarháttum og neyslumynstri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Nokkrum dögum eftir að Georg Floyd lést við handtöku í Minneapolis fjallaði umræðuþáttur á BBC um mótmælabylgjuna sem varð um allan heim í kjölfarið undir heitinu „Black Lives Matter“. Þar sló einn viðmælanda því fram að Steve Jobs hafi verið meginorsakavaldur viðbragðanna og þeirrar mótmælaöldu sem reis upp. Aðra þátttakendur setti hljóða og horfðu á framsögumann spurnaraugum, enda féll Steve Jobs frá árið 2011. Viðkomandi brosti í kampinn og sagði: „Steve Jobs setti myndavél í síma.“ Nútímasíminn er orðinn gífurlega öflugt gagnaupplýsinga- og gagnaveitutól auk þess að vera beintengdur við samfélagsmiðla. Hann er víða orðinn óaðskiljanlegur hluti fólks og hefur gefið almenningi færi á að taka myndir, grípa augnablikið og deila því. Nú stendur ekki endilega lengur orð gegn orði, heldur tala myndir sem teknar eru á vettvangi sínu máli. Valdsmenn geta ekki lengur borið því við að viðkomandi hafi verið árásargjarn og átt frumkvæði að átökum. Rök Grana, lögreglumanns í Spaugstofunni á sinni tíð, gegn því að hann hafi barið höfði fórnarlambs í götuna voru: „Ég gerði ekki neitt. Hann setti bara höfuðið í höndina mína og lamdi því svo í götuna“ falla nokkuð flatt gegn myndbandi sem tekið er í rauntíma. Það er einfaldlega ekki hægt að rökstyðja að réttlætanlegt sé að setja hné á háls einhvers í átta mínútur. Þarna var unnt að sýna fram á óboðlega hegðun sem yfirvöld höfðu áður getað leitt hjá sér og varist með því að bera á móti ásökunum um valdbeitingu vegna skorts á sönnunum, og á stundum skapað „annars konar sannleika“. Þess eru ófá dæmi að við ákveðnar aðstæður getur eitthvað, til þess að gera einfalt og jafnvel lítilfjörlegt atriði, orsakað byltingarkennda breytingu og snúið atburðarásinni á óvæntar brautir. Tækninýjungar eins og sími, loftskeyti og svo ljósvakamiðlarnir í framhaldi af þeim hafa gjörbreytt aðgengi að upplýsingum og haft áhrif á skoðanamótun. Sams konar viðhorfs- og hegðunarbreyting verður þegar farsóttir eða plágur leggjast yfir stór svæði. Við slíkar breyttar aðstæður þarf stundum ekki annað en að barn hrópi „en hann er ekki í neinum fötum“ til þess að skilningur samfélagsins gjörbreytist. Þegar slíkt gerist er talað um þáttaskil eða vendipunkta. Orsakavaldar þeir sem sköpuðu vendipunktana geta haft áhrif langt utan þeirra svæða sem þeir komu fram á í upphafi. Því hefur t.d. verið slegið fram að Skaftáreldagosið 1783 hafi hugsanlega verið ein af frumorsökunum fyrir frönsku stjórnarbyltingunni 1789 sem hefur síðan haft gífurleg áhrif á samfélagsgerð nútímans úti um allan heim. Talið er að gosaskan, flúor og brennisteinssambönd sem gosinu fylgdu, hafi haft stórtæk áhrif á veðurfar um allt norðurhvel jarðar. Í kjölfarið varð uppskerubrestur samfara mikilli hungursneyð. Það sem skipti þó máli til viðbótar var að fólk hafði í kjölfar iðnbyltingarinnar flutt í stórum stíl til Parísar áratugina á undan í leit að vinnu og framfærslu. Verkafólkið bjó við bág kjör. Erfitt veðurfar og uppskerubrestur varð til þess að margir sultu. Hungursneyðin sem fylgdi slæmu árferði og bág lífskjör, óháð því hvort frumorsökin var Skaftáreldagosið eða ekki, varð að vendipunkti. Fjöldi fólks sem bjó í þéttbýli var orðinn svo mikill að hann var kominn yfir krítískan massa. Það skapaði aðstæður þar sem fólk gat safnast saman og gert uppreisn sem væntanlega hefði verið illmögulegt einhverjum áratugum fyrr meðan obbi verkafólks var dreifður um sveitir landsins. Með tilkomu snjallsímans varð klárlega vendipunktur varðandi gagnasöfnun, samskipti og skoðanamótun. Auk þess er næsta víst að Covid-19 verður mikill vendipunktur fyrir mannkynið allt í komandi framtíð. Einn af jákvæðu kostunum sem hugsanlega verður af þeirri farsótt er að átak var gert í fjarvinnslu, sem aftur getur haft áhrif á fjölskyldulíf – enda var fjarvinnsla víða eini kosturinn til að halda atvinnulífinu gangandi á tímum einangrunar. Sá vendipunktur grundvallast mikið á tilkomu netsins og snjallsímans og þeirri tækni sem þar er byggt á. Það er fróðlegt að horfa til sögunnar og skoða dæmi um vendipunkta sem hafa mótað þróun mannsins. Maðurinn hefur nýtt sér gæði jarðar frá örófi alda. Hann hefur reynt að móta náttúruna til að brauðfæða sig og afkomendur sína. Athafnasaga hans er engan veginn samfelld sigurganga heldur endurspeglar hún, líkt og önnur þróunarsaga í lífríkinu, sigra og ósigra. Þróun hefur ósjaldan lent í blindgötu en við breyttar aðstæður hafa skapast önnur tækifæri. Nálgun og aðferðir mannsins hafa verið í stöðugri endurskoðun og þeim verið breytt þar til betri ávinningur náðist. Mynd 1 sýnir tengsl tækniþróunar og fólksfjölda í gegnum tíðina. Þar kemur vel fram að í upphafi var viðleitni mannsins vanmáttug en smám saman varð honum meira ágengt við að móta náttúruna eftir sínu höfði. Þessu fylgdi aukin geta til að framfleyta sér og sínum. Eftir því sem léttara varð að vinna verkin varð afraksturinn meiri. Í fyrstu hefur hver tækninýjung sem kom fram haft staðbundin áhrif, enda takmörkuð samskipti yfir lönd og heimsálfur. Það gat tekið áratugi, jafnvel aldir, frá því að tækninýjung kom fram þar til hún var komin í almenn not. Fram undir 19. öld óx fólksfjöldinn fremur hægt og áföll eins og svartidauði hafa vel merkjanleg áhrif á hann. Mynd 1 Áhrif tækniþróunar og miðlun þekkingar á henni á fólksfjölda í heiminum. Það er almennt talið að iðnbyltingin, sem varð síðla á 18. öld, marki upphaf þeirra gríðarlegu breytinga sem síðan hafa átt sér stað. Með henni hófst vélvæðing sem jók afköst umtalsvert. Þá þegar var prenttæknin komin á það stig að upplýsingar bárust auðveldar en áður til almennings og milli samfélaga. Hluti af þessari hröðu þróun var að við landafundina opnuðust fjarlæg samfélög og miklir fólksflutningar urðu milli heimsálfa sem báru með sér þekkingu um breytta atvinnuhætti. Á 20. öld varð nánast stökkbreyting í því að laga umhverfið að þörfum okkar, þar sem saman fór gífurlega hröð fólksfjölgun og tæknibylting sem á sér enga hliðstæðu í sögu mannsins. Grundvöllurinn lá í því að vélar og hugvit leystu menn og dýr undan striti. Hún fór til þess að gera hægt af stað en stigmagnaðist þegar upplýsingar um framfarir og árangur fóru að berast hraðar yfir og um langan veg með fjarskiptum, auknum samgöngum og viðskiptum milli landa eins og sést á mynd 1. Veigamikil afleiðing af þessu varð umbreyting á samfélögunum þar sem fólk fluttist úr dreifbýli í þéttbýli. Færri urðu til að erja landið og það dró úr tengslum þorra fólks við náttúruna. Fram komu efni sem juku uppskeru lands til verulegra muna og drógu úr óværu og sóttkveikjum, en á kostnað líffræðilegs fjölbreytileika. Allt þetta orsakaði að unnt var að brauðfæða fleiri með minni mannafla. Um miðbik aldarinnar fór maðurinn að ráða yfir tækni og þekkingu til að móta og umbreyta náttúrunni með afgerandi hætti og því miður í sumum tilfellum með alvarlegum áhrifum á lífríkið, heilsufar og líklega afkomumöguleika framtíðarinnar. Eðlilega hafa margir haft vaxandi áhyggjur af þessari þróun, og víst er að afleiðingar tveggja heimsstyrjalda urðu mörgum tilefni til umhugsunar um hve nærri jörðinni mætti ganga. Áhrifin sáust einkar vel í hafinu við skipsskaða, og aðrar afleiðingar stríðs, og síðan við aukna skipaumferð. Sjórinn tekur líka við því sem kemur frá landi, hann er sameiginleg auðlind sem alla varðar en enginn hefur stjórn á. Á síðustu árum hafa sjónir manna beinst mikið að loftslagsvánni þar sem lofthjúpurinn er sameiginleg auðlind alls sem andann dregur. Viðfangsefnið er mjög flókið því það snýr að auðlindanýtingu almennt, svo sem iðnferlum, landnotkun, líffræðilegri fjölbreytni og mannfjölda. Allt eru þetta grundvallaratriði varðandi sjálfbæra þróun. Mannfjöldi í heiminum er enn að aukast og samfara því er breyting í búsetumynstri og atvinnuháttum. Sameinuðu þjóðirnar lýstu því yfir árið 2009 að fleiri byggju nú í þéttbýli í heiminum en dreifbýli. Álagið er ekki eingöngu bundið við aukinn mannfjölda, heldur að við aukna velmegun og breytt búsetumynstur hefur auðlindanotkun á einstakling vaxið til muna. Það eru endimörk á öllum vexti, þar með talinn sá fjöldi fólks sem jörðin getur borið og brauðfætt á viðunandi hátt. Ein áleitnasta spurning til komandi kynslóða er hvernig unnt sé að stuðla að sjálfbærum lífsháttum. Það verður annars vegar að draga úr vextinum og sveigja hann af, en samhliða að draga úr ósjálfbærri neyslu hvers einstaklings áður en alvarlegur skaði verður með tilkomu neikvæðs vendipunkts og kerfishruns. Markmiðið á að vera að fletja út vaxtakúrfuna í líka veru og aðgerðir gagnvart Covid-smitinu ganga út frá. Raunar er það svo að þessi þróun er þegar hafin þar sem dregið hefur verulega úr frjósemi um heim allan. Nýjustu spár benda til þess að hámarki verði náð í kringum 2065 þegar mannfjöldinn verður 9,7 milljarðar en hann hafi fallið niður í 8,8 milljarða undir lok aldarinnar. Helstu ástæður fyrir þessari breytingu eru taldar vera aukin menntun og atvinnuþátttaka kvenna; hvorutveggja einna mikilvægustu aðgerðir sem tiltækar eru til að berjast gegn fátækt. Þetta er þróun sem hófst upp úr 1970, en líkur eru á að um þessar mundir sé komið að afdrifaríkum vendipunkti og frjósemi minnki hratt, (https://www.bbc.com/news/health-53409521). Þessari breytingu munu fylgja miklar áskoranir þar sem að á meðan verið er að ná jafnvægi í aldursdreifingunni, verða eldri borgarar hlutfallslega mun fleiri en þeir sem yngri eru og ætlað er að halda hjólum atvinnulífsins gangandi og annast þá eldri. Í annan stað þarf samhliða að draga úr ósjálfbærri auðlindanotkun á einstakling. Í þessu felast áskoranir en einnig fjölmörg tækifæri þar sem í dag er mun auðveldara en áður til að ná til fólks og hafa áhrif á hegðun þess með því að gera því ljósa afleiðingu gerða sinna. Það skiptir miklu til framtíðar að breyta hegðun og draga úr sóun. Hins vegar er afar líklegt að það muni þurfa einn eða fleiri vendipunkta til viðbótar til að mannkynið sem heild horfist í augu við hve hart er gengið fram og hve mikil þörf er á breyta lifnaðarháttum og neyslumynstri.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun