Fótbolti

Buðu nýjan leikmann Dortmund velkominn með Bítlasmelli

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jude Bellingham í leik Birmingham City og Preston North End í ensku B-deildinni í gær. Bellingham hefur leikið 43 leiki fyrir Birmingham á tímabilinu.
Jude Bellingham í leik Birmingham City og Preston North End í ensku B-deildinni í gær. Bellingham hefur leikið 43 leiki fyrir Birmingham á tímabilinu. getty/Ross Kinnaird

Borussia Dortmund hefur fest kaup á enska ungstirninu Jude Bellingham frá Birmingham City.

Hinn sautján ára Bellingham var orðaður við fjölmörg stórlið, þá aðallega Manchester United, en Dortmund vann kapphlaupið um hann.

Dortmund kynnti Bellingham með skemmtilegu myndbandi á Twitter í dag. Þar sjást leikmenn liðsins bjóða Englendinginn velkominn með því að syngja Bítlalagið „Hey Jude“.

Bellingham ku hafa heillast af vinnu Dortmund með unga leikmenn á borð við Jadon Sancho, Erling Håland og Ousmane Dembélé.

Auk Bellinghams hefur Dortmund fengið belgíska landsliðsmanninn Thomas Munier á frjálsri sölu frá Paris Saint-Germain.

Dortmund endaði í 2. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Liðið var þrettán stigum á eftir meisturum Bayern München.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×