Vænir Íslandsstofu og M&C Saatchi um stuld á höfundarréttarvörðu efni Jakob Bjarnar skrifar 20. júlí 2020 15:11 Marcus Lyall segir að verkefni sem M&C Saatchi hefur unnið fyrir Íslandsstofu, hið umdeilda öskurverkefni, sé eftiröpun á verki eftir sig. Listamaðurinn Marcus Lyall, sem búsettur er og starfar á Bretlandseyjum, hefur sent Íslandsstofu bréf þar sem hann fullyrðir að verkefnið „Let it out“ sé eftiröpun á verki eftir sig. Verkefni Íslandsstofu hefur þegar vakið mikla athygli, verið umdeilt en um er að ræða hluti kynningarherferðar stjórnvalda á Íslandi vegna Covid-19. Gríðarlegum fjármunum, vel á annan milljarð króna, er ætlað til þessa en auglýsingastofan M&C Saatchi hreppti verkefnið eftir útboð. Auglýsingastofan Pipar hefur kært þá niðurstöðu. Lyall segist í samtali við Vísi ekki enn hafa fengið nein viðbrögð frá Íslandsstofu vegna bréfs síns sem Vísir hefur það undir höndum. Þar rekur hann að herferðin sé eftirlíking sýningar sem hann setti á fót og heitir „Scream the House Down“, innsetning sem hann gerði í samstarfi við Illuminate Productions og New Art Projects. Sýningin var opnuð í júní en breska pressan hefur fjallað skilmerkilega um hana. Lyall fer ekki í grafgötur með að hann telur þetta augljósan og bíræfinn höfundarréttarstuld. Þungbært að sjá höfundarverkið gleypt Í bréfi Lyalls er tíundað að þó tilgangur þessara tveggja verkefna sé í einhverju frábrugðinn þá fari ekkert á milli mála að grunnhugmyndin sé nákvæmlega sú hin sama. Verkefnið gengur út á að bjóða fólki að öskra eitthvert tæki, snjallsíma eða fartölvu og hljóðinu er svo varpað út fjarri byggð. Verkefnin gangi út á að losa um spennu og vanmáttarkennd. Marcus Lyall hefur sent Íslandsstofu bréf en þar bendir hann á að Let it out sé nánast eins og Scream the House Down. Hann telur einsýnt að um stuld á höfundarrétti sé að ræða. Stuðast er við myndavélar (webcam) til að notendur geti séð útkomuna. Stuðst er við kenninguna um frumöskur í útskýringum. Og notast er við orðin „let it all out“ í auglýsingastiklu, sem er nákvæmlega sama orðanotkun í auglýsingastiklu sem Lyall gerði til að vekja athygli á innsetningu sinni árið 2013, sem þá vísaði til frumgerðar verkefnis hans. Lyall segir að „Scream The House Down“ sé verkefni sem unnið var að í sjálfboðaliðastarfi á viðsjáverðum tímum, undir mikilli pressu. „Það er því ótrúlega sárt að sjá þetta verkefni, sem unnið var af góðum hug, tekið ófrjálsri hendi og gleypt í heilu lagi,“ segir Lyall. Hann segir einnig að stór umboðsskrifstofa hafi sett sig í samband við sig en til stóð að stuðst yrði við verkefnið í herferð sem leggja átti upp til að auglýsa stórt knattspyrnufélag. Það verður ekki úr því eftir að þessari herferð Íslandsstofu hefur verið ýtt úr vör. Af hverju eruð þið að greiða fyrir þýfi? „Ég hef, meðfram því að hafa starfað sem listamaður, unnið sjálfstætt fyrir auglýsingastofur og leikstýrt sjónvarpsauglýsingum í mörg ár. Listamaðurinn Marcus Lyall við störf. Hann hefur leikstýrt sjónvarpsauglýsingum og hefur meira að segja starfað fyrir M&C Saatchi sem slíkur. Hann spyr Íslandsstofu hvort þeim þar á bæ þyki eðlilegt að greiða fyrir þýfi. Meðal annars hef ég starfað fyrir M&C Saatshi,“ segir Lyall. Sem telur þennan meinta höfundarréttarstuld stórskaða möguleika sína til að selja vinnu sína. Í bréfinu rekur hann þetta, segist vilja vekja athygli Íslandsstofu á þessu áður en hann fer lengra með málið. „Þá langar mig að spyrja hvernig á því stendur að þið eruð að greiða M&C Saatchi fyrir vinnu annarra?“ Vísir skaut fyrirspurn á Íslandsstofu vegna málsins. Sigríður Dögg Guðmundsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu segir að bréfið hafi borist á föstudagskvöld og ekki er enn búið að fara yfir það, en margir starfsmenn Íslandsstofu eru nú í sumarfríi. En að sögn Sigríðar Daggar þarf Íslandsstofa að gefa sér tíma til að kynna sér málið betur áður en brugðist verður við. Auglýsinga- og markaðsmál Ferðamennska á Íslandi Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Pipar kærir Ríkiskaup og krefst þess að eigin tillaga verði valin Auglýsingastofan Pipar/TBWA hefur kært Ríkiskaup vegna þeirrar ákvörðunar að velja tilboð bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchi í markaðsátakinu „Ísland – saman í sókn“. 20. maí 2020 09:01 Einn og hálfur milljarður í markaðsátak erlendis Ríkið mun verja einum og hálfum milljarði í markaðsátak erlendis til að kynna Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn. 13. maí 2020 07:37 Öskurherferð Íslandsstofu vekur athygli utan landsteinanna Fjallað hefur verið um íslensku markaðsherferðina Let It Out hátt í tvö hundruð sinnum í erlendum fjölmiðlum. 18. júlí 2020 09:40 Íslandsstofa býður útlendingum að öskra á íslenska náttúru Sjö hátölurum hefur verið komið upp víðsvegar um landið. 15. júlí 2020 10:14 Efast um að Ísland sé góður urðunarstaður öskra Guðmundur Andri Thorsson telur hugmyndina fráleita og auglýsingastofuna þekkja illa viðfangsefni sitt. 16. júlí 2020 10:48 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Listamaðurinn Marcus Lyall, sem búsettur er og starfar á Bretlandseyjum, hefur sent Íslandsstofu bréf þar sem hann fullyrðir að verkefnið „Let it out“ sé eftiröpun á verki eftir sig. Verkefni Íslandsstofu hefur þegar vakið mikla athygli, verið umdeilt en um er að ræða hluti kynningarherferðar stjórnvalda á Íslandi vegna Covid-19. Gríðarlegum fjármunum, vel á annan milljarð króna, er ætlað til þessa en auglýsingastofan M&C Saatchi hreppti verkefnið eftir útboð. Auglýsingastofan Pipar hefur kært þá niðurstöðu. Lyall segist í samtali við Vísi ekki enn hafa fengið nein viðbrögð frá Íslandsstofu vegna bréfs síns sem Vísir hefur það undir höndum. Þar rekur hann að herferðin sé eftirlíking sýningar sem hann setti á fót og heitir „Scream the House Down“, innsetning sem hann gerði í samstarfi við Illuminate Productions og New Art Projects. Sýningin var opnuð í júní en breska pressan hefur fjallað skilmerkilega um hana. Lyall fer ekki í grafgötur með að hann telur þetta augljósan og bíræfinn höfundarréttarstuld. Þungbært að sjá höfundarverkið gleypt Í bréfi Lyalls er tíundað að þó tilgangur þessara tveggja verkefna sé í einhverju frábrugðinn þá fari ekkert á milli mála að grunnhugmyndin sé nákvæmlega sú hin sama. Verkefnið gengur út á að bjóða fólki að öskra eitthvert tæki, snjallsíma eða fartölvu og hljóðinu er svo varpað út fjarri byggð. Verkefnin gangi út á að losa um spennu og vanmáttarkennd. Marcus Lyall hefur sent Íslandsstofu bréf en þar bendir hann á að Let it out sé nánast eins og Scream the House Down. Hann telur einsýnt að um stuld á höfundarrétti sé að ræða. Stuðast er við myndavélar (webcam) til að notendur geti séð útkomuna. Stuðst er við kenninguna um frumöskur í útskýringum. Og notast er við orðin „let it all out“ í auglýsingastiklu, sem er nákvæmlega sama orðanotkun í auglýsingastiklu sem Lyall gerði til að vekja athygli á innsetningu sinni árið 2013, sem þá vísaði til frumgerðar verkefnis hans. Lyall segir að „Scream The House Down“ sé verkefni sem unnið var að í sjálfboðaliðastarfi á viðsjáverðum tímum, undir mikilli pressu. „Það er því ótrúlega sárt að sjá þetta verkefni, sem unnið var af góðum hug, tekið ófrjálsri hendi og gleypt í heilu lagi,“ segir Lyall. Hann segir einnig að stór umboðsskrifstofa hafi sett sig í samband við sig en til stóð að stuðst yrði við verkefnið í herferð sem leggja átti upp til að auglýsa stórt knattspyrnufélag. Það verður ekki úr því eftir að þessari herferð Íslandsstofu hefur verið ýtt úr vör. Af hverju eruð þið að greiða fyrir þýfi? „Ég hef, meðfram því að hafa starfað sem listamaður, unnið sjálfstætt fyrir auglýsingastofur og leikstýrt sjónvarpsauglýsingum í mörg ár. Listamaðurinn Marcus Lyall við störf. Hann hefur leikstýrt sjónvarpsauglýsingum og hefur meira að segja starfað fyrir M&C Saatchi sem slíkur. Hann spyr Íslandsstofu hvort þeim þar á bæ þyki eðlilegt að greiða fyrir þýfi. Meðal annars hef ég starfað fyrir M&C Saatshi,“ segir Lyall. Sem telur þennan meinta höfundarréttarstuld stórskaða möguleika sína til að selja vinnu sína. Í bréfinu rekur hann þetta, segist vilja vekja athygli Íslandsstofu á þessu áður en hann fer lengra með málið. „Þá langar mig að spyrja hvernig á því stendur að þið eruð að greiða M&C Saatchi fyrir vinnu annarra?“ Vísir skaut fyrirspurn á Íslandsstofu vegna málsins. Sigríður Dögg Guðmundsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu segir að bréfið hafi borist á föstudagskvöld og ekki er enn búið að fara yfir það, en margir starfsmenn Íslandsstofu eru nú í sumarfríi. En að sögn Sigríðar Daggar þarf Íslandsstofa að gefa sér tíma til að kynna sér málið betur áður en brugðist verður við.
Auglýsinga- og markaðsmál Ferðamennska á Íslandi Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Pipar kærir Ríkiskaup og krefst þess að eigin tillaga verði valin Auglýsingastofan Pipar/TBWA hefur kært Ríkiskaup vegna þeirrar ákvörðunar að velja tilboð bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchi í markaðsátakinu „Ísland – saman í sókn“. 20. maí 2020 09:01 Einn og hálfur milljarður í markaðsátak erlendis Ríkið mun verja einum og hálfum milljarði í markaðsátak erlendis til að kynna Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn. 13. maí 2020 07:37 Öskurherferð Íslandsstofu vekur athygli utan landsteinanna Fjallað hefur verið um íslensku markaðsherferðina Let It Out hátt í tvö hundruð sinnum í erlendum fjölmiðlum. 18. júlí 2020 09:40 Íslandsstofa býður útlendingum að öskra á íslenska náttúru Sjö hátölurum hefur verið komið upp víðsvegar um landið. 15. júlí 2020 10:14 Efast um að Ísland sé góður urðunarstaður öskra Guðmundur Andri Thorsson telur hugmyndina fráleita og auglýsingastofuna þekkja illa viðfangsefni sitt. 16. júlí 2020 10:48 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Pipar kærir Ríkiskaup og krefst þess að eigin tillaga verði valin Auglýsingastofan Pipar/TBWA hefur kært Ríkiskaup vegna þeirrar ákvörðunar að velja tilboð bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchi í markaðsátakinu „Ísland – saman í sókn“. 20. maí 2020 09:01
Einn og hálfur milljarður í markaðsátak erlendis Ríkið mun verja einum og hálfum milljarði í markaðsátak erlendis til að kynna Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn. 13. maí 2020 07:37
Öskurherferð Íslandsstofu vekur athygli utan landsteinanna Fjallað hefur verið um íslensku markaðsherferðina Let It Out hátt í tvö hundruð sinnum í erlendum fjölmiðlum. 18. júlí 2020 09:40
Íslandsstofa býður útlendingum að öskra á íslenska náttúru Sjö hátölurum hefur verið komið upp víðsvegar um landið. 15. júlí 2020 10:14
Efast um að Ísland sé góður urðunarstaður öskra Guðmundur Andri Thorsson telur hugmyndina fráleita og auglýsingastofuna þekkja illa viðfangsefni sitt. 16. júlí 2020 10:48