Íslenski boltinn

Linda Líf lenti illa og viðbeinsbrotnaði

Sindri Sverrisson skrifar
Linda Líf Boama með verðlaun sín sem íþróttamaður ársins hjá Þrótti R. á síðasta ári.
Linda Líf Boama með verðlaun sín sem íþróttamaður ársins hjá Þrótti R. á síðasta ári. Mynd/Þróttur

Linda Líf Boama, einn af lykilmönnum Þróttar, verður ekki með liðinu í næstu leikjum í Pepsi Max-deild kvenna eftir að hafa viðbeinsbrotnað í jafnteflinu við KR í gærkvöld.

Linda meiddist í seinni hálfleik eftir að hafa lent illa á jörðinni þegar hún hoppaði yfir Ingibjörgu Valgeirsdóttur, markvörð KR-inga, og Þróttarar verða án fleiri lykilmanna í næsta leik sínum.

Klippa: Linda Líf meiddist

Mary Alice Vignola, bakvörður Þróttar, meiddist í nára í upphitun fyrir leikinn við KR og er óljóst hve lengi hún verður frá keppni. Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir hefur glímt við meiðsli í kálfa síðan í leik gegn FH 6. júlí. Hún fór af velli á 55. mínútu í gær en gæti verið klár í slaginn gegn Breiðabliki á föstudagskvöld. Sóley María Steinarsdóttir og Laura Hughes verða hins vegar í banni þá, en þær fengu hvor um sig sína fjórðu áminningu á tímabilinu í leiknum við KR.


Tengdar fréttir

Nik: Pirrandi að fá á sig mark svona seint

Þróttur gerði í kvöld 1-1 jafntefli við KR á útivelli í Pepsi Max deild kvenna. KR skoruðu jöfnunarmarkið í uppbótartíma en markið var ansi óvænt þar sem Þróttur voru búnar að vera betra liðið í seinni hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×