Meta virði öskurverkefnisins á 1,7 milljarða Jakob Bjarnar skrifar 21. júlí 2020 15:41 Íslandsstofa er afar ánægð með það hvernig til hefur tekist með hina annars umdeildu öskurherferð. Íslandsstofa Íslandsstofa hefur sent út sérstaka fréttatilkynningu þar sem lýst er yfir mikilli ánægju með árangurinn sem stofan telur mega merkja af hinni umdeildu öskurmarkaðsherferð. Í tilkynningunni kemur meðal annars fram að þau meti virði átaksins á 1,7 milljarð króna. Eins og Vísir hefur greint frá hefur herferðin verið afar umdeild og þá hefur listmaðurinn Marcus Lyall lýst því yfir að hann telji að hugmyndin sé illa fengin, nánar tiltekið frá sér og verkefni sem hann stóð að og kallast Scream The House Down. Tekin hafa verið upp rúmlega 25.000 öskur. Íslandsstofa hefur vísað erindi Lyalls á bug en bendir nú á að Let it out, sem er hluti af markaðsverkefni Inspired by Iceland, hafi vakið gríðarlega athygli erlendra fjölmiðla sem hafa fjallað um Ísland og verkefnið á mjög jákvæðum nótum. „Á fyrstu fimm dögum aðgerðarinnar hefur hún verið til umfjöllunar í um 350 erlendum miðlum sem ná samanlagt til tæplega 1,5 milljarða neytenda. Margir stærstu og víðlesnustu miðlar heims hafa fjallað um verkefnið í fréttum sínum.“ Og að alls hafi tæplega 300.000 heimsóknir komið á vefsíðuna frá því hún fór í loftið, og tekin hafa verið upp rúmlega 25.000 öskur.Íslandsstofa Íslandsstofa bendir á nokkur dæmi um umfjöllun á netmiðlum, eftirfarandi: ·(US) CBS: Iceland is broadcasting the world’s screams to relieve coronavirus stress ·(US) New York Post: Iceland offering to broadcast your coronavirus stress screams ·(US) NPR: App lets you destress by screaming into Icelandic wilderness ·(India) The Indian Express: Iceland is inviting people to scream out frustrations into ‘beautiful, wide-open spaces’ ·(US) Food & Wine: Screaming into the Icelandic wilderness is the 2020 therapy you didn’t know you needed ·(US) CNN Travel: Feeling frustrated? Then scream your head off in Iceland’s vast wilderness ·(UK) Independent: Iceland invites people to scream out their frustrations in its wild landscapes ·(DE) Süddeutsche Zeitung Online: Iceland invites you to scream ·(DE) Berliner Morgenpost: Island ladt ein,seinen Frust herauszuschreien Wortwortlich ·(DE) RTL: Den Corona-Frust ins Handy brullen und in Islands Weiten schicken ·(US) Fox News: Iceland offering coronavirus stress relief ·(US) Lonely Planet: Why Iceland wants you to send in your screams of frustration Að auki hefur verið fjallað um verkefnið í þáttum á MSNBC sjónvarpsstöðinni, The Today Show í New York, Good Morning Philly, Sky News, og í útvarspfréttum NPR og BBC svo eitthvað sé nefnt. „Virði þessarar umfjöllunar er metið sem 1,7 milljarður,“ segir í tilkynningu. Og að alls hafi tæplega 300.000 heimsóknir komið á vefsíðuna frá því hún fór í loftið, og tekin hafa verið upp rúmlega 25.000 öskur. Farið fram úr björtustu vonum Kynningarmyndband herferðarinnar hefur alls verið spilað rúmlega 2.8 milljón sinnum. Í fréttatilkynningunni er vísað til orða Sigríðar Daggar Guðmundsdóttur, fagstjóra ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu, sem segir að árangurinn hafi farið fram úr björtustu vonum. „Það er ljóst að hún hefur hitt beint í mark hjá markhópum Íslenskrar ferðaþjónustu og hefur vakið verðskuldaða athygli. Fólk kann sannarlega að meta að við sýnum aðstæðum þeirra skilning og bjóðum þeim upp á að losa um streitu, samhliða því sem við gefum þeim tækifæri til að skoða stórkostlega náttúru Íslands og vekja athygli þeirra á þeirri víðáttu sem hér er hægt að upplifa.“ Stöð 2 mun í kvöld fjalla nánar um þetta átak og fara út í Viðey sérstaklega til að skoða tiltækið í návígi. Ferðamennska á Íslandi Auglýsinga- og markaðsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vænir Íslandsstofu og M&C Saatchi um stuld á höfundarréttarvörðu efni Listamaðurinn Marcus Lyall segir öskurverkefni umdeilda nákvæma eftirlíkingu á verki sínu. 20. júlí 2020 15:11 Efast um að Ísland sé góður urðunarstaður öskra Guðmundur Andri Thorsson telur hugmyndina fráleita og auglýsingastofuna þekkja illa viðfangsefni sitt. 16. júlí 2020 10:48 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Íslandsstofa hefur sent út sérstaka fréttatilkynningu þar sem lýst er yfir mikilli ánægju með árangurinn sem stofan telur mega merkja af hinni umdeildu öskurmarkaðsherferð. Í tilkynningunni kemur meðal annars fram að þau meti virði átaksins á 1,7 milljarð króna. Eins og Vísir hefur greint frá hefur herferðin verið afar umdeild og þá hefur listmaðurinn Marcus Lyall lýst því yfir að hann telji að hugmyndin sé illa fengin, nánar tiltekið frá sér og verkefni sem hann stóð að og kallast Scream The House Down. Tekin hafa verið upp rúmlega 25.000 öskur. Íslandsstofa hefur vísað erindi Lyalls á bug en bendir nú á að Let it out, sem er hluti af markaðsverkefni Inspired by Iceland, hafi vakið gríðarlega athygli erlendra fjölmiðla sem hafa fjallað um Ísland og verkefnið á mjög jákvæðum nótum. „Á fyrstu fimm dögum aðgerðarinnar hefur hún verið til umfjöllunar í um 350 erlendum miðlum sem ná samanlagt til tæplega 1,5 milljarða neytenda. Margir stærstu og víðlesnustu miðlar heims hafa fjallað um verkefnið í fréttum sínum.“ Og að alls hafi tæplega 300.000 heimsóknir komið á vefsíðuna frá því hún fór í loftið, og tekin hafa verið upp rúmlega 25.000 öskur.Íslandsstofa Íslandsstofa bendir á nokkur dæmi um umfjöllun á netmiðlum, eftirfarandi: ·(US) CBS: Iceland is broadcasting the world’s screams to relieve coronavirus stress ·(US) New York Post: Iceland offering to broadcast your coronavirus stress screams ·(US) NPR: App lets you destress by screaming into Icelandic wilderness ·(India) The Indian Express: Iceland is inviting people to scream out frustrations into ‘beautiful, wide-open spaces’ ·(US) Food & Wine: Screaming into the Icelandic wilderness is the 2020 therapy you didn’t know you needed ·(US) CNN Travel: Feeling frustrated? Then scream your head off in Iceland’s vast wilderness ·(UK) Independent: Iceland invites people to scream out their frustrations in its wild landscapes ·(DE) Süddeutsche Zeitung Online: Iceland invites you to scream ·(DE) Berliner Morgenpost: Island ladt ein,seinen Frust herauszuschreien Wortwortlich ·(DE) RTL: Den Corona-Frust ins Handy brullen und in Islands Weiten schicken ·(US) Fox News: Iceland offering coronavirus stress relief ·(US) Lonely Planet: Why Iceland wants you to send in your screams of frustration Að auki hefur verið fjallað um verkefnið í þáttum á MSNBC sjónvarpsstöðinni, The Today Show í New York, Good Morning Philly, Sky News, og í útvarspfréttum NPR og BBC svo eitthvað sé nefnt. „Virði þessarar umfjöllunar er metið sem 1,7 milljarður,“ segir í tilkynningu. Og að alls hafi tæplega 300.000 heimsóknir komið á vefsíðuna frá því hún fór í loftið, og tekin hafa verið upp rúmlega 25.000 öskur. Farið fram úr björtustu vonum Kynningarmyndband herferðarinnar hefur alls verið spilað rúmlega 2.8 milljón sinnum. Í fréttatilkynningunni er vísað til orða Sigríðar Daggar Guðmundsdóttur, fagstjóra ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu, sem segir að árangurinn hafi farið fram úr björtustu vonum. „Það er ljóst að hún hefur hitt beint í mark hjá markhópum Íslenskrar ferðaþjónustu og hefur vakið verðskuldaða athygli. Fólk kann sannarlega að meta að við sýnum aðstæðum þeirra skilning og bjóðum þeim upp á að losa um streitu, samhliða því sem við gefum þeim tækifæri til að skoða stórkostlega náttúru Íslands og vekja athygli þeirra á þeirri víðáttu sem hér er hægt að upplifa.“ Stöð 2 mun í kvöld fjalla nánar um þetta átak og fara út í Viðey sérstaklega til að skoða tiltækið í návígi.
Ferðamennska á Íslandi Auglýsinga- og markaðsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vænir Íslandsstofu og M&C Saatchi um stuld á höfundarréttarvörðu efni Listamaðurinn Marcus Lyall segir öskurverkefni umdeilda nákvæma eftirlíkingu á verki sínu. 20. júlí 2020 15:11 Efast um að Ísland sé góður urðunarstaður öskra Guðmundur Andri Thorsson telur hugmyndina fráleita og auglýsingastofuna þekkja illa viðfangsefni sitt. 16. júlí 2020 10:48 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Vænir Íslandsstofu og M&C Saatchi um stuld á höfundarréttarvörðu efni Listamaðurinn Marcus Lyall segir öskurverkefni umdeilda nákvæma eftirlíkingu á verki sínu. 20. júlí 2020 15:11
Efast um að Ísland sé góður urðunarstaður öskra Guðmundur Andri Thorsson telur hugmyndina fráleita og auglýsingastofuna þekkja illa viðfangsefni sitt. 16. júlí 2020 10:48