Gunnhildur Yrsa til Vals? - Vill komast frá Bandaríkjunum fyrir landsliðið Sindri Sverrisson skrifar 21. júlí 2020 16:31 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir leggur mikinn metnað í að spila fyrir íslenska landsliðið og hefur spilað fyrir það 119 leiki. VÍSIR/VILHELM Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, gæti mætt til leiks í Pepsi Max-deildinni í næsta mánuði eftir átta ár í atvinnumennsku. Hún vill komast frá Bandaríkjunum til Evrópu vegna komandi landsleikja og kveðst hafa skoðað nokkra möguleika. Gunnhildur Yrsa er samningsbundinn Utah Royals út næsta ár en tímabilið í Bandaríkjunum í ár hefur verið afar óvenjulegt vegna kórónuveirufaraldursins. Í stað hefðbundins tímabils í úrvalsdeildinni hefur verið spilað hraðmót frá 27. júní. Utah féll þar úr keppni um síðustu helgi, eftir tap í vítakeppni gegn Houston Dash. Gengur ekki að ferðast frá Bandaríkjunum í landsleiki „Ef að ég fer eitthvað þá verður það á lánssamningi því ég er enn á samningi hér. En ég þarf eiginlega að koma til Evrópu ef ég ætla að spila með landsliðinu í september, október, nóvember og desember. Það gengur eiginlega ekki að ég sé þá í Bandaríkjunum, þurfi að koma til Íslands í sóttkví, ferðast í leikina og fara svo í 14 daga sóttkví þegar ég kem aftur til Bandaríkjanna. Ég er enn að sjá bestu möguleikana í þessu,“ segir Gunnhildur Yrsa í samtali við Vísi. Ísland mætir Lettlandi á Laugardalsvelli 17. september, og Svíþjóð fimm dögum síðar, þegar undankeppni EM heldur áfram. Samkvæmt heimildum Vísis hefur Gunnhildur Yrsa rætt við Íslandsmeistara Vals en hún vill sjálf ekkert gefa uppi um hvort hún sé á leið á Hlíðarenda: „Ég hef ekkert ákveðið. Ég hef alveg rætt við félagið [Utah Royals] áður [um möguleikann á að fara að láni] en það vill ekki ræða þessi mál akkúrat núna. Ég ætla bara að taka nokkurra daga frí og sjá svo hvað ég geri,“ segir Gunnhildur Yrsa. View this post on Instagram You can feel the energy. A post shared by Utah Royals FC (@utahroyalsfc) on Jun 10, 2020 at 4:06pm PDT Ósanngjarnt að láta leikmann velja félagslið fram yfir landslið Forráðamenn Utah Royals vilja helst hafa Gunnhildi til taks fari svo að annað mót verði sett af stað, og hún er ánægð hjá félaginu, en óvissa ríkir um frekara mótahald. „En þeir skilja líka hvernig þetta er með landsliðið, og held að þeir séu alveg opnir fyrir því að þótt að það verði eitthvað mót þá sé erfitt fyrir mig að velja það fram yfir landsliðið. Það er ósanngjarnt að ætlast til þess af leikmanni að velja klúbbinn yfir landsliðið, fyrir kannski nokkra leiki,“ segir Gunnhildur Yrsa. Fái hún leyfi til að fara að láni segir hún óvíst hvar hún endi: „Ég hef talað við nokkur félög á Íslandi og í Evrópu. Félagaskiptaglugginn í Evrópu opnar ekki fyrr en í ágúst svo að það er þannig séð ekkert stress. Ég er hvort sem er á leið í frí til Íslands, fer þá í sóttkví og get tekið stöðuna næstu daga.“ Gunnhildur Yrsa, sem á að baki 119 A-landsleiki, hefur leikið sem atvinnumaður frá árinu 2013 eftir að hafa unnið Íslands- og bikarmeistaratitil með Stjörnunni. Hún lék lengst af í Noregi en fór til Utah árið 2018 og hefur einnig verið að láni hjá Adelaide United í Ástralíu. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Sjá meira
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, gæti mætt til leiks í Pepsi Max-deildinni í næsta mánuði eftir átta ár í atvinnumennsku. Hún vill komast frá Bandaríkjunum til Evrópu vegna komandi landsleikja og kveðst hafa skoðað nokkra möguleika. Gunnhildur Yrsa er samningsbundinn Utah Royals út næsta ár en tímabilið í Bandaríkjunum í ár hefur verið afar óvenjulegt vegna kórónuveirufaraldursins. Í stað hefðbundins tímabils í úrvalsdeildinni hefur verið spilað hraðmót frá 27. júní. Utah féll þar úr keppni um síðustu helgi, eftir tap í vítakeppni gegn Houston Dash. Gengur ekki að ferðast frá Bandaríkjunum í landsleiki „Ef að ég fer eitthvað þá verður það á lánssamningi því ég er enn á samningi hér. En ég þarf eiginlega að koma til Evrópu ef ég ætla að spila með landsliðinu í september, október, nóvember og desember. Það gengur eiginlega ekki að ég sé þá í Bandaríkjunum, þurfi að koma til Íslands í sóttkví, ferðast í leikina og fara svo í 14 daga sóttkví þegar ég kem aftur til Bandaríkjanna. Ég er enn að sjá bestu möguleikana í þessu,“ segir Gunnhildur Yrsa í samtali við Vísi. Ísland mætir Lettlandi á Laugardalsvelli 17. september, og Svíþjóð fimm dögum síðar, þegar undankeppni EM heldur áfram. Samkvæmt heimildum Vísis hefur Gunnhildur Yrsa rætt við Íslandsmeistara Vals en hún vill sjálf ekkert gefa uppi um hvort hún sé á leið á Hlíðarenda: „Ég hef ekkert ákveðið. Ég hef alveg rætt við félagið [Utah Royals] áður [um möguleikann á að fara að láni] en það vill ekki ræða þessi mál akkúrat núna. Ég ætla bara að taka nokkurra daga frí og sjá svo hvað ég geri,“ segir Gunnhildur Yrsa. View this post on Instagram You can feel the energy. A post shared by Utah Royals FC (@utahroyalsfc) on Jun 10, 2020 at 4:06pm PDT Ósanngjarnt að láta leikmann velja félagslið fram yfir landslið Forráðamenn Utah Royals vilja helst hafa Gunnhildi til taks fari svo að annað mót verði sett af stað, og hún er ánægð hjá félaginu, en óvissa ríkir um frekara mótahald. „En þeir skilja líka hvernig þetta er með landsliðið, og held að þeir séu alveg opnir fyrir því að þótt að það verði eitthvað mót þá sé erfitt fyrir mig að velja það fram yfir landsliðið. Það er ósanngjarnt að ætlast til þess af leikmanni að velja klúbbinn yfir landsliðið, fyrir kannski nokkra leiki,“ segir Gunnhildur Yrsa. Fái hún leyfi til að fara að láni segir hún óvíst hvar hún endi: „Ég hef talað við nokkur félög á Íslandi og í Evrópu. Félagaskiptaglugginn í Evrópu opnar ekki fyrr en í ágúst svo að það er þannig séð ekkert stress. Ég er hvort sem er á leið í frí til Íslands, fer þá í sóttkví og get tekið stöðuna næstu daga.“ Gunnhildur Yrsa, sem á að baki 119 A-landsleiki, hefur leikið sem atvinnumaður frá árinu 2013 eftir að hafa unnið Íslands- og bikarmeistaratitil með Stjörnunni. Hún lék lengst af í Noregi en fór til Utah árið 2018 og hefur einnig verið að láni hjá Adelaide United í Ástralíu.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Sjá meira