Fótbolti

FC Ís­land gegn tæplega fimm hundruð landsleikja liði í Laugar­dalnum í kvöld

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ásthildur Helgadóttir er í liðinu sem mætir FC Ísland í dag.
Ásthildur Helgadóttir er í liðinu sem mætir FC Ísland í dag. vísir/tþþ/fc ísland

Það er forvitnilegur leikur í Laugardalnum í kvöld er liðið FC Ísland mætir í fyrsta sinn kvennaliði en það er ekkert venjulegt kvennalið.

FC Ísland er skipað mörgum fyrrum atvinnu- og landsliðsmönnum sem og öðrum fyrrum knattspyrnumönnum en þeir hafa hingað til spilað í Vestmannaeyjum, á Akureyri og á Akranesi.

Liðið spilar við goðsagnir í hverjum bæjarhluta fyrir sig, allt í nafni góðgerðamála, en í kvöld verður leikið í Reykjavík. Flautað verður til leiks klukkan 20.00 og nú eru það góðgerðasamtökin Samferða sem á að styrkja.

Þjálfari FC Ísland eru þeir Tómas Ingi Tómasson, fyrrum atvinnumaður og nú sparkspekingur, en honum til aðstoðar er Sverrir Þór Sverrisson, skemmtikraftur. Í liðinu eru m.a. Tryggvi Guðmundsson, Brynjar Björn Gunnarsson og Ingólfur veðurguð Þórarinsson.

Þeir mæta kvennaliði í fyrsta sinn í kvöld en Helena Ólafsdóttir hefur tekið að sér að setja saman og þjálfa hóp kvenna sem ætlar að keppa við strákana.

Þar eru margar kempur sem eiga fjöldann allan af landsleikjum, t.a.m. Ásta Árnadóttir, Vanda Sigurgeirsdóttir og Ásthildur Helgadóttir.

Samanlagður fjöldi landsleikja hjá leikmönnum Reykjavíkur eru tæplega fimm hundruð leikir.

Nánari upplýsingar um leikinn má finna hér.

Leikmannahóparnir:

Leikmannahópur FC Íslands:

Birkir Kristinsson

Bjarnólfur Lárusson

Brynjar Björn Gunnarsson

Valur Fannar Gíslason

Tryggvi Guðmundsson

Ingólfur Þórarinsson

Þórhallur Hinriksson

Eyjólfur Örn Eyjólfsson

Sigurbjörn Hreiðarsson

Baldvin Hallgrímsson

Gunnlaugur Jónsson

Björgólfur Takefusa

Hjörtur Hjartarson

Jón Hafsteinn Jóhannsson

Eysteinn Lárusson

Fyrirliði FC Ísland: Bjarnólfur Lárusson

Þjálfari: Sverrir Þór / Tómas Ingi

Leikmenn Reykjavíkur:

María B Ágústsdóttir

Vanda Sigurgeirsdóttir

Ásthildur Helgadóttir

Edda Garðarsdóttir

Rakel Logadóttir

Ásta Árnadóttir

Kristín Ýr Bjarnadóttir

Laufey Ólafsdóttir

Guðrún Sóley

Guðbjörg Gunnarsdóttir

Þjálfari: Helena Ólafsdóttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×