Tekjur Icelandair féllu um 85 prósent milli ára Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. júlí 2020 09:30 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, í setti Víglínunnar. Vísir/arnar Bráðabirgðarekstrarniðurstöður Icelandair fyrir annan ársfjórðung benda til þess að tekjur félagsins hafi lækkað um 85 prósent frá sama tímabili í fyrra. EBIT Icelandair, rekstrarafkoma þess fyrir fjármagnsliði og skatta, hafi þannig verið neikvæð um 100 til 110 milljónir bandaríkjadala eða um 15 milljarða íslenskra króna. Icelandair sendi bráðabirgðaútreikningana til Kauphallarinnar í morgun. Þar segir að tekjur félagsins hafi numið um 60 milljónum dala á fjórðungnum eða 8,3 milljörðum króna. Handbært fé og jafngildi þess hafi verið um 154 milljónir bandaríkjadala við lok fjórðungsins, í kringum 21 milljarð króna. Í orðsendingu Icelandair til Kauphallarinnar segir að félagið hafi mátt þola töluverðar búsifjar af völdum kórónuveirufaraldursins og meðfylgjandi ferðatakmarkana með minnkandi eftirspurn. Icelandair hafi hins vegar gripið til aðgerða strax við upphaf farsóttarinnar til að takmarka útgjöld félagsins „og fylgist áfram grannt með stöðunni.“ Icelandair hyggst senda frá sér lokauppgjör annars fjórðungs þann 27. júlí næstkomandi. Samningaviðræður þokast áfram Jafnframt er drepið á fyrirhuguðu hlutafjárútboði Icelandair, sem félagið segist stefna að í ágúst. Eins og greint var frá í gær stefnir Icelandair á að klára samninga við fimmtán lánardrottna, stjórnvöld og Boeing flugvélaframleiðandann nú fyrir lok mánaðar áður en farið verður í hlutafjárútboð. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að samningar við lánardrottna og bandaríska flugvélaframleiðandann Boeing þokist áfram. „Markmiðið er að klára þetta fljótlega þannig að útboðið geti farið fram í ágúst mánuði. Við sjáum ekkert sem á að stöðva það. En þetta er flókið og viðamikið verkefni.“ Hann segir Icelandair þurfa að skýra stöðuna betur fyrir fjárfestum þegar kemur að Boeing. Icelandair hefur tekið við sex Max-flugvélum frá framleiðandanum og pantaði 10 til viðbótar. „Og spurningin snýst um hvort við munum taka við þessum vélum öllum eða ekki. Við sömdum um bætur frá Boeing út af tjóni sem við höfum orðið fyrir. Hugsanlega verður samið við Boeing um frekari bætur. Viðræðurnar snúast um þetta.“ Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Bráðabirgðarekstrarniðurstöður Icelandair fyrir annan ársfjórðung benda til þess að tekjur félagsins hafi lækkað um 85 prósent frá sama tímabili í fyrra. EBIT Icelandair, rekstrarafkoma þess fyrir fjármagnsliði og skatta, hafi þannig verið neikvæð um 100 til 110 milljónir bandaríkjadala eða um 15 milljarða íslenskra króna. Icelandair sendi bráðabirgðaútreikningana til Kauphallarinnar í morgun. Þar segir að tekjur félagsins hafi numið um 60 milljónum dala á fjórðungnum eða 8,3 milljörðum króna. Handbært fé og jafngildi þess hafi verið um 154 milljónir bandaríkjadala við lok fjórðungsins, í kringum 21 milljarð króna. Í orðsendingu Icelandair til Kauphallarinnar segir að félagið hafi mátt þola töluverðar búsifjar af völdum kórónuveirufaraldursins og meðfylgjandi ferðatakmarkana með minnkandi eftirspurn. Icelandair hafi hins vegar gripið til aðgerða strax við upphaf farsóttarinnar til að takmarka útgjöld félagsins „og fylgist áfram grannt með stöðunni.“ Icelandair hyggst senda frá sér lokauppgjör annars fjórðungs þann 27. júlí næstkomandi. Samningaviðræður þokast áfram Jafnframt er drepið á fyrirhuguðu hlutafjárútboði Icelandair, sem félagið segist stefna að í ágúst. Eins og greint var frá í gær stefnir Icelandair á að klára samninga við fimmtán lánardrottna, stjórnvöld og Boeing flugvélaframleiðandann nú fyrir lok mánaðar áður en farið verður í hlutafjárútboð. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að samningar við lánardrottna og bandaríska flugvélaframleiðandann Boeing þokist áfram. „Markmiðið er að klára þetta fljótlega þannig að útboðið geti farið fram í ágúst mánuði. Við sjáum ekkert sem á að stöðva það. En þetta er flókið og viðamikið verkefni.“ Hann segir Icelandair þurfa að skýra stöðuna betur fyrir fjárfestum þegar kemur að Boeing. Icelandair hefur tekið við sex Max-flugvélum frá framleiðandanum og pantaði 10 til viðbótar. „Og spurningin snýst um hvort við munum taka við þessum vélum öllum eða ekki. Við sömdum um bætur frá Boeing út af tjóni sem við höfum orðið fyrir. Hugsanlega verður samið við Boeing um frekari bætur. Viðræðurnar snúast um þetta.“
Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira