Tekjur Icelandair féllu um 85 prósent milli ára Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. júlí 2020 09:30 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, í setti Víglínunnar. Vísir/arnar Bráðabirgðarekstrarniðurstöður Icelandair fyrir annan ársfjórðung benda til þess að tekjur félagsins hafi lækkað um 85 prósent frá sama tímabili í fyrra. EBIT Icelandair, rekstrarafkoma þess fyrir fjármagnsliði og skatta, hafi þannig verið neikvæð um 100 til 110 milljónir bandaríkjadala eða um 15 milljarða íslenskra króna. Icelandair sendi bráðabirgðaútreikningana til Kauphallarinnar í morgun. Þar segir að tekjur félagsins hafi numið um 60 milljónum dala á fjórðungnum eða 8,3 milljörðum króna. Handbært fé og jafngildi þess hafi verið um 154 milljónir bandaríkjadala við lok fjórðungsins, í kringum 21 milljarð króna. Í orðsendingu Icelandair til Kauphallarinnar segir að félagið hafi mátt þola töluverðar búsifjar af völdum kórónuveirufaraldursins og meðfylgjandi ferðatakmarkana með minnkandi eftirspurn. Icelandair hafi hins vegar gripið til aðgerða strax við upphaf farsóttarinnar til að takmarka útgjöld félagsins „og fylgist áfram grannt með stöðunni.“ Icelandair hyggst senda frá sér lokauppgjör annars fjórðungs þann 27. júlí næstkomandi. Samningaviðræður þokast áfram Jafnframt er drepið á fyrirhuguðu hlutafjárútboði Icelandair, sem félagið segist stefna að í ágúst. Eins og greint var frá í gær stefnir Icelandair á að klára samninga við fimmtán lánardrottna, stjórnvöld og Boeing flugvélaframleiðandann nú fyrir lok mánaðar áður en farið verður í hlutafjárútboð. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að samningar við lánardrottna og bandaríska flugvélaframleiðandann Boeing þokist áfram. „Markmiðið er að klára þetta fljótlega þannig að útboðið geti farið fram í ágúst mánuði. Við sjáum ekkert sem á að stöðva það. En þetta er flókið og viðamikið verkefni.“ Hann segir Icelandair þurfa að skýra stöðuna betur fyrir fjárfestum þegar kemur að Boeing. Icelandair hefur tekið við sex Max-flugvélum frá framleiðandanum og pantaði 10 til viðbótar. „Og spurningin snýst um hvort við munum taka við þessum vélum öllum eða ekki. Við sömdum um bætur frá Boeing út af tjóni sem við höfum orðið fyrir. Hugsanlega verður samið við Boeing um frekari bætur. Viðræðurnar snúast um þetta.“ Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Bráðabirgðarekstrarniðurstöður Icelandair fyrir annan ársfjórðung benda til þess að tekjur félagsins hafi lækkað um 85 prósent frá sama tímabili í fyrra. EBIT Icelandair, rekstrarafkoma þess fyrir fjármagnsliði og skatta, hafi þannig verið neikvæð um 100 til 110 milljónir bandaríkjadala eða um 15 milljarða íslenskra króna. Icelandair sendi bráðabirgðaútreikningana til Kauphallarinnar í morgun. Þar segir að tekjur félagsins hafi numið um 60 milljónum dala á fjórðungnum eða 8,3 milljörðum króna. Handbært fé og jafngildi þess hafi verið um 154 milljónir bandaríkjadala við lok fjórðungsins, í kringum 21 milljarð króna. Í orðsendingu Icelandair til Kauphallarinnar segir að félagið hafi mátt þola töluverðar búsifjar af völdum kórónuveirufaraldursins og meðfylgjandi ferðatakmarkana með minnkandi eftirspurn. Icelandair hafi hins vegar gripið til aðgerða strax við upphaf farsóttarinnar til að takmarka útgjöld félagsins „og fylgist áfram grannt með stöðunni.“ Icelandair hyggst senda frá sér lokauppgjör annars fjórðungs þann 27. júlí næstkomandi. Samningaviðræður þokast áfram Jafnframt er drepið á fyrirhuguðu hlutafjárútboði Icelandair, sem félagið segist stefna að í ágúst. Eins og greint var frá í gær stefnir Icelandair á að klára samninga við fimmtán lánardrottna, stjórnvöld og Boeing flugvélaframleiðandann nú fyrir lok mánaðar áður en farið verður í hlutafjárútboð. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að samningar við lánardrottna og bandaríska flugvélaframleiðandann Boeing þokist áfram. „Markmiðið er að klára þetta fljótlega þannig að útboðið geti farið fram í ágúst mánuði. Við sjáum ekkert sem á að stöðva það. En þetta er flókið og viðamikið verkefni.“ Hann segir Icelandair þurfa að skýra stöðuna betur fyrir fjárfestum þegar kemur að Boeing. Icelandair hefur tekið við sex Max-flugvélum frá framleiðandanum og pantaði 10 til viðbótar. „Og spurningin snýst um hvort við munum taka við þessum vélum öllum eða ekki. Við sömdum um bætur frá Boeing út af tjóni sem við höfum orðið fyrir. Hugsanlega verður samið við Boeing um frekari bætur. Viðræðurnar snúast um þetta.“
Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira