Segist ekki hafa verið beittur þrýstingi Kristín Ólafsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 22. júlí 2020 13:01 Ragnar Þór Ingólsson, formaður VR. Vísir/Egill Formaður VR segist ekki hafa verið beittur þrýstingi um að draga til baka tilmæli til fulltrúa VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna um að sniðganga fyrirhugað hlutafjárútboð Icelandair. Samtök atvinnulífsins vilja að fjármálaeftirlitið taki málið föstum tökum, jafnvel þótt tilmælin verði dregin til baka. Á föstudaginn beindi stjórn VR þeim tilmælum til stjórnarmanna sem VR skipar í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, að sniðganga eða greiða atkvæði gegn þátttöku í væntanlegu hlutafjárútboði Icelandair. Sú yfirlýsing vakti hörð viðbrögð en í gær sendi Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR bréf til félagsmanna þar sem hann segir að fyrri yfirlýsing um sniðgöngu útboðs verði dregin til baka. „Fyrir því eru margar ástæður. Bæði það að gefa stjórnamrönnum okkar innan lífeyrissjóðsins andrými í að taka sínar ákvarðanir sjálfstæðar og upplýstar að sjálfsögðu. Og sömuleiðis líka hefur gætt óánægju meðal félagsmanna sem starfa hjá Icelandair um þetta inngrip okkar. Og við þurfum að sjálfsögðu líka að taka tillit til þess. Og fleiri ástæður sem ég kannski ætla ekki að telja upp hér.“ Var ekki beinlínis ólöglegt af ykkar hálfu að reyna með þessum hætti að hafa áhrif á það hvernig stjórnamenn í lífeyrissjóðnum tækju ákvörðun um þetta mál? „Alls ekki. Við höfum táningarfrelsi og það er tjáningarfrelsi í landinu.“ Varstu beittur þrýstingi til þess að stíga það skref? „Nei alls ekki. Við vorum byrjuð að ræða þetta mál áður en Samtök atvinnulífsins stigu fram með þeim hætti gagnvart Seðlabankanum.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Vísir/vilhelm Vísar Ragnar þar til þess að Samtök atvinnulífsins sendu Seðlabankanum bréf í gær þar sem þess er krafist að fjármálaeftirlit Seðlabanka grípi til tafarlausra aðgerða vegna afskipta stjórnar VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna. „Það er auðvitað ánægjulegt að formaður VR hafi bakkað í þessu máli en það breytir því ekki að þetta virðist orðinn árlegur viðburður, að formaður eða stjórn VR reyni að hafa áhrif á ákvarðanatöku í Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Og sökum þessa tel ég fullt tilefni til þess að fjármálaeftirlit í Seðlabankanum taki þetta mál engu að síður föstum tökum og til athugunar,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Í hans huga sé trúverðugleiki fjármálaeftirlitsins undir og hann vænti þess að eftirlitið taki málið fyrir. Lífeyrissjóðir Icelandair Tengdar fréttir Leggur til að yfirlýsing um sniðgöngu útboðsins verði dregin til baka Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mun leggja það til við stjórn félagsins að fyrri yfirlýsing um sniðgöngu á hlutafjárútboði Icelandair verði dregin til baka. 21. júlí 2020 18:46 Segir Ragnar Þór gefa sjóðsfélögum langt nef Halldór Benjamín Þorbergsson er afar ósáttur við framgöngu Ragnars Þórs Ingólfssonar. 21. júlí 2020 15:21 SA óskar eftir viðbrögðum Seðlabankans vegna afskipta VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna Samtök atvinnulífsins telja afskipti VR af lífeyrissjóðnum óeðlileg. 21. júlí 2020 14:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Formaður VR segist ekki hafa verið beittur þrýstingi um að draga til baka tilmæli til fulltrúa VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna um að sniðganga fyrirhugað hlutafjárútboð Icelandair. Samtök atvinnulífsins vilja að fjármálaeftirlitið taki málið föstum tökum, jafnvel þótt tilmælin verði dregin til baka. Á föstudaginn beindi stjórn VR þeim tilmælum til stjórnarmanna sem VR skipar í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, að sniðganga eða greiða atkvæði gegn þátttöku í væntanlegu hlutafjárútboði Icelandair. Sú yfirlýsing vakti hörð viðbrögð en í gær sendi Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR bréf til félagsmanna þar sem hann segir að fyrri yfirlýsing um sniðgöngu útboðs verði dregin til baka. „Fyrir því eru margar ástæður. Bæði það að gefa stjórnamrönnum okkar innan lífeyrissjóðsins andrými í að taka sínar ákvarðanir sjálfstæðar og upplýstar að sjálfsögðu. Og sömuleiðis líka hefur gætt óánægju meðal félagsmanna sem starfa hjá Icelandair um þetta inngrip okkar. Og við þurfum að sjálfsögðu líka að taka tillit til þess. Og fleiri ástæður sem ég kannski ætla ekki að telja upp hér.“ Var ekki beinlínis ólöglegt af ykkar hálfu að reyna með þessum hætti að hafa áhrif á það hvernig stjórnamenn í lífeyrissjóðnum tækju ákvörðun um þetta mál? „Alls ekki. Við höfum táningarfrelsi og það er tjáningarfrelsi í landinu.“ Varstu beittur þrýstingi til þess að stíga það skref? „Nei alls ekki. Við vorum byrjuð að ræða þetta mál áður en Samtök atvinnulífsins stigu fram með þeim hætti gagnvart Seðlabankanum.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Vísir/vilhelm Vísar Ragnar þar til þess að Samtök atvinnulífsins sendu Seðlabankanum bréf í gær þar sem þess er krafist að fjármálaeftirlit Seðlabanka grípi til tafarlausra aðgerða vegna afskipta stjórnar VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna. „Það er auðvitað ánægjulegt að formaður VR hafi bakkað í þessu máli en það breytir því ekki að þetta virðist orðinn árlegur viðburður, að formaður eða stjórn VR reyni að hafa áhrif á ákvarðanatöku í Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Og sökum þessa tel ég fullt tilefni til þess að fjármálaeftirlit í Seðlabankanum taki þetta mál engu að síður föstum tökum og til athugunar,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Í hans huga sé trúverðugleiki fjármálaeftirlitsins undir og hann vænti þess að eftirlitið taki málið fyrir.
Lífeyrissjóðir Icelandair Tengdar fréttir Leggur til að yfirlýsing um sniðgöngu útboðsins verði dregin til baka Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mun leggja það til við stjórn félagsins að fyrri yfirlýsing um sniðgöngu á hlutafjárútboði Icelandair verði dregin til baka. 21. júlí 2020 18:46 Segir Ragnar Þór gefa sjóðsfélögum langt nef Halldór Benjamín Þorbergsson er afar ósáttur við framgöngu Ragnars Þórs Ingólfssonar. 21. júlí 2020 15:21 SA óskar eftir viðbrögðum Seðlabankans vegna afskipta VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna Samtök atvinnulífsins telja afskipti VR af lífeyrissjóðnum óeðlileg. 21. júlí 2020 14:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Leggur til að yfirlýsing um sniðgöngu útboðsins verði dregin til baka Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mun leggja það til við stjórn félagsins að fyrri yfirlýsing um sniðgöngu á hlutafjárútboði Icelandair verði dregin til baka. 21. júlí 2020 18:46
Segir Ragnar Þór gefa sjóðsfélögum langt nef Halldór Benjamín Þorbergsson er afar ósáttur við framgöngu Ragnars Þórs Ingólfssonar. 21. júlí 2020 15:21
SA óskar eftir viðbrögðum Seðlabankans vegna afskipta VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna Samtök atvinnulífsins telja afskipti VR af lífeyrissjóðnum óeðlileg. 21. júlí 2020 14:15