Innlent

Fluttur á slysa­deild eftir hoppu­kastala­slys

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hoppukastali. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti.
Hoppukastali. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Getty

Í hádeginu í dag barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um slys í hoppukastala. Sá sem lenti í slysinu var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu yfir skráð atvik frá klukkan 11 til 17 í dag.

Þá var tilkynnt um útafakstur á Mosfellsheiði. Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún fór út af veginum. Bifreiðin var töluvert skemmd og var hún fjarlægð með dráttarbíl, engin slys urðu á fólki.

Þá var einn handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og fyrir að að framvísa fölsuðu ökuskírteini. Tvö þjófnaðarmál voru tilkynnt lögreglu á milli 11 og 17 í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×