Fótbolti

Ís­lendinga­laust CSKA vann | Jón Guðni á bekk er Krasnodar tryggði sér sæti í Meistara­deild Evrópu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Goðsögnin Igor Akinfeev stóð milli stanganna hjá CSKA Moskvu í dag.
Goðsögnin Igor Akinfeev stóð milli stanganna hjá CSKA Moskvu í dag. David S. Bustamante/Getty Images

CSKA Moskva vann Tambov 2-0 í síðustu umferð rússnesku úrvalsdeildarinnar. Hvorki Arnór Sigurðsson né Hörður Björgvin Magnússon voru í liði CSKA í dag.

Íslendingarnir tveir eru í sóttkví sökum gruns að þeir séu með kórónuveiruna. Þeir hafa verið fastamenn í liðinu sem hefur leikið vel undanfarnar vikur en voru því báðir utan hóps í dag.

Það kom ekki að sök þar sem liðið vann öruggan 2-0 sigur þökk sé mörkum Georgi Schennikov og Ivan Oblyakov. 

CSKA endar þar með í 4. sæti með 50 stig og fer í Evrópudeildina á næstu leiktíð. Krasnodar vann sinn leik 4-0 og tryggði sér þar með 3. sæti deildarinnar og þátttökurétt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Jón Guðni Fjóluson sat allan tímann á varamannabekk liðsins.

Jón Guðni hefur mátt þola mikla bekkjarsetu á tímabilinu en hann hefur aðeins tekið þátt í tíu deildarleikjum af 30 talsins.


Tengdar fréttir

Grunur um að Arnór og Hörður hafi smitast

Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon verða ekki með CSKA Moskvu í lokaumferð rússnesku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag vegna gruns um að þeir hafi smitast af kórónuveirunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×