Kim tjáir sig um andleg veikindi Kanye Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. júlí 2020 22:43 Kim og Kanye eru hjón. Pierre Suu/Getty Athafnakonan, fyrirsætan og leikkonan Kim Kardashian West hefur nú tjáð sig um andleg veikindi eiginmanns síns, rapparans og tískumógúlsins Kanye West. Hann hefur nýverið farið mikinn á samfélagsmiðlum og er í framboði til embættis forseta Bandaríkjanna. Kardashian West birti skilaboð til fylgjenda sinna á Instagram þar sem hún ræddi veikindi eiginmanns síns. „Eins og mörg ykkar vita er Kanye með geðhvarfasýki (e. bipolar disorder). Hver sá sem glímir við slíkt eða á ástvin sem gerir það, veit hversu flókið og sárt það getur verið að skilja slíkt. Þá sagði hún Kanye vera „bráðsnjalla en flókna manneskju“ og að „orð hans rímuðu ekki alltaf við það sem hann meinar.“ Kardashian West hefur ekki áður tjáð sig opinberlega um veikindi eiginmannsins og segir það meðal annars vera vegna barna þeirra hjóna og réttar Kanye til friðhelgi einkalífs þegar kæmi að heilsu hans. „En í dag finnst mér ég þurfa að segja eitthvað vegna þeirrar skammar og þess misskilnings sem fylgja geðrænum veikindum. Fólk sem þekkir geðræn veikindi eða áráttuhegðun veit hversu valdalitlar fjölskyldur eru nema viðkomandi sé undir lögaldri.“ Hún sagði þá fólk sem ekki þekkti til geta verið dómhart og skilningslaust og að það áttaði sig ekki á því að sá sem þjáist af geðrænum veikindum verði sjálfur að leita sér hjálpar, sama hvað fjölskylda þeirra og vinir reyni að gera til þess að grípa inn í. Kim segir Kanye vera bráðgáfaða en flókna manneskju.David Crotty/Getty Biður um skilning og samúð Þá sagði hún eiginmann sinn oft verða fyrir mikilli gagnrýni þar sem hann væri opinber persóna og gjörðir hans ættu það til að vekja upp sterkar skoðanir og tilfinningar. Hún biðlaði þá til fólks að sýna skilning og samúð. „Hann er bráðgáfuð en flókin manneskja sem, auk pressunnar sem fylgir því að vera listamaður og svartur maður, upplifði sársaukafullan móðurmissi og þarf að vinna úr þrýstingnum og einangruninni sem magnast upp af geðhvarfasýkinni.“ Eins sagði hún að fólki væri oft tíðrætt um að gera umræðu um geðræn vandamál hærra undir höfði, en að veita þyrfti fólkinu sem þjáist af þeim meiri stuðning, sérstaklega á þeim stundum sem það þarf mest á honum að halda. „Ég bið fjölmiðla og almenning um að veita okkur þá samúð og þann skilning sem við þurfum svo við komumst í gegn um þetta.“ Hollywood Bandaríkin Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Athafnakonan, fyrirsætan og leikkonan Kim Kardashian West hefur nú tjáð sig um andleg veikindi eiginmanns síns, rapparans og tískumógúlsins Kanye West. Hann hefur nýverið farið mikinn á samfélagsmiðlum og er í framboði til embættis forseta Bandaríkjanna. Kardashian West birti skilaboð til fylgjenda sinna á Instagram þar sem hún ræddi veikindi eiginmanns síns. „Eins og mörg ykkar vita er Kanye með geðhvarfasýki (e. bipolar disorder). Hver sá sem glímir við slíkt eða á ástvin sem gerir það, veit hversu flókið og sárt það getur verið að skilja slíkt. Þá sagði hún Kanye vera „bráðsnjalla en flókna manneskju“ og að „orð hans rímuðu ekki alltaf við það sem hann meinar.“ Kardashian West hefur ekki áður tjáð sig opinberlega um veikindi eiginmannsins og segir það meðal annars vera vegna barna þeirra hjóna og réttar Kanye til friðhelgi einkalífs þegar kæmi að heilsu hans. „En í dag finnst mér ég þurfa að segja eitthvað vegna þeirrar skammar og þess misskilnings sem fylgja geðrænum veikindum. Fólk sem þekkir geðræn veikindi eða áráttuhegðun veit hversu valdalitlar fjölskyldur eru nema viðkomandi sé undir lögaldri.“ Hún sagði þá fólk sem ekki þekkti til geta verið dómhart og skilningslaust og að það áttaði sig ekki á því að sá sem þjáist af geðrænum veikindum verði sjálfur að leita sér hjálpar, sama hvað fjölskylda þeirra og vinir reyni að gera til þess að grípa inn í. Kim segir Kanye vera bráðgáfaða en flókna manneskju.David Crotty/Getty Biður um skilning og samúð Þá sagði hún eiginmann sinn oft verða fyrir mikilli gagnrýni þar sem hann væri opinber persóna og gjörðir hans ættu það til að vekja upp sterkar skoðanir og tilfinningar. Hún biðlaði þá til fólks að sýna skilning og samúð. „Hann er bráðgáfuð en flókin manneskja sem, auk pressunnar sem fylgir því að vera listamaður og svartur maður, upplifði sársaukafullan móðurmissi og þarf að vinna úr þrýstingnum og einangruninni sem magnast upp af geðhvarfasýkinni.“ Eins sagði hún að fólki væri oft tíðrætt um að gera umræðu um geðræn vandamál hærra undir höfði, en að veita þyrfti fólkinu sem þjáist af þeim meiri stuðning, sérstaklega á þeim stundum sem það þarf mest á honum að halda. „Ég bið fjölmiðla og almenning um að veita okkur þá samúð og þann skilning sem við þurfum svo við komumst í gegn um þetta.“
Hollywood Bandaríkin Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira