Kim tjáir sig um andleg veikindi Kanye Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. júlí 2020 22:43 Kim og Kanye eru hjón. Pierre Suu/Getty Athafnakonan, fyrirsætan og leikkonan Kim Kardashian West hefur nú tjáð sig um andleg veikindi eiginmanns síns, rapparans og tískumógúlsins Kanye West. Hann hefur nýverið farið mikinn á samfélagsmiðlum og er í framboði til embættis forseta Bandaríkjanna. Kardashian West birti skilaboð til fylgjenda sinna á Instagram þar sem hún ræddi veikindi eiginmanns síns. „Eins og mörg ykkar vita er Kanye með geðhvarfasýki (e. bipolar disorder). Hver sá sem glímir við slíkt eða á ástvin sem gerir það, veit hversu flókið og sárt það getur verið að skilja slíkt. Þá sagði hún Kanye vera „bráðsnjalla en flókna manneskju“ og að „orð hans rímuðu ekki alltaf við það sem hann meinar.“ Kardashian West hefur ekki áður tjáð sig opinberlega um veikindi eiginmannsins og segir það meðal annars vera vegna barna þeirra hjóna og réttar Kanye til friðhelgi einkalífs þegar kæmi að heilsu hans. „En í dag finnst mér ég þurfa að segja eitthvað vegna þeirrar skammar og þess misskilnings sem fylgja geðrænum veikindum. Fólk sem þekkir geðræn veikindi eða áráttuhegðun veit hversu valdalitlar fjölskyldur eru nema viðkomandi sé undir lögaldri.“ Hún sagði þá fólk sem ekki þekkti til geta verið dómhart og skilningslaust og að það áttaði sig ekki á því að sá sem þjáist af geðrænum veikindum verði sjálfur að leita sér hjálpar, sama hvað fjölskylda þeirra og vinir reyni að gera til þess að grípa inn í. Kim segir Kanye vera bráðgáfaða en flókna manneskju.David Crotty/Getty Biður um skilning og samúð Þá sagði hún eiginmann sinn oft verða fyrir mikilli gagnrýni þar sem hann væri opinber persóna og gjörðir hans ættu það til að vekja upp sterkar skoðanir og tilfinningar. Hún biðlaði þá til fólks að sýna skilning og samúð. „Hann er bráðgáfuð en flókin manneskja sem, auk pressunnar sem fylgir því að vera listamaður og svartur maður, upplifði sársaukafullan móðurmissi og þarf að vinna úr þrýstingnum og einangruninni sem magnast upp af geðhvarfasýkinni.“ Eins sagði hún að fólki væri oft tíðrætt um að gera umræðu um geðræn vandamál hærra undir höfði, en að veita þyrfti fólkinu sem þjáist af þeim meiri stuðning, sérstaklega á þeim stundum sem það þarf mest á honum að halda. „Ég bið fjölmiðla og almenning um að veita okkur þá samúð og þann skilning sem við þurfum svo við komumst í gegn um þetta.“ Hollywood Bandaríkin Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Sjá meira
Athafnakonan, fyrirsætan og leikkonan Kim Kardashian West hefur nú tjáð sig um andleg veikindi eiginmanns síns, rapparans og tískumógúlsins Kanye West. Hann hefur nýverið farið mikinn á samfélagsmiðlum og er í framboði til embættis forseta Bandaríkjanna. Kardashian West birti skilaboð til fylgjenda sinna á Instagram þar sem hún ræddi veikindi eiginmanns síns. „Eins og mörg ykkar vita er Kanye með geðhvarfasýki (e. bipolar disorder). Hver sá sem glímir við slíkt eða á ástvin sem gerir það, veit hversu flókið og sárt það getur verið að skilja slíkt. Þá sagði hún Kanye vera „bráðsnjalla en flókna manneskju“ og að „orð hans rímuðu ekki alltaf við það sem hann meinar.“ Kardashian West hefur ekki áður tjáð sig opinberlega um veikindi eiginmannsins og segir það meðal annars vera vegna barna þeirra hjóna og réttar Kanye til friðhelgi einkalífs þegar kæmi að heilsu hans. „En í dag finnst mér ég þurfa að segja eitthvað vegna þeirrar skammar og þess misskilnings sem fylgja geðrænum veikindum. Fólk sem þekkir geðræn veikindi eða áráttuhegðun veit hversu valdalitlar fjölskyldur eru nema viðkomandi sé undir lögaldri.“ Hún sagði þá fólk sem ekki þekkti til geta verið dómhart og skilningslaust og að það áttaði sig ekki á því að sá sem þjáist af geðrænum veikindum verði sjálfur að leita sér hjálpar, sama hvað fjölskylda þeirra og vinir reyni að gera til þess að grípa inn í. Kim segir Kanye vera bráðgáfaða en flókna manneskju.David Crotty/Getty Biður um skilning og samúð Þá sagði hún eiginmann sinn oft verða fyrir mikilli gagnrýni þar sem hann væri opinber persóna og gjörðir hans ættu það til að vekja upp sterkar skoðanir og tilfinningar. Hún biðlaði þá til fólks að sýna skilning og samúð. „Hann er bráðgáfuð en flókin manneskja sem, auk pressunnar sem fylgir því að vera listamaður og svartur maður, upplifði sársaukafullan móðurmissi og þarf að vinna úr þrýstingnum og einangruninni sem magnast upp af geðhvarfasýkinni.“ Eins sagði hún að fólki væri oft tíðrætt um að gera umræðu um geðræn vandamál hærra undir höfði, en að veita þyrfti fólkinu sem þjáist af þeim meiri stuðning, sérstaklega á þeim stundum sem það þarf mest á honum að halda. „Ég bið fjölmiðla og almenning um að veita okkur þá samúð og þann skilning sem við þurfum svo við komumst í gegn um þetta.“
Hollywood Bandaríkin Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Sjá meira