Meira af gulum, rauðum og grænum ljósum borgarstjóra Vigdís Hauksdóttir skrifar 23. júlí 2020 14:00 Á fundi borgarráðs í dag, 23. júlí var nýr ólöglegur vinkill kynntur og samþykktur í ljósastýringarmálum Reykvíkinga. Hann var sá að óskað var eftir að borgarráð heimilaði umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út í samstarfi við Vegagerðina kaup á búnaði til endurnýjunar á umferðarljósum 2020. Þetta er hreint með ólíkindum í ljósi forsögunnar. Staðan er þessi. Þann 11. október 2019 var útboð nr. 14356, rammasamningur um stýribúnað umferðarljósa, auglýst. Þann 5. desember 2019, tók Reykjavíkurborg ákvörðun um að fella niður útboðið og hafna öllum tilboðum. Tvær kærur bárust vegna útboðsins, önnur dags. 27. desember 2019, sem lokið var með úrskurði þann 8. apríl sl., og hin dags. 27. nóvember 2019, sem enn er til meðferðar hjá kærunefnd útboðsmála. Því er borið við að ljósabúnaðurinn sé orðinn gamall og úreltur sem er alveg hreint í hrópandi mótsögn við fyrra álit borgarstjóra og meirihlutans þegar tillaga Sjálfstæðisflokksins um snjallvæðingu umferðarljósa í Reykjavík var felld. En mesta furðu vekur að farið er fram með nýtt útboð sama efnis og ekki hefur verið til lykta leitt hjá kærunefnd útboðsmála. Minnt er á að Reykjavíkurborg sjálf felldi niður útboðið og hafnaði öllum tilboðum. Þrátt fyrir samgöngusáttmála ríkisins við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu um forgang ljósastýringar fer borgin fram með þessum hætti og tekur ekkert tillit til þessarar sameiginlegu ákvörðunar og skilnings að bíða eftir þarfagreiningu á ljósastýringarmálum höfuðborgarsvæðinu. Hér er bókun mín í málinu: „Hér er enn eitt drullumallið í útboðsmálum Reykjavíkur á dagskrá sem er hreint lögbrot. Hvers vegna er ekki beðið eftir þarfagreiningu á ljósastýringarmálum höfuðborgarsvæðisins sem stendur yfir? Þann 11. október 2019 var útboð, rammasamningur um stýribúnað umferðarljósa, auglýst og 5. desember ákvað Reykjavíkurborg að fella niður útboðið og hafna öllum tilboðum. Tvær kærur bárust vegna útboðsins, annari var lokið með úrskurði þann 8. apríl sl., en hin er enn til meðferðar hjá kærunefnd útboðsmála. Í framhaldsnefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar um frumvarp til laga um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu segir: „.Meiri hlutinn tekur undir það sem kemur fram í nefndaráliti meiri hluta umhverfis- og samgöngunefndar (434. og 435. mál) um mikilvægi þess að greiningarvinna vegna útboðs á ljósastýringum gangi hratt og félagið setji slíkar framkvæmdir í forgang því að slík umferðarstýring hefur veruleg áhrif á umferðarflæði með hlutfallslega litlum tilkostnaði. Bætt umferðarstýring með endurbættri umferðarljósastýringu er ein hagkvæmasta framkvæmdin sem ætlunin er að ráðast í og nauðsynlegt að forgangsraðað verði fyrir því verkefni strax og félagið tekur til starfa. Ráðast þarf í markvissar aðgerðir til að nýta nýjar tæknilausnir í takt við markmið frumvarpsins.“ Þessi tillaga er klárt brot á samgöngusáttmálanum og lögum um útboðsmál.“ Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Á fundi borgarráðs í dag, 23. júlí var nýr ólöglegur vinkill kynntur og samþykktur í ljósastýringarmálum Reykvíkinga. Hann var sá að óskað var eftir að borgarráð heimilaði umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út í samstarfi við Vegagerðina kaup á búnaði til endurnýjunar á umferðarljósum 2020. Þetta er hreint með ólíkindum í ljósi forsögunnar. Staðan er þessi. Þann 11. október 2019 var útboð nr. 14356, rammasamningur um stýribúnað umferðarljósa, auglýst. Þann 5. desember 2019, tók Reykjavíkurborg ákvörðun um að fella niður útboðið og hafna öllum tilboðum. Tvær kærur bárust vegna útboðsins, önnur dags. 27. desember 2019, sem lokið var með úrskurði þann 8. apríl sl., og hin dags. 27. nóvember 2019, sem enn er til meðferðar hjá kærunefnd útboðsmála. Því er borið við að ljósabúnaðurinn sé orðinn gamall og úreltur sem er alveg hreint í hrópandi mótsögn við fyrra álit borgarstjóra og meirihlutans þegar tillaga Sjálfstæðisflokksins um snjallvæðingu umferðarljósa í Reykjavík var felld. En mesta furðu vekur að farið er fram með nýtt útboð sama efnis og ekki hefur verið til lykta leitt hjá kærunefnd útboðsmála. Minnt er á að Reykjavíkurborg sjálf felldi niður útboðið og hafnaði öllum tilboðum. Þrátt fyrir samgöngusáttmála ríkisins við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu um forgang ljósastýringar fer borgin fram með þessum hætti og tekur ekkert tillit til þessarar sameiginlegu ákvörðunar og skilnings að bíða eftir þarfagreiningu á ljósastýringarmálum höfuðborgarsvæðinu. Hér er bókun mín í málinu: „Hér er enn eitt drullumallið í útboðsmálum Reykjavíkur á dagskrá sem er hreint lögbrot. Hvers vegna er ekki beðið eftir þarfagreiningu á ljósastýringarmálum höfuðborgarsvæðisins sem stendur yfir? Þann 11. október 2019 var útboð, rammasamningur um stýribúnað umferðarljósa, auglýst og 5. desember ákvað Reykjavíkurborg að fella niður útboðið og hafna öllum tilboðum. Tvær kærur bárust vegna útboðsins, annari var lokið með úrskurði þann 8. apríl sl., en hin er enn til meðferðar hjá kærunefnd útboðsmála. Í framhaldsnefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar um frumvarp til laga um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu segir: „.Meiri hlutinn tekur undir það sem kemur fram í nefndaráliti meiri hluta umhverfis- og samgöngunefndar (434. og 435. mál) um mikilvægi þess að greiningarvinna vegna útboðs á ljósastýringum gangi hratt og félagið setji slíkar framkvæmdir í forgang því að slík umferðarstýring hefur veruleg áhrif á umferðarflæði með hlutfallslega litlum tilkostnaði. Bætt umferðarstýring með endurbættri umferðarljósastýringu er ein hagkvæmasta framkvæmdin sem ætlunin er að ráðast í og nauðsynlegt að forgangsraðað verði fyrir því verkefni strax og félagið tekur til starfa. Ráðast þarf í markvissar aðgerðir til að nýta nýjar tæknilausnir í takt við markmið frumvarpsins.“ Þessi tillaga er klárt brot á samgöngusáttmálanum og lögum um útboðsmál.“ Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar