Sport

Mikið af laxi ofan Urriðafoss í Þjórsá

Karl Lúðvíksson skrifar
Urriðafoss í Þjórsá.
Urriðafoss í Þjórsá.

Urriðafoss er aðalsvæðið í Þjórsá en svæðin ofan Urriðafoss eru líka mjög skemmtileg að veiða og sérstaklega þessa dagana.

Það er mikið af laxi sem fer þarna um svæðið og þegar veiðimenn læra betur á veiðistaðina verður veiðin oft góð. Stöng sem var við veiðar fyrir stuttu setti í um fimmtíu  laxa á einum degi og landaði tuttugu og einum. Það er góðar smálaxagöngur í Þjórsá en inn á milli er ennþá möguleiki á að ná í væna laxa en hlutfall tveggjá ára laxa í ánni er og hefur verið gott.

Svæðið við Þjótanda er líklega það sem undirritaður myndi klárlega mæla með að prófa en þar má finna nokkra virkilega flotta veiðistaði þar sem tvíhendan nýtur sín vel. Þarna eins og í jökulvatni þarf að veiða á sökkenda og þyngdar túpur og það er ekkert verra að þær séu í björtum litum. Þetta er ódýr veiði og á meðan það eru góðar göngur og nóg af laxi á svæðinu er um að gera að skella sér. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×