Opinberaði Sané óvart kaup Chelsea á Havertz? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júlí 2020 17:45 Sané skrifaði opinberlega undir í dag. Svo ákvað hann að missa verst geymda leyndarmál fótboltaheimsins út úr sér í kjölfarið. Handout/Getty Images Leroy Sané opinberaði óvart félagaskipti Kai Havertz frá Bayer Leverkusen til Chelsea. Hinn 24 ára gamli vængmaður Leroy Sané var í dag tilkynntur sem leikmaður Bayern München. Kemur hann til Þýskalandsmeistara Bayern frá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester City þar sem hann hefur leikið listir sínar frá árinu 2016. Bayern greiðir City 40 milljónir punda fyrir landsliðsmanninn þýska sem hefur verið frá vegna meiðsla frá því í ágúst síðastliðnum. Kaupverðið gæti þó hækkað í 55 milljónir punda ef allt gengur að óskum hjá Sané í Þýskalandi. Þó Sané sé að fara frá Englandi til Þýskalands eru ensk félög á eftir ungstirnum í Þýskalandi - of öfugt reyndar. Sané var spurður út í af hverju ensk félög hefðu svona mikinn áhuga á þýskum leikmönnum en Chelsea staðfesti nýverið komu Timo Werner til félagsins frá RB Leipzig. Það virðist sem Sané hafi talað af sér en hann svo gott sem staðfesti kaup Chelsea á Kai Havertz frá Bayer Leverkusen í leiðinni. „Þjóðverjar hafa í gegnum tíðina átt mikið af ungum og efnilegum leikmönnum. Menn eru óhræddir við að gefa ungum leikmönnum tækifæri í Þýskalandi, líkt og í tilfellum Werner og Havertz. Er Chelsea að gera mjög góð kaup þar, “ sagði Sané í viðtali við þýska fjölmiðla í dag. Það virðist því sem Chelsea sé að kaupa enn einn framlínu manninn en þeir Pedro Rodriguez og Willian eru á förum frá félaginu í sumar. Hér að neðan má sjá klippu af viðtalinu hjá Sané. Leroy Sané - It s good for Chelsea that they ve signed two top German talents in Timo Werner and Kai Havertz. It s happening. pic.twitter.com/ryYPnSJKju— LDN (@LDNFootbalI) July 23, 2020 Fótbolti Enski boltinn Þýski boltinn Tengdar fréttir „Væri að ljúga ef ég segði að ég vildi ekki fá hann til Chelsea“ Antonio Rudiger, varnarmaður Chelsea, vill sjá Kai Havertz ganga í raðir enska liðsins en Kai hefur gert það gott hjá Bayer Leverkusen í heimalandinu. 5. júlí 2020 16:30 Lampard vill stokka upp í leikmannahópi Chelsea Það virðist sem Frank Lampard fái leyfi Roman Abramovich til að stokka upp í leikmannahópi Chelsea í sumar. 2. júní 2020 23:00 Chelsea staðfestir komu Werner sem kemur í júlí Chelsea staðfesti í morgun að félagið hafi keypt framherjann Timo Werner en hann kemur til félagsins frá RB Leipzig í Þýskalandi. Lengi var talið að Werner myndi ganga í raðir Liverpool en nú hefur hann samið við Lundúnarliðið. 18. júní 2020 09:09 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Willum í byrjunarliðinu er Birmingham komst upp í efsta sæti Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Sjá meira
Leroy Sané opinberaði óvart félagaskipti Kai Havertz frá Bayer Leverkusen til Chelsea. Hinn 24 ára gamli vængmaður Leroy Sané var í dag tilkynntur sem leikmaður Bayern München. Kemur hann til Þýskalandsmeistara Bayern frá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester City þar sem hann hefur leikið listir sínar frá árinu 2016. Bayern greiðir City 40 milljónir punda fyrir landsliðsmanninn þýska sem hefur verið frá vegna meiðsla frá því í ágúst síðastliðnum. Kaupverðið gæti þó hækkað í 55 milljónir punda ef allt gengur að óskum hjá Sané í Þýskalandi. Þó Sané sé að fara frá Englandi til Þýskalands eru ensk félög á eftir ungstirnum í Þýskalandi - of öfugt reyndar. Sané var spurður út í af hverju ensk félög hefðu svona mikinn áhuga á þýskum leikmönnum en Chelsea staðfesti nýverið komu Timo Werner til félagsins frá RB Leipzig. Það virðist sem Sané hafi talað af sér en hann svo gott sem staðfesti kaup Chelsea á Kai Havertz frá Bayer Leverkusen í leiðinni. „Þjóðverjar hafa í gegnum tíðina átt mikið af ungum og efnilegum leikmönnum. Menn eru óhræddir við að gefa ungum leikmönnum tækifæri í Þýskalandi, líkt og í tilfellum Werner og Havertz. Er Chelsea að gera mjög góð kaup þar, “ sagði Sané í viðtali við þýska fjölmiðla í dag. Það virðist því sem Chelsea sé að kaupa enn einn framlínu manninn en þeir Pedro Rodriguez og Willian eru á förum frá félaginu í sumar. Hér að neðan má sjá klippu af viðtalinu hjá Sané. Leroy Sané - It s good for Chelsea that they ve signed two top German talents in Timo Werner and Kai Havertz. It s happening. pic.twitter.com/ryYPnSJKju— LDN (@LDNFootbalI) July 23, 2020
Fótbolti Enski boltinn Þýski boltinn Tengdar fréttir „Væri að ljúga ef ég segði að ég vildi ekki fá hann til Chelsea“ Antonio Rudiger, varnarmaður Chelsea, vill sjá Kai Havertz ganga í raðir enska liðsins en Kai hefur gert það gott hjá Bayer Leverkusen í heimalandinu. 5. júlí 2020 16:30 Lampard vill stokka upp í leikmannahópi Chelsea Það virðist sem Frank Lampard fái leyfi Roman Abramovich til að stokka upp í leikmannahópi Chelsea í sumar. 2. júní 2020 23:00 Chelsea staðfestir komu Werner sem kemur í júlí Chelsea staðfesti í morgun að félagið hafi keypt framherjann Timo Werner en hann kemur til félagsins frá RB Leipzig í Þýskalandi. Lengi var talið að Werner myndi ganga í raðir Liverpool en nú hefur hann samið við Lundúnarliðið. 18. júní 2020 09:09 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Willum í byrjunarliðinu er Birmingham komst upp í efsta sæti Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Sjá meira
„Væri að ljúga ef ég segði að ég vildi ekki fá hann til Chelsea“ Antonio Rudiger, varnarmaður Chelsea, vill sjá Kai Havertz ganga í raðir enska liðsins en Kai hefur gert það gott hjá Bayer Leverkusen í heimalandinu. 5. júlí 2020 16:30
Lampard vill stokka upp í leikmannahópi Chelsea Það virðist sem Frank Lampard fái leyfi Roman Abramovich til að stokka upp í leikmannahópi Chelsea í sumar. 2. júní 2020 23:00
Chelsea staðfestir komu Werner sem kemur í júlí Chelsea staðfesti í morgun að félagið hafi keypt framherjann Timo Werner en hann kemur til félagsins frá RB Leipzig í Þýskalandi. Lengi var talið að Werner myndi ganga í raðir Liverpool en nú hefur hann samið við Lundúnarliðið. 18. júní 2020 09:09