Erlent

Fríverslunarsamningur við Breta fjarlægur draumur

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar

Bretland og Evrópusambandið þurfa að búa sig undir að enginn samningur náist um útgöngu Breta úr sambandinu.

Þetta sagði David Frost, aðalsamningamaður Bretlands, í dag. Viðræður standa enn yfir um hina ýmsu þætti framtíðarsambands Bretlands og ESB en ganga hægt. 

Michel Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins, var svartsýnn á blaðamannafundi og sagði viljaleysi Breta til þess að gera samkomulag um meðal annars sjávarútvegsmál gera fríverslunarsamning fjarlægan draum.

„Ef við náum ekki samkomulagi verður allt mun flóknara. Til að mynda í viðskiptum. Til viðbótar við nýjar reglur verða tollar og innflutningskvótar. Þetta er raunveruleiki Brexit,“ sagði Barnier.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×