Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar

Í kvöldfréttum okkar förum við í Reykjanesbæ í leit að svörum frá persónum og leikendum í átökum innan Lögreglunnar á Suðurnesjum þar sem ásakanir ganga á vílx. Þar hafa allir leitað í var eða senda frá sér skeyti til umheimsins.

Við skoðum líka raforkumál stóriðjunnar eftir að Ísal kvartaði í miðjum samningaviðræðum við Landsvirkjun til Samkeppniseftirlitsins undan meintri mismunun í raforkuverði og við skellum okkur til Kópaskers í beinni útsendingu þar sem leikhús raunveruleikans hefur holdgerst undanfarna daga.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×