Innlent

Eldur í Mosfellsbæ

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Mynd sem fréttastofu barst af vettvangi.
Mynd sem fréttastofu barst af vettvangi. Katrín Eyja

Eldur kom upp í skýli í rjóðri skammt frá Varmárskóla í Mosfellsbæ í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á Höfuðborgarsvæðinu er búið að slökkva eldinn.

Um er að ræða pall og einhverskonar skýli sem byggt hafði verið í kring um útigrill á svæðinu. Eldurinn hafði náð að breiðast út í nærliggjandi tré en þó ekki mörg að sögn slökkviliðs. Þá steig talsvert magn reyks upp frá eldinum.

Tveir dælubílar voru sendir á vettvang og vinnur slökkviliðið nú að því að ganga frá vettvanginum. Sá hjá slökkviliðinu sem fréttastofa ræddi við taldi að lögreglan myndi fara á vettvang og kanna málið en ekki liggur fyrir hvort eldsupptök verði rannsökuð nánar.

Mikinn reyk lagði frá eldinum, eins og myndir frá vettvangi sýna.Katrín Eyja



Fleiri fréttir

Sjá meira


×