Um slaka erlenda leikmenn: Ef þeir eru ekki afgerandi þá takk og bless Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júlí 2020 07:00 Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir fór mikinn í Pepsi Max Mörkunum í gærkvöld. Mynd/Stöð 2 Sport Það var mikill hiti í Pepsi Max Mörkunum í gær þegar erlendir leikmenn deildarinnar voru ræddir. Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Nú erum við með útlendingaa í FH, alls ekki nógu góða finnst mér,“ sagði Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, annar af sérfræðingum þáttarins í gær, greip orðið. „Þær hafa ekkert sýnt finnst mér, önnur skoraði jú þetta mark á móti Þór/KA. Fyrir mér ertu bara ekki að sækja útlending sem er miðlungs leikmaður í þessari deild. Frekar skaltu þá spila ungum og efnilegum leikmanni sem þú getur gert að félagsmanni og liðsmanni til lengri tíma. Fyrir mér er þetta bara sóun.“ „Þú ert að taka eitt ár af einhverjum leikmanni,“ svaraði Helena. „Þú ert að taka átt ár í þróun af einhverjum leikmanni, fyrir ekki meira en þetta. Ef þú færð einhverja eins og Mary Alice [Vignola] í Þrótti R. eða Chloé Lacasse [sem skoraði 62 mörk fyrir ÍBV frá 2015-2019] þá er það flott. Ég er bara á því að ef þeir útlendingar sem hingað koma eru ekki að standa sig, ef þeir eru ekki afgerandi þá takk og bless,“ sagði Bára Kristbjörg í kjölfarið. Bára telur þó að Þróttur Reykjavík og Selfoss hafi nælt í góða erlenda leikmenn og að í raun sé ekki hægt að dæma ÍBV þar sem þar þurfi ákveðið magn erlendra leikmanna einfaldlega til að ná í lið. Helena telur að oft sé góðmennska eina ástæða fyrir að leikmenn séu ekki látnir pakka í töskur og sendir heim. „Nei við getum ekki sent hana heim, það er svo ljótt af okkur,“ sagði Helena kímin. „Eins og það verði að standa við samning í einhverri góðgerðastarfsemi.“ „Hinir hæfustu komast af, ef þú ert að fá útlending og hún er ekki að standa sig þá bara takk fyrir að koma, farðu heim. Þetta er bara mín skoðun varðandi þróun íslenskra leikmanna, þú þarft að vera afgerandi útlendingur til að taka sætið af íslenskum leikmanni,“ sagði Bára að endingu. Klippa: Slakir útlendingar í Pepsi Max deildinni Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Landsliðsmarkvörðurinn ætlaði að tækla óléttuna eins og meiðsli Guðbjörg Gunnarsdóttir - landsliðsmarkvörður í fótbolta - mætti í settið hjá Pepsi Max Mörkunum og fór yfir óléttuna, stöðu sína í landsliðinu og hvernig það er að koma til baka eftir barnsburð. 23. júlí 2020 23:00 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Það var mikill hiti í Pepsi Max Mörkunum í gær þegar erlendir leikmenn deildarinnar voru ræddir. Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Nú erum við með útlendingaa í FH, alls ekki nógu góða finnst mér,“ sagði Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, annar af sérfræðingum þáttarins í gær, greip orðið. „Þær hafa ekkert sýnt finnst mér, önnur skoraði jú þetta mark á móti Þór/KA. Fyrir mér ertu bara ekki að sækja útlending sem er miðlungs leikmaður í þessari deild. Frekar skaltu þá spila ungum og efnilegum leikmanni sem þú getur gert að félagsmanni og liðsmanni til lengri tíma. Fyrir mér er þetta bara sóun.“ „Þú ert að taka eitt ár af einhverjum leikmanni,“ svaraði Helena. „Þú ert að taka átt ár í þróun af einhverjum leikmanni, fyrir ekki meira en þetta. Ef þú færð einhverja eins og Mary Alice [Vignola] í Þrótti R. eða Chloé Lacasse [sem skoraði 62 mörk fyrir ÍBV frá 2015-2019] þá er það flott. Ég er bara á því að ef þeir útlendingar sem hingað koma eru ekki að standa sig, ef þeir eru ekki afgerandi þá takk og bless,“ sagði Bára Kristbjörg í kjölfarið. Bára telur þó að Þróttur Reykjavík og Selfoss hafi nælt í góða erlenda leikmenn og að í raun sé ekki hægt að dæma ÍBV þar sem þar þurfi ákveðið magn erlendra leikmanna einfaldlega til að ná í lið. Helena telur að oft sé góðmennska eina ástæða fyrir að leikmenn séu ekki látnir pakka í töskur og sendir heim. „Nei við getum ekki sent hana heim, það er svo ljótt af okkur,“ sagði Helena kímin. „Eins og það verði að standa við samning í einhverri góðgerðastarfsemi.“ „Hinir hæfustu komast af, ef þú ert að fá útlending og hún er ekki að standa sig þá bara takk fyrir að koma, farðu heim. Þetta er bara mín skoðun varðandi þróun íslenskra leikmanna, þú þarft að vera afgerandi útlendingur til að taka sætið af íslenskum leikmanni,“ sagði Bára að endingu. Klippa: Slakir útlendingar í Pepsi Max deildinni
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Landsliðsmarkvörðurinn ætlaði að tækla óléttuna eins og meiðsli Guðbjörg Gunnarsdóttir - landsliðsmarkvörður í fótbolta - mætti í settið hjá Pepsi Max Mörkunum og fór yfir óléttuna, stöðu sína í landsliðinu og hvernig það er að koma til baka eftir barnsburð. 23. júlí 2020 23:00 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Landsliðsmarkvörðurinn ætlaði að tækla óléttuna eins og meiðsli Guðbjörg Gunnarsdóttir - landsliðsmarkvörður í fótbolta - mætti í settið hjá Pepsi Max Mörkunum og fór yfir óléttuna, stöðu sína í landsliðinu og hvernig það er að koma til baka eftir barnsburð. 23. júlí 2020 23:00