Um slaka erlenda leikmenn: Ef þeir eru ekki afgerandi þá takk og bless Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júlí 2020 07:00 Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir fór mikinn í Pepsi Max Mörkunum í gærkvöld. Mynd/Stöð 2 Sport Það var mikill hiti í Pepsi Max Mörkunum í gær þegar erlendir leikmenn deildarinnar voru ræddir. Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Nú erum við með útlendingaa í FH, alls ekki nógu góða finnst mér,“ sagði Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, annar af sérfræðingum þáttarins í gær, greip orðið. „Þær hafa ekkert sýnt finnst mér, önnur skoraði jú þetta mark á móti Þór/KA. Fyrir mér ertu bara ekki að sækja útlending sem er miðlungs leikmaður í þessari deild. Frekar skaltu þá spila ungum og efnilegum leikmanni sem þú getur gert að félagsmanni og liðsmanni til lengri tíma. Fyrir mér er þetta bara sóun.“ „Þú ert að taka eitt ár af einhverjum leikmanni,“ svaraði Helena. „Þú ert að taka átt ár í þróun af einhverjum leikmanni, fyrir ekki meira en þetta. Ef þú færð einhverja eins og Mary Alice [Vignola] í Þrótti R. eða Chloé Lacasse [sem skoraði 62 mörk fyrir ÍBV frá 2015-2019] þá er það flott. Ég er bara á því að ef þeir útlendingar sem hingað koma eru ekki að standa sig, ef þeir eru ekki afgerandi þá takk og bless,“ sagði Bára Kristbjörg í kjölfarið. Bára telur þó að Þróttur Reykjavík og Selfoss hafi nælt í góða erlenda leikmenn og að í raun sé ekki hægt að dæma ÍBV þar sem þar þurfi ákveðið magn erlendra leikmanna einfaldlega til að ná í lið. Helena telur að oft sé góðmennska eina ástæða fyrir að leikmenn séu ekki látnir pakka í töskur og sendir heim. „Nei við getum ekki sent hana heim, það er svo ljótt af okkur,“ sagði Helena kímin. „Eins og það verði að standa við samning í einhverri góðgerðastarfsemi.“ „Hinir hæfustu komast af, ef þú ert að fá útlending og hún er ekki að standa sig þá bara takk fyrir að koma, farðu heim. Þetta er bara mín skoðun varðandi þróun íslenskra leikmanna, þú þarft að vera afgerandi útlendingur til að taka sætið af íslenskum leikmanni,“ sagði Bára að endingu. Klippa: Slakir útlendingar í Pepsi Max deildinni Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Landsliðsmarkvörðurinn ætlaði að tækla óléttuna eins og meiðsli Guðbjörg Gunnarsdóttir - landsliðsmarkvörður í fótbolta - mætti í settið hjá Pepsi Max Mörkunum og fór yfir óléttuna, stöðu sína í landsliðinu og hvernig það er að koma til baka eftir barnsburð. 23. júlí 2020 23:00 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira
Það var mikill hiti í Pepsi Max Mörkunum í gær þegar erlendir leikmenn deildarinnar voru ræddir. Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Nú erum við með útlendingaa í FH, alls ekki nógu góða finnst mér,“ sagði Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, annar af sérfræðingum þáttarins í gær, greip orðið. „Þær hafa ekkert sýnt finnst mér, önnur skoraði jú þetta mark á móti Þór/KA. Fyrir mér ertu bara ekki að sækja útlending sem er miðlungs leikmaður í þessari deild. Frekar skaltu þá spila ungum og efnilegum leikmanni sem þú getur gert að félagsmanni og liðsmanni til lengri tíma. Fyrir mér er þetta bara sóun.“ „Þú ert að taka eitt ár af einhverjum leikmanni,“ svaraði Helena. „Þú ert að taka átt ár í þróun af einhverjum leikmanni, fyrir ekki meira en þetta. Ef þú færð einhverja eins og Mary Alice [Vignola] í Þrótti R. eða Chloé Lacasse [sem skoraði 62 mörk fyrir ÍBV frá 2015-2019] þá er það flott. Ég er bara á því að ef þeir útlendingar sem hingað koma eru ekki að standa sig, ef þeir eru ekki afgerandi þá takk og bless,“ sagði Bára Kristbjörg í kjölfarið. Bára telur þó að Þróttur Reykjavík og Selfoss hafi nælt í góða erlenda leikmenn og að í raun sé ekki hægt að dæma ÍBV þar sem þar þurfi ákveðið magn erlendra leikmanna einfaldlega til að ná í lið. Helena telur að oft sé góðmennska eina ástæða fyrir að leikmenn séu ekki látnir pakka í töskur og sendir heim. „Nei við getum ekki sent hana heim, það er svo ljótt af okkur,“ sagði Helena kímin. „Eins og það verði að standa við samning í einhverri góðgerðastarfsemi.“ „Hinir hæfustu komast af, ef þú ert að fá útlending og hún er ekki að standa sig þá bara takk fyrir að koma, farðu heim. Þetta er bara mín skoðun varðandi þróun íslenskra leikmanna, þú þarft að vera afgerandi útlendingur til að taka sætið af íslenskum leikmanni,“ sagði Bára að endingu. Klippa: Slakir útlendingar í Pepsi Max deildinni
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Landsliðsmarkvörðurinn ætlaði að tækla óléttuna eins og meiðsli Guðbjörg Gunnarsdóttir - landsliðsmarkvörður í fótbolta - mætti í settið hjá Pepsi Max Mörkunum og fór yfir óléttuna, stöðu sína í landsliðinu og hvernig það er að koma til baka eftir barnsburð. 23. júlí 2020 23:00 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira
Landsliðsmarkvörðurinn ætlaði að tækla óléttuna eins og meiðsli Guðbjörg Gunnarsdóttir - landsliðsmarkvörður í fótbolta - mætti í settið hjá Pepsi Max Mörkunum og fór yfir óléttuna, stöðu sína í landsliðinu og hvernig það er að koma til baka eftir barnsburð. 23. júlí 2020 23:00
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti