Segir samstarfsmann sinn á þingi hafa kallað sig „helvítis tík“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. júlí 2020 23:29 Alexandria Ocasio-Cortez er einn þingmanna Demókrataflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Getty/Scott Eisen Bandaríski fulltrúadeildarþingmaðurinn Alexandria Ocasio-Cortez segir að samstarfsmaður hennar í deildinni, þingmaðurinn Ted Yoho hafi kallað hana „helvítis tík“ fyrr í þessari viku. Þetta kom fram í þingræðu. Fjölmiðlar höfðu áður fjallað um ummælu Yoho, en Ocasio-Cortez ítrekaði það í þinginu í dag eftir að Yoho sagði um misskilning að ræða. Ocasio-Cortez segir atvikið hafa átt sér stað á tröppum þinghússins í Washington-borg. Hún hafi verið á leið upp tröppurnar og inn í þinghúsið þegar Yoho hafi nálgast hana, veifað fingrinum framan í hana og sagt hana ógeðslega. Hún hafi þá sagt hann dónalegan, gengið burt og hann kallað á eftir henni. „Það voru fréttamenn fyrir framan þinghúsið. Fyrir framan téða fréttamenn kallaði þingmaðurinn Yoho mig, og ég vitna beint í hann: „Helvítis tík.““ Ted Yoho er einn þingmanna Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings.Melina Mara/WP/Getty Yoho baðst í gær afsökunar, en þó ekki á að hafa látið orðin falla. Hann baðst heldur afsökunar á þeim misskilningi sem ríkti um að hann hefði látið orðin falla. „Hafandi verið giftur í 45 ár og eigandi tvær dætur er ég mjög meðvitaður um orðaval mitt. Móðgandi orð sem mér eru gerð upp voru aldrei látin falla í garð samstarfskonu minnar og ef þeim var tekið þannig, þá biðst ég afsökunar á misskilningnum sem þau hafa valdið. Ég get ekki beðist afsökunar á ástríðu minni, á því að elska Guð, fjölskyldu mína og landið mitt,“ sagði Yoho. Þessi orð Yoho urðu tilefni til þess að Ocasio-Cortez vakti aftur máls á atvikinu. Hún sagði ummælin ekki hafa verið særandi, þar sem hún hefði kynnst svipaðri hegðun áður. „Herra Yoho minntist á að hann ætti eiginkonu og tvær dætur. Ég er tveimur árum yngri en yngsta dóttir herra Yoho. Ég er dóttir einhvers líka. Að eiga eiginkonu gerir mann ekki að góðum manni, að koma fram við fólk af virðingu gerir mann að góðum manni,“ sagði Ocasio-Cortez í þingræðu sinni í dag. Bandaríkin Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Bandaríski fulltrúadeildarþingmaðurinn Alexandria Ocasio-Cortez segir að samstarfsmaður hennar í deildinni, þingmaðurinn Ted Yoho hafi kallað hana „helvítis tík“ fyrr í þessari viku. Þetta kom fram í þingræðu. Fjölmiðlar höfðu áður fjallað um ummælu Yoho, en Ocasio-Cortez ítrekaði það í þinginu í dag eftir að Yoho sagði um misskilning að ræða. Ocasio-Cortez segir atvikið hafa átt sér stað á tröppum þinghússins í Washington-borg. Hún hafi verið á leið upp tröppurnar og inn í þinghúsið þegar Yoho hafi nálgast hana, veifað fingrinum framan í hana og sagt hana ógeðslega. Hún hafi þá sagt hann dónalegan, gengið burt og hann kallað á eftir henni. „Það voru fréttamenn fyrir framan þinghúsið. Fyrir framan téða fréttamenn kallaði þingmaðurinn Yoho mig, og ég vitna beint í hann: „Helvítis tík.““ Ted Yoho er einn þingmanna Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings.Melina Mara/WP/Getty Yoho baðst í gær afsökunar, en þó ekki á að hafa látið orðin falla. Hann baðst heldur afsökunar á þeim misskilningi sem ríkti um að hann hefði látið orðin falla. „Hafandi verið giftur í 45 ár og eigandi tvær dætur er ég mjög meðvitaður um orðaval mitt. Móðgandi orð sem mér eru gerð upp voru aldrei látin falla í garð samstarfskonu minnar og ef þeim var tekið þannig, þá biðst ég afsökunar á misskilningnum sem þau hafa valdið. Ég get ekki beðist afsökunar á ástríðu minni, á því að elska Guð, fjölskyldu mína og landið mitt,“ sagði Yoho. Þessi orð Yoho urðu tilefni til þess að Ocasio-Cortez vakti aftur máls á atvikinu. Hún sagði ummælin ekki hafa verið særandi, þar sem hún hefði kynnst svipaðri hegðun áður. „Herra Yoho minntist á að hann ætti eiginkonu og tvær dætur. Ég er tveimur árum yngri en yngsta dóttir herra Yoho. Ég er dóttir einhvers líka. Að eiga eiginkonu gerir mann ekki að góðum manni, að koma fram við fólk af virðingu gerir mann að góðum manni,“ sagði Ocasio-Cortez í þingræðu sinni í dag.
Bandaríkin Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira