Nína leikur aftur í Rómeó og Júlíu en núna í nýju hlutverki Stefán Árni Pálsson skrifar 24. júlí 2020 12:30 Nína Dögg mætir aftur til leiks í Rómeó og Júlíu og nú í nýju hlutverki. Nína Dögg gengur til liðs við Þjóðleikhúsið og leikur tvö stór hlutverk á leikárinu, í Jólaboðinu og Rómeó og Júlíu. Nína Dögg lék Júlíu í sama verki sem Vesturport setti upp og sýndi víða um heim árum saman. Sýningin var sett upp í Young Vic og á West End í London, fór á hátíðir um allan heim. Þessi uppsetning Vesturports er þó sér á báti og langvinsælasta uppsetning á verki Shakespeare hér á landi. Hún var sýnd í yfir tíu ár í ólíkum leikhúsum og fluttist á stóra svið Borgarleikhússins. Júlía lifði því með Nínu og eiginmanni hennar, Gísla Erni árum saman. Að þessu sinni eftirlætur hún hlutverk Júlíu til Ebbu Katrínar en tekur sjálf við hlutverki móður hennar, Lafði Kapúlet. Þorleifur Örn Arnarsson leikstýrir verkinu en hann mun vera einn fremsti leikstjóri Evrópu og einn listrænna stjórnenda hins virta leikhúss Volksbühne. Hann á að baki geysi vinsælar sýningar á Íslandi á borð við Engla alheimsins og Njálu. Nú hefur hann gengið til liðs við nýtt listrænt teymi Þjóðleikhússins þar sem hann mun starfa á næstu árum. Nína hefur verið í hópi fremstu leikara þjóðarinnar og leikið í fjölda verkefna í leikhúsunum tveimur, í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Hún var annar höfunda Fanga, sjónvarpsþáttaraðar sem hún vann með Unni Ösp, þá lék hún eitt aðalhlutverkið í Ófærð, Hafinu og fleiri þáttum. Nína Dögg útskrifaðist úr Leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2001. Margreynd leikkona Í Þjóðleikhúsinu hefur Nína Dögg leikið Jagó í Óþelló, Öldu í Tímaþjófnum, Blanche í Sporvagninum Girnd, Höllu í Fjalla-Eyvindi, í Rambó 7 og Átta konum. Nína er einn af stofnendum leikhússins Vesturports. Þar hefur hún m.a. leikið í Rómeó og Júlíu, Brimi, Woyzek, Hamskiptunum, Kommúnunni og Faust. Hún hefur ferðast víða með Vesturporti og leikið bæði í London og víða á leikferðum leikhópsins. Nína lék í Kryddlegnum hjörtum, Púntilla og Matta, Fjölskyldunni, Dúfunum, Furðulegt háttalag hunds um nótt og Fólk staðir hlutir í Borgarleikhúsinu. Nína hefur leikið í kvikmyndunum Villiljósi, Hafinu, Börnum og Foreldrum, Sveitabrúðkaupi, Kóngavegi og Brimi. Hún lék einnig í sjónvarpsþáttunum Föngum, Ófærð, Stelpunum og Heimsendi. Hún hlaut Grímuverðlaunin fyrir leik sinn í Fólk, staðir og hlutir. Nína hlaut styrk úr Minningasjóði Frú Stefaníu Guðmundsdóttur árið 2005. Nína mun einnig leika í Jólaboðinu, nýju verki sem frumsýnt verður í byrjun nóvember. Þar er á ferð ný útgáfa af verki Thornton Wilder, The Long Cristmas Dinner sem Gísli Örn leikstýrir og vinnur handrit upp úr. Í verkinu er fylgst með fjölskyldu einni í Reykjavík á hundrað ára tímabili. Leikhús Menning Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Nína Dögg gengur til liðs við Þjóðleikhúsið og leikur tvö stór hlutverk á leikárinu, í Jólaboðinu og Rómeó og Júlíu. Nína Dögg lék Júlíu í sama verki sem Vesturport setti upp og sýndi víða um heim árum saman. Sýningin var sett upp í Young Vic og á West End í London, fór á hátíðir um allan heim. Þessi uppsetning Vesturports er þó sér á báti og langvinsælasta uppsetning á verki Shakespeare hér á landi. Hún var sýnd í yfir tíu ár í ólíkum leikhúsum og fluttist á stóra svið Borgarleikhússins. Júlía lifði því með Nínu og eiginmanni hennar, Gísla Erni árum saman. Að þessu sinni eftirlætur hún hlutverk Júlíu til Ebbu Katrínar en tekur sjálf við hlutverki móður hennar, Lafði Kapúlet. Þorleifur Örn Arnarsson leikstýrir verkinu en hann mun vera einn fremsti leikstjóri Evrópu og einn listrænna stjórnenda hins virta leikhúss Volksbühne. Hann á að baki geysi vinsælar sýningar á Íslandi á borð við Engla alheimsins og Njálu. Nú hefur hann gengið til liðs við nýtt listrænt teymi Þjóðleikhússins þar sem hann mun starfa á næstu árum. Nína hefur verið í hópi fremstu leikara þjóðarinnar og leikið í fjölda verkefna í leikhúsunum tveimur, í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Hún var annar höfunda Fanga, sjónvarpsþáttaraðar sem hún vann með Unni Ösp, þá lék hún eitt aðalhlutverkið í Ófærð, Hafinu og fleiri þáttum. Nína Dögg útskrifaðist úr Leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2001. Margreynd leikkona Í Þjóðleikhúsinu hefur Nína Dögg leikið Jagó í Óþelló, Öldu í Tímaþjófnum, Blanche í Sporvagninum Girnd, Höllu í Fjalla-Eyvindi, í Rambó 7 og Átta konum. Nína er einn af stofnendum leikhússins Vesturports. Þar hefur hún m.a. leikið í Rómeó og Júlíu, Brimi, Woyzek, Hamskiptunum, Kommúnunni og Faust. Hún hefur ferðast víða með Vesturporti og leikið bæði í London og víða á leikferðum leikhópsins. Nína lék í Kryddlegnum hjörtum, Púntilla og Matta, Fjölskyldunni, Dúfunum, Furðulegt háttalag hunds um nótt og Fólk staðir hlutir í Borgarleikhúsinu. Nína hefur leikið í kvikmyndunum Villiljósi, Hafinu, Börnum og Foreldrum, Sveitabrúðkaupi, Kóngavegi og Brimi. Hún lék einnig í sjónvarpsþáttunum Föngum, Ófærð, Stelpunum og Heimsendi. Hún hlaut Grímuverðlaunin fyrir leik sinn í Fólk, staðir og hlutir. Nína hlaut styrk úr Minningasjóði Frú Stefaníu Guðmundsdóttur árið 2005. Nína mun einnig leika í Jólaboðinu, nýju verki sem frumsýnt verður í byrjun nóvember. Þar er á ferð ný útgáfa af verki Thornton Wilder, The Long Cristmas Dinner sem Gísli Örn leikstýrir og vinnur handrit upp úr. Í verkinu er fylgst með fjölskyldu einni í Reykjavík á hundrað ára tímabili.
Leikhús Menning Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira