Kostar ráðherra minnst 52 milljónir að losna við Ólaf Helga Jakob Bjarnar skrifar 24. júlí 2020 11:00 Eins og fram hefur komið hefur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra farið þess á leit við Ólaf Helga Kjartansson lögreglustjóra að hann láti af störfum. Sé litið til fordæma liggur fyrir að það mun kosta ríkissjóð sitt. vísir/vilhelm Laun lögreglustjórans á Suðurnesjum nema 1.450.000 kr. á mánuði og þar af skal greiðsla fyrir yfirvinnu og álag sem starfinu fylgir nema 290.000 kr. á mánuði. Þetta þýðir að ef gengið verður frá starfslokum Ólafs Helga Kjartanssonar lögreglustjóra frá og með að telja í haust fær hann greiðslu sem nemur 52.200.000 krónur. Eins og fram hefur komið hefur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra lagt það til við Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, að hann víki úr starfi lögreglustjóra. Embættið vart starfhæft Innan embættisins hefur ástandinu verið lýst þannig að ekki verði við unað. Horft er til ráðherra með að höggva á hnútinn. Fjölmargir starfsmenn eru nú í veikindaleyfi, þeirra á meðal trúnaðarmaður starfsmanna, mannauðsstjóri og Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur embættisins því hefur verið haldið fram að hún leiði hóp fjórmenninga, sem í gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum, er kallaður „matarklúbburinn“, sem vinnur að því leynt og ljóst að koma lögreglustjóra frá. Auk Öldu Hrannar er um að ræða þau Helga Þ. Kristjánsson mannauðsstjóra, Bjarney Annelsdóttur yfirlögregluþjón og Pétur Ó. Jónsson fjármálastjóri. Þau hafa vísað þeim ásökunum alfarið á bug en ekki viljað tjá sig um málið umfram það. Um miðjan maí fór trúnaðarmaður embættisins með tvær kvartanir um meinta ósæmilega framkomu lögreglustjóra og lagði fram í dómsmálaráðuneytinu. Eftir það verður loft allt lævi blandið innan embættisins og ásakanir ganga á milli fylkinga. Ólafur Helgi á þrjú ár eftir í embætti Ólafur Helgi hefur sagt í samtali við fréttastofu að hann telji mikilvægt að friður ríki um starfsemi embættsins. Ólafur Helgi verður 67 ára í haust. Í fyrra var skipunartími hans sem lögreglustjóri á Suðurnesjum framlengdur. Skipunartími er til fimm ára en hins vegar verður Ólafur Helgi reglum samkvæmt að láta af störfum þegar hann verður sjötugur. Hér er því um að tefla þrjú ár og ef Áslaug Arna vill losna við hann þýðir það að öllum líkindum starfslokasamning sem kveður á um full laun til sjötugs nettó, aukreitis við það sem hann á rétt á. Við það bætast svo launatengd gjöld. Með einföldum útreikningi, sem eru mánaðarlaunin sinnum 12 mánuðir sinnum 3 ár nemur sú upphæð 52.200.000 krónur. Dómsmálaráðuneytið áætlar að kostnaðarmat starfslokasamnings Haraldar Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóra, hljóði upp á rúmar 47 milljónir króna án launatengdra gjalda. Með launatengdum gjöldum er kostnaðurinn 56,7 milljónir króna. Eins og áður sagði eru forsendurnar sem hér er lagt upp með þær að Ólafur Helgi haldi fullum launum út skipunartíma sinn. Ekki er þó loku fyrir það skotið að ef um verður að ræða að hann lætur af störfum verði komist að samkomulagi eins og gert var í tilfelli Haraldar. Full laun Haraldar út skipunartímann hefðu átt að vera um 105 milljónir króna með launatengdum gjöldum. Lögreglan Reykjanesbær Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra bað Ólaf um að láta af störfum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi það við Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, um að hann léti af störfum en hann hefur ekki orðið við því. 23. júlí 2020 18:09 Lögreglumenn á Suðurnesjum segja ásakanir alrangar Fjórmenningarnir innan lögreglunnar á Suðurnesjum, sem sagðir hafa viljað grafa undan lögreglustjóra, vísa á bug þeim ásökunum sem fram hafa verið settar. 23. júlí 2020 10:47 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Sjá meira
Laun lögreglustjórans á Suðurnesjum nema 1.450.000 kr. á mánuði og þar af skal greiðsla fyrir yfirvinnu og álag sem starfinu fylgir nema 290.000 kr. á mánuði. Þetta þýðir að ef gengið verður frá starfslokum Ólafs Helga Kjartanssonar lögreglustjóra frá og með að telja í haust fær hann greiðslu sem nemur 52.200.000 krónur. Eins og fram hefur komið hefur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra lagt það til við Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, að hann víki úr starfi lögreglustjóra. Embættið vart starfhæft Innan embættisins hefur ástandinu verið lýst þannig að ekki verði við unað. Horft er til ráðherra með að höggva á hnútinn. Fjölmargir starfsmenn eru nú í veikindaleyfi, þeirra á meðal trúnaðarmaður starfsmanna, mannauðsstjóri og Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur embættisins því hefur verið haldið fram að hún leiði hóp fjórmenninga, sem í gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum, er kallaður „matarklúbburinn“, sem vinnur að því leynt og ljóst að koma lögreglustjóra frá. Auk Öldu Hrannar er um að ræða þau Helga Þ. Kristjánsson mannauðsstjóra, Bjarney Annelsdóttur yfirlögregluþjón og Pétur Ó. Jónsson fjármálastjóri. Þau hafa vísað þeim ásökunum alfarið á bug en ekki viljað tjá sig um málið umfram það. Um miðjan maí fór trúnaðarmaður embættisins með tvær kvartanir um meinta ósæmilega framkomu lögreglustjóra og lagði fram í dómsmálaráðuneytinu. Eftir það verður loft allt lævi blandið innan embættisins og ásakanir ganga á milli fylkinga. Ólafur Helgi á þrjú ár eftir í embætti Ólafur Helgi hefur sagt í samtali við fréttastofu að hann telji mikilvægt að friður ríki um starfsemi embættsins. Ólafur Helgi verður 67 ára í haust. Í fyrra var skipunartími hans sem lögreglustjóri á Suðurnesjum framlengdur. Skipunartími er til fimm ára en hins vegar verður Ólafur Helgi reglum samkvæmt að láta af störfum þegar hann verður sjötugur. Hér er því um að tefla þrjú ár og ef Áslaug Arna vill losna við hann þýðir það að öllum líkindum starfslokasamning sem kveður á um full laun til sjötugs nettó, aukreitis við það sem hann á rétt á. Við það bætast svo launatengd gjöld. Með einföldum útreikningi, sem eru mánaðarlaunin sinnum 12 mánuðir sinnum 3 ár nemur sú upphæð 52.200.000 krónur. Dómsmálaráðuneytið áætlar að kostnaðarmat starfslokasamnings Haraldar Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóra, hljóði upp á rúmar 47 milljónir króna án launatengdra gjalda. Með launatengdum gjöldum er kostnaðurinn 56,7 milljónir króna. Eins og áður sagði eru forsendurnar sem hér er lagt upp með þær að Ólafur Helgi haldi fullum launum út skipunartíma sinn. Ekki er þó loku fyrir það skotið að ef um verður að ræða að hann lætur af störfum verði komist að samkomulagi eins og gert var í tilfelli Haraldar. Full laun Haraldar út skipunartímann hefðu átt að vera um 105 milljónir króna með launatengdum gjöldum.
Lögreglan Reykjanesbær Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra bað Ólaf um að láta af störfum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi það við Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, um að hann léti af störfum en hann hefur ekki orðið við því. 23. júlí 2020 18:09 Lögreglumenn á Suðurnesjum segja ásakanir alrangar Fjórmenningarnir innan lögreglunnar á Suðurnesjum, sem sagðir hafa viljað grafa undan lögreglustjóra, vísa á bug þeim ásökunum sem fram hafa verið settar. 23. júlí 2020 10:47 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Sjá meira
Dómsmálaráðherra bað Ólaf um að láta af störfum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi það við Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, um að hann léti af störfum en hann hefur ekki orðið við því. 23. júlí 2020 18:09
Lögreglumenn á Suðurnesjum segja ásakanir alrangar Fjórmenningarnir innan lögreglunnar á Suðurnesjum, sem sagðir hafa viljað grafa undan lögreglustjóra, vísa á bug þeim ásökunum sem fram hafa verið settar. 23. júlí 2020 10:47