Íslenski boltinn

Eggert Gunnþór í FH

Anton Ingi Leifsson skrifar
Eggert Gunnþór Jónsson er danskur bikarmeistari.
Eggert Gunnþór Jónsson er danskur bikarmeistari. VÍSIR/GETTY

Eggert Gunnþór Jónsson er genginn í raðir FH. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið í morgun.

Eggert Gunnþór kemur til félagsins frá danska úrvalsdeildarfélaginu SønderjyskE þar sem hann hefur leikið frá árinu 2017. Hann kveður félagið sem ríkjandi bikarmeistari.

Austfirðingurinn hefur verið í atvinnumennsku frá árinu 2006 en hann hefur leikið með Hearts, Wolves, Charlton, Belenenses, Vestjælland og Fleetwood.

Hann á að baki 21 A-landsleik fyrir Ísland en einnig á hann fjöldan allan af yngri landsleikjum.

FH er í 7. sæti deildarinnar með ellefu stig en Eggert Gunnþór verður fyrst löglegur með FH í byrjun ágúst.

Hann getur leikið sinn fyrsta leik 5. ágúst er liðið mætir Val.

Rætt verður við Eggert í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×