Tónlistarmaðurinn Daði Freyr hefur gefið út órafmagnaða útgáfu af Eurovision-laginu Think about Things og kom sú útgáfa út í hádeginu í dag á YouTube-rás hans.
Lagið átti að verða framlag Íslands í Eurovision í Rotterdam árið 2020 en aflýsa þurfti keppninni vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.
Daði fær aðstoð strengjasveitar í laginu en á hljóðfærin leika þær Sigrún Harðardóttir, Agnes Eyja Gunnarsdóttir, Þórhildur Magnúsdóttir og Unnur Jónsdóttir.
Það var Hafsteinn Þráinsson sem sá um útsetninguna.