Kæru geislahræddra vegna 5G-væðingar vísað frá Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2020 16:31 5G er ný kynslóð farnets sem býður upp á hraðari gagnaflutninga en eldri 4G-tækni. Hún notast við hærri bylgjutíðni og dregur merki frá 5G-sendum því skemur en þau eldri. Ekkert bendir til þess að geislar frá 5G-sendum hafi skaðleg áhrif á heilsu fólks. Vísir/Getty Úrskurðarnefnd fjarskiptamála vísaði frá kæru félags og einstaklinga sem óttast heilsuáhrif rafbylgna á úthlutun fjarskiptatíðna fyrir 5G-senda. Kærendurnir voru ekki taldir hafa lögvarinna hagsmuna að gæta í málinu. Kæran varðaði úthlutun Póst- og fjarskiptastofnunar á tíðniheimildum til þriggja fjarskiptafyrirtækja fyrir svonefnt 5G-fjarnet, nýja kynslóð þráðlausrar samskiptatækni. Að henni stóðu fjórir ónafngreindir einstaklingar auk Geislabjargar, félags fólks um frelsi frá rafmengun. Kröfðust þau að úthlutunin yrði felld úr gildi eða henni frestað á meðan umhverfisáhrif væru könnuð. Í úrskurði sínum benti úrskurðarnefndin á að sá sem krefst endurskoðunar stjórnvaldsákvörðunar þurfi að sýna fram á að hann hafi lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins. Það taldi nefndin að kærendurnir hefðu ekki og vísaði kærunni því frá. Ríkissjóður þarf að greiða 815.000 krónur í málskostnað. Nokkuð hefur borið á hópum sem hafa áhyggjur af mögulegum heilsufarsáhrifum rafbylgna frá 5G-sendum þrátt fyrir að sérfræðingar og alþjóðastofnanir undirstriki að ekkert bendi til þess að þær hafi skaðleg áhrif. Þannig telja þeir sem stóðu að kærunni að þeir hafi sjálfir fundið fyrir áhrifum af rafsegulgeislun. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, Geislavarnir ríkisins, Póst- og fjarskiptastofnun og Evrópusambandið eru á meðal þeirra stofnana sem staðfesta að fólki stafi ekki hætta af bylgjum frá 5G-sendum. Sums staðar hefur ótti við 5G-tæknina blandast samsæriskenningum um Covid-19, sjúkdóminn sem nýtt afbrigði kórónuveirunnar veldur. Þannig hafa skemmdarverk verið unnin á 5G-fjarskiptamöstrum í sumum löndum. Vísir er í eigu Sýnar hf. sem er eitt af þremur fjarskiptafyrirtækjum sem Póst- og fjarskiptastofnun úthlutaði tíðniheimildum fyrir 5G-senda og kæran sem fréttin fjallar um varðaði. Fjarskipti Tækni Tengdar fréttir Ekki verið sýnt fram á skaðsemi 5G á heilsuna Ekki hefur verið sýnt fram á að 5G hafi skaðleg áhrif á heilsuna svo lengi sem styrkur rafsegultíðninnar er undir viðmiðunarmörkum sem gilda segir Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins. 22. júní 2020 23:25 Vilja stöðva 5G-væðingu landsins Hópur Íslendinga hefur kært fyrirhugaða uppbyggingu 5G-kerfis hér á landi. 21. júní 2020 18:45 Skemmdarverk áfram unnin vegna samsæriskenninga um 5G og Covid-19 Skemmdarvargar sem aðhyllast undarlegar og innihaldslausar samsæriskenningar um 5G samskiptatækni hafa kveikt í eða reynt að kveikja í tugum símamastra í Evrópu á undanförnum vikum. 16. apríl 2020 11:35 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Úrskurðarnefnd fjarskiptamála vísaði frá kæru félags og einstaklinga sem óttast heilsuáhrif rafbylgna á úthlutun fjarskiptatíðna fyrir 5G-senda. Kærendurnir voru ekki taldir hafa lögvarinna hagsmuna að gæta í málinu. Kæran varðaði úthlutun Póst- og fjarskiptastofnunar á tíðniheimildum til þriggja fjarskiptafyrirtækja fyrir svonefnt 5G-fjarnet, nýja kynslóð þráðlausrar samskiptatækni. Að henni stóðu fjórir ónafngreindir einstaklingar auk Geislabjargar, félags fólks um frelsi frá rafmengun. Kröfðust þau að úthlutunin yrði felld úr gildi eða henni frestað á meðan umhverfisáhrif væru könnuð. Í úrskurði sínum benti úrskurðarnefndin á að sá sem krefst endurskoðunar stjórnvaldsákvörðunar þurfi að sýna fram á að hann hafi lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins. Það taldi nefndin að kærendurnir hefðu ekki og vísaði kærunni því frá. Ríkissjóður þarf að greiða 815.000 krónur í málskostnað. Nokkuð hefur borið á hópum sem hafa áhyggjur af mögulegum heilsufarsáhrifum rafbylgna frá 5G-sendum þrátt fyrir að sérfræðingar og alþjóðastofnanir undirstriki að ekkert bendi til þess að þær hafi skaðleg áhrif. Þannig telja þeir sem stóðu að kærunni að þeir hafi sjálfir fundið fyrir áhrifum af rafsegulgeislun. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, Geislavarnir ríkisins, Póst- og fjarskiptastofnun og Evrópusambandið eru á meðal þeirra stofnana sem staðfesta að fólki stafi ekki hætta af bylgjum frá 5G-sendum. Sums staðar hefur ótti við 5G-tæknina blandast samsæriskenningum um Covid-19, sjúkdóminn sem nýtt afbrigði kórónuveirunnar veldur. Þannig hafa skemmdarverk verið unnin á 5G-fjarskiptamöstrum í sumum löndum. Vísir er í eigu Sýnar hf. sem er eitt af þremur fjarskiptafyrirtækjum sem Póst- og fjarskiptastofnun úthlutaði tíðniheimildum fyrir 5G-senda og kæran sem fréttin fjallar um varðaði.
Fjarskipti Tækni Tengdar fréttir Ekki verið sýnt fram á skaðsemi 5G á heilsuna Ekki hefur verið sýnt fram á að 5G hafi skaðleg áhrif á heilsuna svo lengi sem styrkur rafsegultíðninnar er undir viðmiðunarmörkum sem gilda segir Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins. 22. júní 2020 23:25 Vilja stöðva 5G-væðingu landsins Hópur Íslendinga hefur kært fyrirhugaða uppbyggingu 5G-kerfis hér á landi. 21. júní 2020 18:45 Skemmdarverk áfram unnin vegna samsæriskenninga um 5G og Covid-19 Skemmdarvargar sem aðhyllast undarlegar og innihaldslausar samsæriskenningar um 5G samskiptatækni hafa kveikt í eða reynt að kveikja í tugum símamastra í Evrópu á undanförnum vikum. 16. apríl 2020 11:35 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Ekki verið sýnt fram á skaðsemi 5G á heilsuna Ekki hefur verið sýnt fram á að 5G hafi skaðleg áhrif á heilsuna svo lengi sem styrkur rafsegultíðninnar er undir viðmiðunarmörkum sem gilda segir Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins. 22. júní 2020 23:25
Vilja stöðva 5G-væðingu landsins Hópur Íslendinga hefur kært fyrirhugaða uppbyggingu 5G-kerfis hér á landi. 21. júní 2020 18:45
Skemmdarverk áfram unnin vegna samsæriskenninga um 5G og Covid-19 Skemmdarvargar sem aðhyllast undarlegar og innihaldslausar samsæriskenningar um 5G samskiptatækni hafa kveikt í eða reynt að kveikja í tugum símamastra í Evrópu á undanförnum vikum. 16. apríl 2020 11:35