Sá eða þeir sem beri ábyrgð á stöðunni innan lögreglunnar á Suðurnesjum ætti að víkja Birgir Olgeirsson skrifar 24. júlí 2020 18:30 Formaður allsherjarnefndar segir óþolandi fyrir þjóðina að horfa upp á síendurteknar deilur og illvíg átök hjá æðstu embættismönnum lögreglunnar. Sá eða þeir sem beri ábyrgð á stöðunni á Suðurnesjum ættu að víkja. Dómsmálaráðherra segir starfsmannamál innan lögreglunnar á Suðurnesjum til meðferðar hjá ráðuneytinu. Unnið sé að lausn þannig að nauðsynlegri starfsemi embættisins verði áfram sinnt með eðlilegum hætti. Ráðherra ætlar sér ekki að tjá sig meðan sú vinna fer fram. Málið varðar deilur Ólafs Helga Kjartanssonar lögreglustjóra á Suðurnesjum og fjögurra stjórnenda innan embættisins hans, sem eru sagðir leiddir af Öldu Hrönn Jóhannsdóttur yfirlögfræðings. Alvarlega ásakanir hafa gengið þar á milli. Hefur ráðherra beðið Ólaf Helga um að láta af störfum en hann varð ekki við þeirri beiðni. Formaður allsherjarnefndar Alþingis segist treysta því að tekið verði á málinu með viðeigandi hætti. „Nú ætla ég ekki að taka efnislega afstöðu í deilunni það er hins vegar algjörlega óþolandi fyrir þjóðina að horfa upp á þessu síendurteknu deilur, illvígu átök og samstarfsörðugleika hjá æðstu embættismönnum lögreglunnar í landinu. Ég treysti því að það verði tekið á þessu með viðeigandi hætti,“ segir Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis en sú nefnd fer með málefni lögreglu á þingi. Hann segir þessa deilu vekja tilefni til að endurskoða hæfnikröfur til æðstu stjórnenda lögreglunnar. „Ég held að það hljóti að koma til endurskoðunar og athugunar með hvaða hætti skipað er í æðstu embætti hjá lögreglunni. Þjóðin á þá lágmarkskröfu að yfirmenn innan lögreglunnar séu nokkurn veginn til friðs,“ segir Páll. Hann óttast að málið rýri traust til lögreglunnar. „Ég hef mestar áhyggjur af því að þetta rýri traust og það er nauðsynlegt fyrir lögregluna sjálfa, lífsnauðsynlegt, að þjóðin beri traust til hennar og það er nauðsynlegt fyrir þjóðina að geta borið traust til lögreglunnar. Ég bara held og treysti því að ráðherra sé að taka á þessu með röggsömum og afgerandi hætti.“ Honum finnst liggja í augum uppi að finna hver beri ábyrgð á þessari stöðu innan embættisins. „Mér finnst eiginlega liggja í augum uppi að það verði með einhverjum hætti að finna út úr því hver ber ábyrgð á þessari stöðu sem er komin upp hjá embætti lögreglustjórans og sá eða þeir sem bera þessa ábyrgð, einfaldlega víki, ég get ekki séð að það sé nein önnur leið í þessu.“ Lögreglan Alþingi Reykjanesbær Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
Formaður allsherjarnefndar segir óþolandi fyrir þjóðina að horfa upp á síendurteknar deilur og illvíg átök hjá æðstu embættismönnum lögreglunnar. Sá eða þeir sem beri ábyrgð á stöðunni á Suðurnesjum ættu að víkja. Dómsmálaráðherra segir starfsmannamál innan lögreglunnar á Suðurnesjum til meðferðar hjá ráðuneytinu. Unnið sé að lausn þannig að nauðsynlegri starfsemi embættisins verði áfram sinnt með eðlilegum hætti. Ráðherra ætlar sér ekki að tjá sig meðan sú vinna fer fram. Málið varðar deilur Ólafs Helga Kjartanssonar lögreglustjóra á Suðurnesjum og fjögurra stjórnenda innan embættisins hans, sem eru sagðir leiddir af Öldu Hrönn Jóhannsdóttur yfirlögfræðings. Alvarlega ásakanir hafa gengið þar á milli. Hefur ráðherra beðið Ólaf Helga um að láta af störfum en hann varð ekki við þeirri beiðni. Formaður allsherjarnefndar Alþingis segist treysta því að tekið verði á málinu með viðeigandi hætti. „Nú ætla ég ekki að taka efnislega afstöðu í deilunni það er hins vegar algjörlega óþolandi fyrir þjóðina að horfa upp á þessu síendurteknu deilur, illvígu átök og samstarfsörðugleika hjá æðstu embættismönnum lögreglunnar í landinu. Ég treysti því að það verði tekið á þessu með viðeigandi hætti,“ segir Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis en sú nefnd fer með málefni lögreglu á þingi. Hann segir þessa deilu vekja tilefni til að endurskoða hæfnikröfur til æðstu stjórnenda lögreglunnar. „Ég held að það hljóti að koma til endurskoðunar og athugunar með hvaða hætti skipað er í æðstu embætti hjá lögreglunni. Þjóðin á þá lágmarkskröfu að yfirmenn innan lögreglunnar séu nokkurn veginn til friðs,“ segir Páll. Hann óttast að málið rýri traust til lögreglunnar. „Ég hef mestar áhyggjur af því að þetta rýri traust og það er nauðsynlegt fyrir lögregluna sjálfa, lífsnauðsynlegt, að þjóðin beri traust til hennar og það er nauðsynlegt fyrir þjóðina að geta borið traust til lögreglunnar. Ég bara held og treysti því að ráðherra sé að taka á þessu með röggsömum og afgerandi hætti.“ Honum finnst liggja í augum uppi að finna hver beri ábyrgð á þessari stöðu innan embættisins. „Mér finnst eiginlega liggja í augum uppi að það verði með einhverjum hætti að finna út úr því hver ber ábyrgð á þessari stöðu sem er komin upp hjá embætti lögreglustjórans og sá eða þeir sem bera þessa ábyrgð, einfaldlega víki, ég get ekki séð að það sé nein önnur leið í þessu.“
Lögreglan Alþingi Reykjanesbær Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira