Grjóthörð og með geggjaða tækni - Ætti ekki að fara aftur til Keflavíkur Sindri Sverrisson skrifar 25. júlí 2020 10:00 Sveindís Jane Jónsdóttir fagnar með liðsfélögum sínum eftir eitt markanna gegn Val. VÍSIR/DANÍEL „Hún er ekki bara fljót. Hún er með geggjaða boltatækni og er grjóthörð,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir í Pepsi Max-mörkunum þegar sérfræðingarnir ræddu um Sveindísi Jane Jónsdóttur. Sveindís stal senunni í toppslag Breiðabliks og Vals þegar hún skoraði þrennu í 4-0 sigri Blika síðasta þriðjudag og ljóst að erfitt verður að líta framhjá henni þegar A-landsliðið snýr aftur til keppni í september. „Þetta var bara hennar leikur. Það var hún sem skildi á milli liðanna,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir um frammistöðu Sveindísar. Sveindís, sem er aðeins 19 ára, kom að láni til Breiðabliks frá Keflavík í vetur eftir að Keflavík féll niður í 1. deild. Keflvíkingar virðast á góðri leið með að komast aftur upp í efstu deild og spurning hvað Sveindís gerir þá. „Mér finnst að hún ætti að vera í Breiðabliki í nokkur ár en svo á hún bara að fara út í sterkari deild – ekki til baka til Keflavíkur þó að það sé örugglega gott að vera í Keflavík,“ sagði Kristín Ýr. Sýndi að hún hefur leikskilninginn Sérfræðingarnir eru ánægðir með að sjá hve vel Sveindís hefur spjarað sig í nýju og betra liði: „Hún er líka í allt annarri stöðu. Við vorum búnar að sjá að hún væri góð ein frammi, með Keflavík, en það sem að mann langaði mjög mikið að sjá var hvort hún myndi fúnkera vel inni í svona vel skipulögðu liði. Hvort hún væri með leikskilninginn, í stað þess að vera bara ein að gera allt. Hún sýnir það þarna,“ sagði Kristín Ýr. Með Sveindísi, Öglu Maríu Albertsdóttur og Berglindi Björg Þorvaldsdóttur í fremstu víglínu virðist Blikaliðið illviðráðanlegt. „Þær hafa meiri vídd í sóknarleiknum sínum en Valur. Þær eru með ólíkari leikmenn sem að hafa allar eitthvað mismunandi fram að færa. Þær geta róterað mikið betur. Þú færð hlaup á bakvið línu frá miðjumönnum, kantmenn koma inn á miðsvæðið, en hjá Val ertu að treysta á Elínu Mettu og Hlín og ef þær eru ekki „on“ þá er ekki hægt að gera neitt,“ sagði Bára. Klippa: Pepsi Max mörkin - Umræða um Sveindísi Breiðablik Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna Keflavík ÍF Tengdar fréttir Sveindís: Sátt með að hafa valið Breiðablik og tilbúin í A-landsliðið Sveindís Jane skoraði þrennu er Breiðablik kjöldróg Íslandsmeistara Vals í gærkvöld. Rætt var við hana í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 22. júlí 2020 19:30 Sveindís áritaði takkaskó eftir fyrstu þrennuna í efstu deild Breiðablik sýndi styrk sinn með 4-0 sigri á Íslandsmeisturum Vals í gær. Sveindís Jane Jónsdóttir, Keflvíkingurinn ungi, stal fyrirsögnunum. 22. júlí 2020 12:00 Sveindís Jane: Elska að spila á móti Val Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði sína fyrstu þrennu í efstu deild þegar Breiðablik vann stórsigur á Val, 4-0, í uppgjöri efstu liða Pepsi Max-deildar kvenna. 21. júlí 2020 22:03 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 4-0 | Íslandsmeistararnir kjöldregnir á Kópavogsvelli Íslandsmeistarar Vals voru kjöldregnir á Kópavogsvelli í kvöld. Lokatölur 4-0 Breiðabliki í vil og liðið því enn með fullt hús stiga í Pepsi Max-deild kvenna. 21. júlí 2020 21:50 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
„Hún er ekki bara fljót. Hún er með geggjaða boltatækni og er grjóthörð,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir í Pepsi Max-mörkunum þegar sérfræðingarnir ræddu um Sveindísi Jane Jónsdóttur. Sveindís stal senunni í toppslag Breiðabliks og Vals þegar hún skoraði þrennu í 4-0 sigri Blika síðasta þriðjudag og ljóst að erfitt verður að líta framhjá henni þegar A-landsliðið snýr aftur til keppni í september. „Þetta var bara hennar leikur. Það var hún sem skildi á milli liðanna,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir um frammistöðu Sveindísar. Sveindís, sem er aðeins 19 ára, kom að láni til Breiðabliks frá Keflavík í vetur eftir að Keflavík féll niður í 1. deild. Keflvíkingar virðast á góðri leið með að komast aftur upp í efstu deild og spurning hvað Sveindís gerir þá. „Mér finnst að hún ætti að vera í Breiðabliki í nokkur ár en svo á hún bara að fara út í sterkari deild – ekki til baka til Keflavíkur þó að það sé örugglega gott að vera í Keflavík,“ sagði Kristín Ýr. Sýndi að hún hefur leikskilninginn Sérfræðingarnir eru ánægðir með að sjá hve vel Sveindís hefur spjarað sig í nýju og betra liði: „Hún er líka í allt annarri stöðu. Við vorum búnar að sjá að hún væri góð ein frammi, með Keflavík, en það sem að mann langaði mjög mikið að sjá var hvort hún myndi fúnkera vel inni í svona vel skipulögðu liði. Hvort hún væri með leikskilninginn, í stað þess að vera bara ein að gera allt. Hún sýnir það þarna,“ sagði Kristín Ýr. Með Sveindísi, Öglu Maríu Albertsdóttur og Berglindi Björg Þorvaldsdóttur í fremstu víglínu virðist Blikaliðið illviðráðanlegt. „Þær hafa meiri vídd í sóknarleiknum sínum en Valur. Þær eru með ólíkari leikmenn sem að hafa allar eitthvað mismunandi fram að færa. Þær geta róterað mikið betur. Þú færð hlaup á bakvið línu frá miðjumönnum, kantmenn koma inn á miðsvæðið, en hjá Val ertu að treysta á Elínu Mettu og Hlín og ef þær eru ekki „on“ þá er ekki hægt að gera neitt,“ sagði Bára. Klippa: Pepsi Max mörkin - Umræða um Sveindísi
Breiðablik Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna Keflavík ÍF Tengdar fréttir Sveindís: Sátt með að hafa valið Breiðablik og tilbúin í A-landsliðið Sveindís Jane skoraði þrennu er Breiðablik kjöldróg Íslandsmeistara Vals í gærkvöld. Rætt var við hana í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 22. júlí 2020 19:30 Sveindís áritaði takkaskó eftir fyrstu þrennuna í efstu deild Breiðablik sýndi styrk sinn með 4-0 sigri á Íslandsmeisturum Vals í gær. Sveindís Jane Jónsdóttir, Keflvíkingurinn ungi, stal fyrirsögnunum. 22. júlí 2020 12:00 Sveindís Jane: Elska að spila á móti Val Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði sína fyrstu þrennu í efstu deild þegar Breiðablik vann stórsigur á Val, 4-0, í uppgjöri efstu liða Pepsi Max-deildar kvenna. 21. júlí 2020 22:03 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 4-0 | Íslandsmeistararnir kjöldregnir á Kópavogsvelli Íslandsmeistarar Vals voru kjöldregnir á Kópavogsvelli í kvöld. Lokatölur 4-0 Breiðabliki í vil og liðið því enn með fullt hús stiga í Pepsi Max-deild kvenna. 21. júlí 2020 21:50 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Sveindís: Sátt með að hafa valið Breiðablik og tilbúin í A-landsliðið Sveindís Jane skoraði þrennu er Breiðablik kjöldróg Íslandsmeistara Vals í gærkvöld. Rætt var við hana í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 22. júlí 2020 19:30
Sveindís áritaði takkaskó eftir fyrstu þrennuna í efstu deild Breiðablik sýndi styrk sinn með 4-0 sigri á Íslandsmeisturum Vals í gær. Sveindís Jane Jónsdóttir, Keflvíkingurinn ungi, stal fyrirsögnunum. 22. júlí 2020 12:00
Sveindís Jane: Elska að spila á móti Val Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði sína fyrstu þrennu í efstu deild þegar Breiðablik vann stórsigur á Val, 4-0, í uppgjöri efstu liða Pepsi Max-deildar kvenna. 21. júlí 2020 22:03
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 4-0 | Íslandsmeistararnir kjöldregnir á Kópavogsvelli Íslandsmeistarar Vals voru kjöldregnir á Kópavogsvelli í kvöld. Lokatölur 4-0 Breiðabliki í vil og liðið því enn með fullt hús stiga í Pepsi Max-deild kvenna. 21. júlí 2020 21:50
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti