Elvar í Litháen næstu tvö árin Sindri Sverrisson skrifar 26. júlí 2020 09:30 Elvar Már Friðriksson hefur samið við félag í Lithaén. vísir/s2s Elvar Már Friðriksson, sem varð Svíþjóðarmeistari í körfubolta með Borås á síðustu leiktíð, er orðinn leikmaður Siauliai í Litháen. Elvar, sem er 25 ára landsliðsmaður, skrifaði undir samning til tveggja ára við sitt nýja félag. Í þættinum Sportið í dag, í lok maí, sagðist Elvar reikna með að fara í stærri deild en þá sænsku og hafði þá heyrt af áhuga frá Þýskalandi og Belgíu. Nú hefur hann ákveðið að fara til Litháens þar sem gríðarlegur áhugi er á körfubolta. Eftir að hafa leikið með Barry-háskólanum í Bandaríkjunum hefur Elvar leikið í frönsku B-deildinni og fyrir uppeldisfélag sitt Njarðvík, og nú síðast Borås þar sem honum gekk allt í haginn. Siauliai varð í 8. sæti af tíu liðum í litháensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, en hún var styttri en ella líkt og sú sænska vegna kórónuveirufaraldursins. „Við erum ánægð með að hafa fundið okkar leikstjórnanda. Hann hefur góða yfirsýn á vellinum og það er engin tilviljun að hann átti flestar sendingar í sænsku úrvalsdeildinni. Þá hefur hann reynslu af því að spila í Evrópukeppni með landsliði. Hæfileikar hans falla mjög vel að okkar leikstíl svo við væntum þess að honum gangi vel í Litháen, og leikmaðurinn er sjálfur ánægður að fá að spila í liði undir stjórn [Antanas] Sireika,“ sagði Mindaugas Zukauskas, íþróttastjóri Siauliai. Sireika var landsliðsþjálfari Litháens þegar liðið varð Evrópumeistari árið 2003 og náði 4. sæti á Ólympíuleikunum í Aþenu ári síðar, auk þess að ná langt með liðið á fleiri stórmótum. Turnyras Palangoje jau yra istorija, tuo tarpu kurti savosios m s miest atvyksta Islandijos rinktin s gyn jas,...Posted by BC " iauliai" on Laugardagur, 25. júlí 2020 Körfubolti Tengdar fréttir Elvar í viðræðum við lið í Þýskalandi og Belgíu: „Heyrt mikinn áhuga“ Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur heyrt af áhuga frá bæði Þýskalandi og Belgíu. Hann reiknar með því að fara frá Svíþjóð í stærri deild. 23. maí 2020 11:05 Elvar fékk óvænta viðurkenningu - Fagnaði ekki meistaratitlinum „Það var gaman að fá þessa viðurkenningu. Mér fannst þetta frekar óvænt,“ sagði Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hefur verið útnefndur bakvörður ársins í sænsku úrvalsdeildinni. 2. apríl 2020 19:30 Elvar Már og félagar krýndir sænskir meistarar eftir að tímabilinu var aflýst Sænska körfuboltasambandið og sænska handboltasambandið eru ekki alveg samstíga í aðgerðum sínum vegna kórónuveirunnar. 13. mars 2020 11:00 Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Sjá meira
Elvar Már Friðriksson, sem varð Svíþjóðarmeistari í körfubolta með Borås á síðustu leiktíð, er orðinn leikmaður Siauliai í Litháen. Elvar, sem er 25 ára landsliðsmaður, skrifaði undir samning til tveggja ára við sitt nýja félag. Í þættinum Sportið í dag, í lok maí, sagðist Elvar reikna með að fara í stærri deild en þá sænsku og hafði þá heyrt af áhuga frá Þýskalandi og Belgíu. Nú hefur hann ákveðið að fara til Litháens þar sem gríðarlegur áhugi er á körfubolta. Eftir að hafa leikið með Barry-háskólanum í Bandaríkjunum hefur Elvar leikið í frönsku B-deildinni og fyrir uppeldisfélag sitt Njarðvík, og nú síðast Borås þar sem honum gekk allt í haginn. Siauliai varð í 8. sæti af tíu liðum í litháensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, en hún var styttri en ella líkt og sú sænska vegna kórónuveirufaraldursins. „Við erum ánægð með að hafa fundið okkar leikstjórnanda. Hann hefur góða yfirsýn á vellinum og það er engin tilviljun að hann átti flestar sendingar í sænsku úrvalsdeildinni. Þá hefur hann reynslu af því að spila í Evrópukeppni með landsliði. Hæfileikar hans falla mjög vel að okkar leikstíl svo við væntum þess að honum gangi vel í Litháen, og leikmaðurinn er sjálfur ánægður að fá að spila í liði undir stjórn [Antanas] Sireika,“ sagði Mindaugas Zukauskas, íþróttastjóri Siauliai. Sireika var landsliðsþjálfari Litháens þegar liðið varð Evrópumeistari árið 2003 og náði 4. sæti á Ólympíuleikunum í Aþenu ári síðar, auk þess að ná langt með liðið á fleiri stórmótum. Turnyras Palangoje jau yra istorija, tuo tarpu kurti savosios m s miest atvyksta Islandijos rinktin s gyn jas,...Posted by BC " iauliai" on Laugardagur, 25. júlí 2020
Körfubolti Tengdar fréttir Elvar í viðræðum við lið í Þýskalandi og Belgíu: „Heyrt mikinn áhuga“ Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur heyrt af áhuga frá bæði Þýskalandi og Belgíu. Hann reiknar með því að fara frá Svíþjóð í stærri deild. 23. maí 2020 11:05 Elvar fékk óvænta viðurkenningu - Fagnaði ekki meistaratitlinum „Það var gaman að fá þessa viðurkenningu. Mér fannst þetta frekar óvænt,“ sagði Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hefur verið útnefndur bakvörður ársins í sænsku úrvalsdeildinni. 2. apríl 2020 19:30 Elvar Már og félagar krýndir sænskir meistarar eftir að tímabilinu var aflýst Sænska körfuboltasambandið og sænska handboltasambandið eru ekki alveg samstíga í aðgerðum sínum vegna kórónuveirunnar. 13. mars 2020 11:00 Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Sjá meira
Elvar í viðræðum við lið í Þýskalandi og Belgíu: „Heyrt mikinn áhuga“ Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur heyrt af áhuga frá bæði Þýskalandi og Belgíu. Hann reiknar með því að fara frá Svíþjóð í stærri deild. 23. maí 2020 11:05
Elvar fékk óvænta viðurkenningu - Fagnaði ekki meistaratitlinum „Það var gaman að fá þessa viðurkenningu. Mér fannst þetta frekar óvænt,“ sagði Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hefur verið útnefndur bakvörður ársins í sænsku úrvalsdeildinni. 2. apríl 2020 19:30
Elvar Már og félagar krýndir sænskir meistarar eftir að tímabilinu var aflýst Sænska körfuboltasambandið og sænska handboltasambandið eru ekki alveg samstíga í aðgerðum sínum vegna kórónuveirunnar. 13. mars 2020 11:00
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik