Hilmar og Hafdís unnu bestu afrekin - Þrír titlar hjá Kolbeini Sindri Sverrisson skrifar 26. júlí 2020 16:15 Hilmar Örn Jónsson og Hafdís Sigurðardóttir áttu bestu afrekin í dag. mynd/frí Hilmar Örn Jónsson úr FH og hin 33 ára gamla heimakona Hafdís Sigurðardóttir unnu bestu afrekin á seinni degi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum á Þórsvelli á Akureyri í dag. Hilmar Örn vann raunar besta afrek alls mótsins þegar hann tryggði sér Íslandsmeistaratitil í sleggjukasti með 73,84 metra kasti. Það er afrek upp á 1.099 stig samkvæmt stigaformúlu alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Vigdís Jónsdóttir vann sleggjukast kvenna á mótsmeti, með 60,82 metra kasti en það er kast upp á 945 stig. Þau Hilmar og Vigdís eru bæði Íslandsmethafar í greininni. Hafdís Sigurðardóttir fagnaði sigri í langstökki, með 6,25 metra stökki, og það er afrek upp á 1.053 stig. Íslandsmet Hafdísar er 6,62 metrar. Gylfi Ingvar Gylfason úr Aftureldingu vann langstökk karla með 6,82 metra stökki, sjö sentímetrum lengra stökki en heimamaðurinn Birnir Vagn Finnsson. Kolbeinn tryggði sér þriðja titilinn Kolbeinn Höður Gunnarsson vann þrjár einstaklingsgreinar á mótinu en hann kom fyrstur í mark í 200 metra hlaupi í dag á 21,57 sekúndum. Næstur kom Óliver Máni Samúelsson úr Ármanni á 21,85 sekúndum. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR bætti við sig gullverðlaunum þegar hún kom fyrst í mark í 200 metra hlaupi á 24,04 sekúndum. Hún var 86/100 úr sekúndu á undan Þórdísi Evu Steinsdóttur úr FH. Guðbjörg vann einnig 100 metra hlaupið í gær. Kærasti hennar og liðsfélagi, ólympíufarinn Guðni Valur Guðnason, vann kringlukastið af öryggi með 59,13 metra kasti eftir að hafa unnið kúluvarpið í gær. Ingi Rúnar Kristinsson úr Breiðabliki vann stangarstökk með 4,42 metra stökki. Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir úr UFA varð Íslandsmeistari í 3.000 metra hlaupi sem hún hljóp á 10:30,10 mínútum, en hún var tveimur og hálfri sekúndu á undan Önnu Karen Jónsdóttur úr FH. ÍR og Fjölnir unnu boðhlaupin Blikinn Arnar Pétursson vann sín önnur gullverðlaun á mótinu þegar hann kom langfyrstur í mark í 5.000 metra hlaupi, á 15:31,99 mínútum. ÍR-ingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir vann fámenna keppni í 400 metra grindahlaupi, á 1:03,86 mínútu. Dagur Fannar Einarsson úr HSK/Selfossi vann sömuleiðis fámennt 400 metra grindahlaup karla á 55,69 sekúndum. Birta María Haraldsdóttir úr ÍR vann hástökk með því að fara yfir 1,69 metra, einum sentímetra hærra en Helga Þóra Sigurjónsdóttir úr Fjölni. Kristín Karlsdóttir úr FH vann kringlukast með 48,40 metra kasti. Ingibjörg Sigurðardóttir úr ÍR varð Íslandsmeistari í 800 metra hlaupi sem hún fór á 2:22,11 mínútum, en Aníta Hinriksdóttir keppti ekki á mótinu vegna meiðsla. Sæmundur Ólafsson úr ÍR vann sömu grein hjá körlunum, á 1:57,73 mínútu. Sveit ÍR vann svo 4x400 metra boðhlaup kvenna á 4:11,58 mínútum en það voru Fjölnismenn sem unnu 4x400 metra boðhlaup karla á 3:28,95 mínútum. Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sjá meira
Hilmar Örn Jónsson úr FH og hin 33 ára gamla heimakona Hafdís Sigurðardóttir unnu bestu afrekin á seinni degi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum á Þórsvelli á Akureyri í dag. Hilmar Örn vann raunar besta afrek alls mótsins þegar hann tryggði sér Íslandsmeistaratitil í sleggjukasti með 73,84 metra kasti. Það er afrek upp á 1.099 stig samkvæmt stigaformúlu alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Vigdís Jónsdóttir vann sleggjukast kvenna á mótsmeti, með 60,82 metra kasti en það er kast upp á 945 stig. Þau Hilmar og Vigdís eru bæði Íslandsmethafar í greininni. Hafdís Sigurðardóttir fagnaði sigri í langstökki, með 6,25 metra stökki, og það er afrek upp á 1.053 stig. Íslandsmet Hafdísar er 6,62 metrar. Gylfi Ingvar Gylfason úr Aftureldingu vann langstökk karla með 6,82 metra stökki, sjö sentímetrum lengra stökki en heimamaðurinn Birnir Vagn Finnsson. Kolbeinn tryggði sér þriðja titilinn Kolbeinn Höður Gunnarsson vann þrjár einstaklingsgreinar á mótinu en hann kom fyrstur í mark í 200 metra hlaupi í dag á 21,57 sekúndum. Næstur kom Óliver Máni Samúelsson úr Ármanni á 21,85 sekúndum. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR bætti við sig gullverðlaunum þegar hún kom fyrst í mark í 200 metra hlaupi á 24,04 sekúndum. Hún var 86/100 úr sekúndu á undan Þórdísi Evu Steinsdóttur úr FH. Guðbjörg vann einnig 100 metra hlaupið í gær. Kærasti hennar og liðsfélagi, ólympíufarinn Guðni Valur Guðnason, vann kringlukastið af öryggi með 59,13 metra kasti eftir að hafa unnið kúluvarpið í gær. Ingi Rúnar Kristinsson úr Breiðabliki vann stangarstökk með 4,42 metra stökki. Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir úr UFA varð Íslandsmeistari í 3.000 metra hlaupi sem hún hljóp á 10:30,10 mínútum, en hún var tveimur og hálfri sekúndu á undan Önnu Karen Jónsdóttur úr FH. ÍR og Fjölnir unnu boðhlaupin Blikinn Arnar Pétursson vann sín önnur gullverðlaun á mótinu þegar hann kom langfyrstur í mark í 5.000 metra hlaupi, á 15:31,99 mínútum. ÍR-ingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir vann fámenna keppni í 400 metra grindahlaupi, á 1:03,86 mínútu. Dagur Fannar Einarsson úr HSK/Selfossi vann sömuleiðis fámennt 400 metra grindahlaup karla á 55,69 sekúndum. Birta María Haraldsdóttir úr ÍR vann hástökk með því að fara yfir 1,69 metra, einum sentímetra hærra en Helga Þóra Sigurjónsdóttir úr Fjölni. Kristín Karlsdóttir úr FH vann kringlukast með 48,40 metra kasti. Ingibjörg Sigurðardóttir úr ÍR varð Íslandsmeistari í 800 metra hlaupi sem hún fór á 2:22,11 mínútum, en Aníta Hinriksdóttir keppti ekki á mótinu vegna meiðsla. Sæmundur Ólafsson úr ÍR vann sömu grein hjá körlunum, á 1:57,73 mínútu. Sveit ÍR vann svo 4x400 metra boðhlaup kvenna á 4:11,58 mínútum en það voru Fjölnismenn sem unnu 4x400 metra boðhlaup karla á 3:28,95 mínútum.
Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn