Hilmar og Hafdís unnu bestu afrekin - Þrír titlar hjá Kolbeini Sindri Sverrisson skrifar 26. júlí 2020 16:15 Hilmar Örn Jónsson og Hafdís Sigurðardóttir áttu bestu afrekin í dag. mynd/frí Hilmar Örn Jónsson úr FH og hin 33 ára gamla heimakona Hafdís Sigurðardóttir unnu bestu afrekin á seinni degi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum á Þórsvelli á Akureyri í dag. Hilmar Örn vann raunar besta afrek alls mótsins þegar hann tryggði sér Íslandsmeistaratitil í sleggjukasti með 73,84 metra kasti. Það er afrek upp á 1.099 stig samkvæmt stigaformúlu alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Vigdís Jónsdóttir vann sleggjukast kvenna á mótsmeti, með 60,82 metra kasti en það er kast upp á 945 stig. Þau Hilmar og Vigdís eru bæði Íslandsmethafar í greininni. Hafdís Sigurðardóttir fagnaði sigri í langstökki, með 6,25 metra stökki, og það er afrek upp á 1.053 stig. Íslandsmet Hafdísar er 6,62 metrar. Gylfi Ingvar Gylfason úr Aftureldingu vann langstökk karla með 6,82 metra stökki, sjö sentímetrum lengra stökki en heimamaðurinn Birnir Vagn Finnsson. Kolbeinn tryggði sér þriðja titilinn Kolbeinn Höður Gunnarsson vann þrjár einstaklingsgreinar á mótinu en hann kom fyrstur í mark í 200 metra hlaupi í dag á 21,57 sekúndum. Næstur kom Óliver Máni Samúelsson úr Ármanni á 21,85 sekúndum. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR bætti við sig gullverðlaunum þegar hún kom fyrst í mark í 200 metra hlaupi á 24,04 sekúndum. Hún var 86/100 úr sekúndu á undan Þórdísi Evu Steinsdóttur úr FH. Guðbjörg vann einnig 100 metra hlaupið í gær. Kærasti hennar og liðsfélagi, ólympíufarinn Guðni Valur Guðnason, vann kringlukastið af öryggi með 59,13 metra kasti eftir að hafa unnið kúluvarpið í gær. Ingi Rúnar Kristinsson úr Breiðabliki vann stangarstökk með 4,42 metra stökki. Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir úr UFA varð Íslandsmeistari í 3.000 metra hlaupi sem hún hljóp á 10:30,10 mínútum, en hún var tveimur og hálfri sekúndu á undan Önnu Karen Jónsdóttur úr FH. ÍR og Fjölnir unnu boðhlaupin Blikinn Arnar Pétursson vann sín önnur gullverðlaun á mótinu þegar hann kom langfyrstur í mark í 5.000 metra hlaupi, á 15:31,99 mínútum. ÍR-ingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir vann fámenna keppni í 400 metra grindahlaupi, á 1:03,86 mínútu. Dagur Fannar Einarsson úr HSK/Selfossi vann sömuleiðis fámennt 400 metra grindahlaup karla á 55,69 sekúndum. Birta María Haraldsdóttir úr ÍR vann hástökk með því að fara yfir 1,69 metra, einum sentímetra hærra en Helga Þóra Sigurjónsdóttir úr Fjölni. Kristín Karlsdóttir úr FH vann kringlukast með 48,40 metra kasti. Ingibjörg Sigurðardóttir úr ÍR varð Íslandsmeistari í 800 metra hlaupi sem hún fór á 2:22,11 mínútum, en Aníta Hinriksdóttir keppti ekki á mótinu vegna meiðsla. Sæmundur Ólafsson úr ÍR vann sömu grein hjá körlunum, á 1:57,73 mínútu. Sveit ÍR vann svo 4x400 metra boðhlaup kvenna á 4:11,58 mínútum en það voru Fjölnismenn sem unnu 4x400 metra boðhlaup karla á 3:28,95 mínútum. Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Sjá meira
Hilmar Örn Jónsson úr FH og hin 33 ára gamla heimakona Hafdís Sigurðardóttir unnu bestu afrekin á seinni degi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum á Þórsvelli á Akureyri í dag. Hilmar Örn vann raunar besta afrek alls mótsins þegar hann tryggði sér Íslandsmeistaratitil í sleggjukasti með 73,84 metra kasti. Það er afrek upp á 1.099 stig samkvæmt stigaformúlu alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Vigdís Jónsdóttir vann sleggjukast kvenna á mótsmeti, með 60,82 metra kasti en það er kast upp á 945 stig. Þau Hilmar og Vigdís eru bæði Íslandsmethafar í greininni. Hafdís Sigurðardóttir fagnaði sigri í langstökki, með 6,25 metra stökki, og það er afrek upp á 1.053 stig. Íslandsmet Hafdísar er 6,62 metrar. Gylfi Ingvar Gylfason úr Aftureldingu vann langstökk karla með 6,82 metra stökki, sjö sentímetrum lengra stökki en heimamaðurinn Birnir Vagn Finnsson. Kolbeinn tryggði sér þriðja titilinn Kolbeinn Höður Gunnarsson vann þrjár einstaklingsgreinar á mótinu en hann kom fyrstur í mark í 200 metra hlaupi í dag á 21,57 sekúndum. Næstur kom Óliver Máni Samúelsson úr Ármanni á 21,85 sekúndum. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR bætti við sig gullverðlaunum þegar hún kom fyrst í mark í 200 metra hlaupi á 24,04 sekúndum. Hún var 86/100 úr sekúndu á undan Þórdísi Evu Steinsdóttur úr FH. Guðbjörg vann einnig 100 metra hlaupið í gær. Kærasti hennar og liðsfélagi, ólympíufarinn Guðni Valur Guðnason, vann kringlukastið af öryggi með 59,13 metra kasti eftir að hafa unnið kúluvarpið í gær. Ingi Rúnar Kristinsson úr Breiðabliki vann stangarstökk með 4,42 metra stökki. Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir úr UFA varð Íslandsmeistari í 3.000 metra hlaupi sem hún hljóp á 10:30,10 mínútum, en hún var tveimur og hálfri sekúndu á undan Önnu Karen Jónsdóttur úr FH. ÍR og Fjölnir unnu boðhlaupin Blikinn Arnar Pétursson vann sín önnur gullverðlaun á mótinu þegar hann kom langfyrstur í mark í 5.000 metra hlaupi, á 15:31,99 mínútum. ÍR-ingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir vann fámenna keppni í 400 metra grindahlaupi, á 1:03,86 mínútu. Dagur Fannar Einarsson úr HSK/Selfossi vann sömuleiðis fámennt 400 metra grindahlaup karla á 55,69 sekúndum. Birta María Haraldsdóttir úr ÍR vann hástökk með því að fara yfir 1,69 metra, einum sentímetra hærra en Helga Þóra Sigurjónsdóttir úr Fjölni. Kristín Karlsdóttir úr FH vann kringlukast með 48,40 metra kasti. Ingibjörg Sigurðardóttir úr ÍR varð Íslandsmeistari í 800 metra hlaupi sem hún fór á 2:22,11 mínútum, en Aníta Hinriksdóttir keppti ekki á mótinu vegna meiðsla. Sæmundur Ólafsson úr ÍR vann sömu grein hjá körlunum, á 1:57,73 mínútu. Sveit ÍR vann svo 4x400 metra boðhlaup kvenna á 4:11,58 mínútum en það voru Fjölnismenn sem unnu 4x400 metra boðhlaup karla á 3:28,95 mínútum.
Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti