Hilmar og Hafdís unnu bestu afrekin - Þrír titlar hjá Kolbeini Sindri Sverrisson skrifar 26. júlí 2020 16:15 Hilmar Örn Jónsson og Hafdís Sigurðardóttir áttu bestu afrekin í dag. mynd/frí Hilmar Örn Jónsson úr FH og hin 33 ára gamla heimakona Hafdís Sigurðardóttir unnu bestu afrekin á seinni degi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum á Þórsvelli á Akureyri í dag. Hilmar Örn vann raunar besta afrek alls mótsins þegar hann tryggði sér Íslandsmeistaratitil í sleggjukasti með 73,84 metra kasti. Það er afrek upp á 1.099 stig samkvæmt stigaformúlu alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Vigdís Jónsdóttir vann sleggjukast kvenna á mótsmeti, með 60,82 metra kasti en það er kast upp á 945 stig. Þau Hilmar og Vigdís eru bæði Íslandsmethafar í greininni. Hafdís Sigurðardóttir fagnaði sigri í langstökki, með 6,25 metra stökki, og það er afrek upp á 1.053 stig. Íslandsmet Hafdísar er 6,62 metrar. Gylfi Ingvar Gylfason úr Aftureldingu vann langstökk karla með 6,82 metra stökki, sjö sentímetrum lengra stökki en heimamaðurinn Birnir Vagn Finnsson. Kolbeinn tryggði sér þriðja titilinn Kolbeinn Höður Gunnarsson vann þrjár einstaklingsgreinar á mótinu en hann kom fyrstur í mark í 200 metra hlaupi í dag á 21,57 sekúndum. Næstur kom Óliver Máni Samúelsson úr Ármanni á 21,85 sekúndum. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR bætti við sig gullverðlaunum þegar hún kom fyrst í mark í 200 metra hlaupi á 24,04 sekúndum. Hún var 86/100 úr sekúndu á undan Þórdísi Evu Steinsdóttur úr FH. Guðbjörg vann einnig 100 metra hlaupið í gær. Kærasti hennar og liðsfélagi, ólympíufarinn Guðni Valur Guðnason, vann kringlukastið af öryggi með 59,13 metra kasti eftir að hafa unnið kúluvarpið í gær. Ingi Rúnar Kristinsson úr Breiðabliki vann stangarstökk með 4,42 metra stökki. Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir úr UFA varð Íslandsmeistari í 3.000 metra hlaupi sem hún hljóp á 10:30,10 mínútum, en hún var tveimur og hálfri sekúndu á undan Önnu Karen Jónsdóttur úr FH. ÍR og Fjölnir unnu boðhlaupin Blikinn Arnar Pétursson vann sín önnur gullverðlaun á mótinu þegar hann kom langfyrstur í mark í 5.000 metra hlaupi, á 15:31,99 mínútum. ÍR-ingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir vann fámenna keppni í 400 metra grindahlaupi, á 1:03,86 mínútu. Dagur Fannar Einarsson úr HSK/Selfossi vann sömuleiðis fámennt 400 metra grindahlaup karla á 55,69 sekúndum. Birta María Haraldsdóttir úr ÍR vann hástökk með því að fara yfir 1,69 metra, einum sentímetra hærra en Helga Þóra Sigurjónsdóttir úr Fjölni. Kristín Karlsdóttir úr FH vann kringlukast með 48,40 metra kasti. Ingibjörg Sigurðardóttir úr ÍR varð Íslandsmeistari í 800 metra hlaupi sem hún fór á 2:22,11 mínútum, en Aníta Hinriksdóttir keppti ekki á mótinu vegna meiðsla. Sæmundur Ólafsson úr ÍR vann sömu grein hjá körlunum, á 1:57,73 mínútu. Sveit ÍR vann svo 4x400 metra boðhlaup kvenna á 4:11,58 mínútum en það voru Fjölnismenn sem unnu 4x400 metra boðhlaup karla á 3:28,95 mínútum. Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM Sjá meira
Hilmar Örn Jónsson úr FH og hin 33 ára gamla heimakona Hafdís Sigurðardóttir unnu bestu afrekin á seinni degi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum á Þórsvelli á Akureyri í dag. Hilmar Örn vann raunar besta afrek alls mótsins þegar hann tryggði sér Íslandsmeistaratitil í sleggjukasti með 73,84 metra kasti. Það er afrek upp á 1.099 stig samkvæmt stigaformúlu alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Vigdís Jónsdóttir vann sleggjukast kvenna á mótsmeti, með 60,82 metra kasti en það er kast upp á 945 stig. Þau Hilmar og Vigdís eru bæði Íslandsmethafar í greininni. Hafdís Sigurðardóttir fagnaði sigri í langstökki, með 6,25 metra stökki, og það er afrek upp á 1.053 stig. Íslandsmet Hafdísar er 6,62 metrar. Gylfi Ingvar Gylfason úr Aftureldingu vann langstökk karla með 6,82 metra stökki, sjö sentímetrum lengra stökki en heimamaðurinn Birnir Vagn Finnsson. Kolbeinn tryggði sér þriðja titilinn Kolbeinn Höður Gunnarsson vann þrjár einstaklingsgreinar á mótinu en hann kom fyrstur í mark í 200 metra hlaupi í dag á 21,57 sekúndum. Næstur kom Óliver Máni Samúelsson úr Ármanni á 21,85 sekúndum. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR bætti við sig gullverðlaunum þegar hún kom fyrst í mark í 200 metra hlaupi á 24,04 sekúndum. Hún var 86/100 úr sekúndu á undan Þórdísi Evu Steinsdóttur úr FH. Guðbjörg vann einnig 100 metra hlaupið í gær. Kærasti hennar og liðsfélagi, ólympíufarinn Guðni Valur Guðnason, vann kringlukastið af öryggi með 59,13 metra kasti eftir að hafa unnið kúluvarpið í gær. Ingi Rúnar Kristinsson úr Breiðabliki vann stangarstökk með 4,42 metra stökki. Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir úr UFA varð Íslandsmeistari í 3.000 metra hlaupi sem hún hljóp á 10:30,10 mínútum, en hún var tveimur og hálfri sekúndu á undan Önnu Karen Jónsdóttur úr FH. ÍR og Fjölnir unnu boðhlaupin Blikinn Arnar Pétursson vann sín önnur gullverðlaun á mótinu þegar hann kom langfyrstur í mark í 5.000 metra hlaupi, á 15:31,99 mínútum. ÍR-ingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir vann fámenna keppni í 400 metra grindahlaupi, á 1:03,86 mínútu. Dagur Fannar Einarsson úr HSK/Selfossi vann sömuleiðis fámennt 400 metra grindahlaup karla á 55,69 sekúndum. Birta María Haraldsdóttir úr ÍR vann hástökk með því að fara yfir 1,69 metra, einum sentímetra hærra en Helga Þóra Sigurjónsdóttir úr Fjölni. Kristín Karlsdóttir úr FH vann kringlukast með 48,40 metra kasti. Ingibjörg Sigurðardóttir úr ÍR varð Íslandsmeistari í 800 metra hlaupi sem hún fór á 2:22,11 mínútum, en Aníta Hinriksdóttir keppti ekki á mótinu vegna meiðsla. Sæmundur Ólafsson úr ÍR vann sömu grein hjá körlunum, á 1:57,73 mínútu. Sveit ÍR vann svo 4x400 metra boðhlaup kvenna á 4:11,58 mínútum en það voru Fjölnismenn sem unnu 4x400 metra boðhlaup karla á 3:28,95 mínútum.
Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM Sjá meira