Hilmar og Hafdís unnu bestu afrekin - Þrír titlar hjá Kolbeini Sindri Sverrisson skrifar 26. júlí 2020 16:15 Hilmar Örn Jónsson og Hafdís Sigurðardóttir áttu bestu afrekin í dag. mynd/frí Hilmar Örn Jónsson úr FH og hin 33 ára gamla heimakona Hafdís Sigurðardóttir unnu bestu afrekin á seinni degi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum á Þórsvelli á Akureyri í dag. Hilmar Örn vann raunar besta afrek alls mótsins þegar hann tryggði sér Íslandsmeistaratitil í sleggjukasti með 73,84 metra kasti. Það er afrek upp á 1.099 stig samkvæmt stigaformúlu alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Vigdís Jónsdóttir vann sleggjukast kvenna á mótsmeti, með 60,82 metra kasti en það er kast upp á 945 stig. Þau Hilmar og Vigdís eru bæði Íslandsmethafar í greininni. Hafdís Sigurðardóttir fagnaði sigri í langstökki, með 6,25 metra stökki, og það er afrek upp á 1.053 stig. Íslandsmet Hafdísar er 6,62 metrar. Gylfi Ingvar Gylfason úr Aftureldingu vann langstökk karla með 6,82 metra stökki, sjö sentímetrum lengra stökki en heimamaðurinn Birnir Vagn Finnsson. Kolbeinn tryggði sér þriðja titilinn Kolbeinn Höður Gunnarsson vann þrjár einstaklingsgreinar á mótinu en hann kom fyrstur í mark í 200 metra hlaupi í dag á 21,57 sekúndum. Næstur kom Óliver Máni Samúelsson úr Ármanni á 21,85 sekúndum. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR bætti við sig gullverðlaunum þegar hún kom fyrst í mark í 200 metra hlaupi á 24,04 sekúndum. Hún var 86/100 úr sekúndu á undan Þórdísi Evu Steinsdóttur úr FH. Guðbjörg vann einnig 100 metra hlaupið í gær. Kærasti hennar og liðsfélagi, ólympíufarinn Guðni Valur Guðnason, vann kringlukastið af öryggi með 59,13 metra kasti eftir að hafa unnið kúluvarpið í gær. Ingi Rúnar Kristinsson úr Breiðabliki vann stangarstökk með 4,42 metra stökki. Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir úr UFA varð Íslandsmeistari í 3.000 metra hlaupi sem hún hljóp á 10:30,10 mínútum, en hún var tveimur og hálfri sekúndu á undan Önnu Karen Jónsdóttur úr FH. ÍR og Fjölnir unnu boðhlaupin Blikinn Arnar Pétursson vann sín önnur gullverðlaun á mótinu þegar hann kom langfyrstur í mark í 5.000 metra hlaupi, á 15:31,99 mínútum. ÍR-ingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir vann fámenna keppni í 400 metra grindahlaupi, á 1:03,86 mínútu. Dagur Fannar Einarsson úr HSK/Selfossi vann sömuleiðis fámennt 400 metra grindahlaup karla á 55,69 sekúndum. Birta María Haraldsdóttir úr ÍR vann hástökk með því að fara yfir 1,69 metra, einum sentímetra hærra en Helga Þóra Sigurjónsdóttir úr Fjölni. Kristín Karlsdóttir úr FH vann kringlukast með 48,40 metra kasti. Ingibjörg Sigurðardóttir úr ÍR varð Íslandsmeistari í 800 metra hlaupi sem hún fór á 2:22,11 mínútum, en Aníta Hinriksdóttir keppti ekki á mótinu vegna meiðsla. Sæmundur Ólafsson úr ÍR vann sömu grein hjá körlunum, á 1:57,73 mínútu. Sveit ÍR vann svo 4x400 metra boðhlaup kvenna á 4:11,58 mínútum en það voru Fjölnismenn sem unnu 4x400 metra boðhlaup karla á 3:28,95 mínútum. Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Sjá meira
Hilmar Örn Jónsson úr FH og hin 33 ára gamla heimakona Hafdís Sigurðardóttir unnu bestu afrekin á seinni degi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum á Þórsvelli á Akureyri í dag. Hilmar Örn vann raunar besta afrek alls mótsins þegar hann tryggði sér Íslandsmeistaratitil í sleggjukasti með 73,84 metra kasti. Það er afrek upp á 1.099 stig samkvæmt stigaformúlu alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Vigdís Jónsdóttir vann sleggjukast kvenna á mótsmeti, með 60,82 metra kasti en það er kast upp á 945 stig. Þau Hilmar og Vigdís eru bæði Íslandsmethafar í greininni. Hafdís Sigurðardóttir fagnaði sigri í langstökki, með 6,25 metra stökki, og það er afrek upp á 1.053 stig. Íslandsmet Hafdísar er 6,62 metrar. Gylfi Ingvar Gylfason úr Aftureldingu vann langstökk karla með 6,82 metra stökki, sjö sentímetrum lengra stökki en heimamaðurinn Birnir Vagn Finnsson. Kolbeinn tryggði sér þriðja titilinn Kolbeinn Höður Gunnarsson vann þrjár einstaklingsgreinar á mótinu en hann kom fyrstur í mark í 200 metra hlaupi í dag á 21,57 sekúndum. Næstur kom Óliver Máni Samúelsson úr Ármanni á 21,85 sekúndum. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR bætti við sig gullverðlaunum þegar hún kom fyrst í mark í 200 metra hlaupi á 24,04 sekúndum. Hún var 86/100 úr sekúndu á undan Þórdísi Evu Steinsdóttur úr FH. Guðbjörg vann einnig 100 metra hlaupið í gær. Kærasti hennar og liðsfélagi, ólympíufarinn Guðni Valur Guðnason, vann kringlukastið af öryggi með 59,13 metra kasti eftir að hafa unnið kúluvarpið í gær. Ingi Rúnar Kristinsson úr Breiðabliki vann stangarstökk með 4,42 metra stökki. Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir úr UFA varð Íslandsmeistari í 3.000 metra hlaupi sem hún hljóp á 10:30,10 mínútum, en hún var tveimur og hálfri sekúndu á undan Önnu Karen Jónsdóttur úr FH. ÍR og Fjölnir unnu boðhlaupin Blikinn Arnar Pétursson vann sín önnur gullverðlaun á mótinu þegar hann kom langfyrstur í mark í 5.000 metra hlaupi, á 15:31,99 mínútum. ÍR-ingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir vann fámenna keppni í 400 metra grindahlaupi, á 1:03,86 mínútu. Dagur Fannar Einarsson úr HSK/Selfossi vann sömuleiðis fámennt 400 metra grindahlaup karla á 55,69 sekúndum. Birta María Haraldsdóttir úr ÍR vann hástökk með því að fara yfir 1,69 metra, einum sentímetra hærra en Helga Þóra Sigurjónsdóttir úr Fjölni. Kristín Karlsdóttir úr FH vann kringlukast með 48,40 metra kasti. Ingibjörg Sigurðardóttir úr ÍR varð Íslandsmeistari í 800 metra hlaupi sem hún fór á 2:22,11 mínútum, en Aníta Hinriksdóttir keppti ekki á mótinu vegna meiðsla. Sæmundur Ólafsson úr ÍR vann sömu grein hjá körlunum, á 1:57,73 mínútu. Sveit ÍR vann svo 4x400 metra boðhlaup kvenna á 4:11,58 mínútum en það voru Fjölnismenn sem unnu 4x400 metra boðhlaup karla á 3:28,95 mínútum.
Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Sjá meira