Olivia de Havilland látin 104 ára að aldri Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júlí 2020 16:42 Olivia de Havilland á fimmta áratugnum. Getty/ Pictorial Parade Olivia de Havilland er látin 104 ára að aldri. Hún var síðasti leikari kvikmyndarinnar Gone With the Wind til að kveðja þennan heim en hún lék í fjölda kvikmynda á ferlinum, þar á meðal í The Adventures of Robin Hood og fékk hún Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í kvikmyndunum To Each His Own og The Heiress. De Havilland var þó einna þekktust fyrir hlutverk sitt í Gone With the Wind en hún lék hlutverk Melanie Hamilton Wilkes sem kepptist við aðalpersónu myndarinnar, Scarlett O‘Hara, um ást Ashley Wilkes, sem leikinn var af Leslie Howard. Kvikmyndin er meðal þekktustu kvikmynda sögunnar en hún kom út árið 1939. Myndin hefur sætt mikilli gagnrýni undanfarið fyrir að fjalla á upphefjandi hátt um sögu Suðurríkja Bandaríkjanna á tímum Þrælastríðsins. HBO Max ákvað í kjölfarið að birta formála í upphaf myndarinnar á streymisveitu sinni þar sem fjallað er um samhengi myndarinnar. Dame Olivia de Havilland celebrates her 104th year on Earth today. Still rides a bike like a boss. pic.twitter.com/VIseeY73hG— Dame Angela Lansbury News (@_AngelaLansbury) July 1, 2020 De Havilland var mikill brautryðjandi í Hollywood en þegar hún var á langtímasamningi við kvikmyndaver Warner Bros., neitaði hún ákveðnum hlutverkum og fékk hún í kjölfarið fá hlutverk. Hún ákvað þá að kæra Warner Bros. og sagði hún vinnuumhverfið óásættanlegt. Hún sigraði dómsmálið og er það talið hafa breytt starfsumhverfinu í Hollywood mikið. Leikarar hafi í kjölfarið getað samið um betri kjör. Andlát Hollywood Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Olivia de Havilland er látin 104 ára að aldri. Hún var síðasti leikari kvikmyndarinnar Gone With the Wind til að kveðja þennan heim en hún lék í fjölda kvikmynda á ferlinum, þar á meðal í The Adventures of Robin Hood og fékk hún Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í kvikmyndunum To Each His Own og The Heiress. De Havilland var þó einna þekktust fyrir hlutverk sitt í Gone With the Wind en hún lék hlutverk Melanie Hamilton Wilkes sem kepptist við aðalpersónu myndarinnar, Scarlett O‘Hara, um ást Ashley Wilkes, sem leikinn var af Leslie Howard. Kvikmyndin er meðal þekktustu kvikmynda sögunnar en hún kom út árið 1939. Myndin hefur sætt mikilli gagnrýni undanfarið fyrir að fjalla á upphefjandi hátt um sögu Suðurríkja Bandaríkjanna á tímum Þrælastríðsins. HBO Max ákvað í kjölfarið að birta formála í upphaf myndarinnar á streymisveitu sinni þar sem fjallað er um samhengi myndarinnar. Dame Olivia de Havilland celebrates her 104th year on Earth today. Still rides a bike like a boss. pic.twitter.com/VIseeY73hG— Dame Angela Lansbury News (@_AngelaLansbury) July 1, 2020 De Havilland var mikill brautryðjandi í Hollywood en þegar hún var á langtímasamningi við kvikmyndaver Warner Bros., neitaði hún ákveðnum hlutverkum og fékk hún í kjölfarið fá hlutverk. Hún ákvað þá að kæra Warner Bros. og sagði hún vinnuumhverfið óásættanlegt. Hún sigraði dómsmálið og er það talið hafa breytt starfsumhverfinu í Hollywood mikið. Leikarar hafi í kjölfarið getað samið um betri kjör.
Andlát Hollywood Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira