David Luiz setti vafasamt met Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júlí 2020 11:30 David Luiz er ekki allra. getty/David Price David Luiz fékk á sig vítaspyrnu þegar Arsenal sigraði Watford, 3-2, í lokaumferð ensku úrvalsdeildinni í gær. Það eru ekki nýjar fréttir en þetta var fimmta vítaspyrnan sem Luiz fékk á sig á tímabilinu. Aldrei hefur einn leikmaður fengið á sig fleiri víti á einu tímabili í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Luiz fékk á sig víti í báðum leikjunum gegn Watford og svo gegn Liverpool, Chelsea og Manchester City. Liverpool. Watford. Chelsea. City. Watford again.David Luiz became the first player in Premier League history to concede five penalties in one season pic.twitter.com/uRWidwIX6W— B/R Football (@brfootball) July 27, 2020 Brasilíski miðvörðurinn kom til Arsenal frá Chelsea fyrir síðasta tímabil. Hann lék 33 leiki með Arsenal í ensku úrvalsdeildinni og skorað tvö mörk. Luiz fékk einnig tvö rauð spjöld, annað fyrir vítið sem hann fékk á sig gegn Chelsea í janúar og hitt fyrir vítið sem hann fékk á sig gegn City í júní. Luiz átti vægast sagt vonda innkomu í leiknum gegn City sem var sá fyrsti hjá liðunum eftir hléið vegna kórónuveirufaraldursins. Hann kom inn á þegar 24 mínútur voru liðnar af leiknum. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks gerði hann mistök sem leiddu til marks Raheems Sterling. Í upphafi seinni hálfleiks togaði hann svo Riyad Mahrez niður innan teigs, fékk á sig víti og var rekinn út af. Margir bjuggust við að þetta yrði síðasti leikur Luiz í treyju Arsenal en svo reyndist ekki vera. Hann skrifaði undir nýjan eins árs samning við Lundúnaliðið skömmu eftir leikinn fræga gegn City. Arsenal endaði í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem er versti árangur liðsins frá tímabilinu 1994-95. Skytturnar geta þó endað tímabilið á góðum nótum en Arsenal mætir Chelsea í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á laugardaginn. Enski boltinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
David Luiz fékk á sig vítaspyrnu þegar Arsenal sigraði Watford, 3-2, í lokaumferð ensku úrvalsdeildinni í gær. Það eru ekki nýjar fréttir en þetta var fimmta vítaspyrnan sem Luiz fékk á sig á tímabilinu. Aldrei hefur einn leikmaður fengið á sig fleiri víti á einu tímabili í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Luiz fékk á sig víti í báðum leikjunum gegn Watford og svo gegn Liverpool, Chelsea og Manchester City. Liverpool. Watford. Chelsea. City. Watford again.David Luiz became the first player in Premier League history to concede five penalties in one season pic.twitter.com/uRWidwIX6W— B/R Football (@brfootball) July 27, 2020 Brasilíski miðvörðurinn kom til Arsenal frá Chelsea fyrir síðasta tímabil. Hann lék 33 leiki með Arsenal í ensku úrvalsdeildinni og skorað tvö mörk. Luiz fékk einnig tvö rauð spjöld, annað fyrir vítið sem hann fékk á sig gegn Chelsea í janúar og hitt fyrir vítið sem hann fékk á sig gegn City í júní. Luiz átti vægast sagt vonda innkomu í leiknum gegn City sem var sá fyrsti hjá liðunum eftir hléið vegna kórónuveirufaraldursins. Hann kom inn á þegar 24 mínútur voru liðnar af leiknum. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks gerði hann mistök sem leiddu til marks Raheems Sterling. Í upphafi seinni hálfleiks togaði hann svo Riyad Mahrez niður innan teigs, fékk á sig víti og var rekinn út af. Margir bjuggust við að þetta yrði síðasti leikur Luiz í treyju Arsenal en svo reyndist ekki vera. Hann skrifaði undir nýjan eins árs samning við Lundúnaliðið skömmu eftir leikinn fræga gegn City. Arsenal endaði í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem er versti árangur liðsins frá tímabilinu 1994-95. Skytturnar geta þó endað tímabilið á góðum nótum en Arsenal mætir Chelsea í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á laugardaginn.
Enski boltinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira